Hoppa yfir valmynd
24. janúar 2002 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

Samningur um þjónustu við fatlaða

Jón Kristjánsson, heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra og Páll Pétursson, félagsmálaráðherra, undirrituðu í dag samkomulag um þjónustu við íbúa sem um árabil hafa verið vistaðir á Landspítala - háskólasjúkrahúsi í Kópavogi. Tuttugu íbúar sem búa í fjórum sambýlum í fjölbýlishúsi við Kópavogsbraut, sem tilheyrir Landspítala –háskólasjúkrahúsi, njóta nú þjónustu fyrir fatlaða á vegum félagsmálaráðuneytis í stað heilbrigðisráðuneytis. Eigi síðar en 1. maí 2003 munu allir íbúarnir í fjölbýlishúsinu hafa eignast nýtt heimili á höfuðborgarsvæðinu.

Samráð verður haft við íbúana og aðstandendur þeirra um flutninginn og leitast verður við að hann valdi sem minnstri röskun á daglegu lífi þeirra.

Þetta er meginatriði samkomulagsins sem ráðherrarnir undirrituð í dag. Svæðisskrifstofa um málefni fatlaðra á Reykjanesi mun fyrst um sinn annast þjónustu við íbúana. Sambýlin verða rekin í samræmi við lög nr. 59/1992 um málefni fatlaðra.

Starfsmönnum sambýlanna í fjölbýlishúinu var öllum boðið starf hjá Svæðisskrifstofu málefna fatlaðra á Reykjanesi. Áunnin réttindi starfsmanna haldast við tilfærslu milli vinnuveitenda við gerð nýrra ráðningarsamninga.

Félagsmálaráðuneytið hefur frá árinu 1995 tekið við þjónustu 40 fyrrum vistmanna á Landspítala – háskólasjúkrahúsi í Kópavogi og með þessu samkomulagi munu 60 einstaklingar hafa útskrifast og njóta þar með þeirrar þjónustu sem fólki stendur til boða hjá ríki og sveitarfélögum.


Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum