Hoppa yfir valmynd
14. júní 2001 Innviðaráðuneytið

Samgönguráðuneytið gefur út Samgöngur í tölum

Samgönguráðuneytið hefur tekið saman og birt í myndritum nokkrar athyglisverðar staðreyndir um samgöngur. Myndritin eru gefin út í litlu kveri undir nafninu Samgöngur í tölum.

Gerður er ýmis samanburður og sýnd þróun ýmissa atriða í þeim málaflokkum sem falla undir samgönguráðuneytið; vegamálum, ferðamálum, flugmálum og siglingamálum. Myndritunum er ætlað allt frá því að fjalla um þessa málaflokka með öðrum hætti en gert er vanalega til þess að sýna þróun og stöðu þeirra í samhengi við ýmis tengd mál. Sumum er síðan ætlað að setja fram tölur um hluti sem almennt er fjallað um án þess að nákvæmar tölur séu nefndar. Þá er kverinu ætlað að auðvelda almenningi að setja sig í samband við ráðuneytið og stofnanir þess því í kverinu er yfirlit yfir stofnanir samgönguráðuneytisins auk upplýsinga um póst- og netfang þeirra ofl.

Samgöngur í tölum.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum