Hoppa yfir valmynd
27. febrúar 2002 Háskóla-٫ iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið

Nýr forstjóri Póst- og fjarskiptastofnunar

Hrafnkell V. Gíslason hefur verið skipaður forstjóri Póst- og fjarskiptastofnunar frá og með 1. apríl 2002 til fimm ára.

Hrafnkell kemur í stað Gústavs Arnar sem þá lætur af störfum.
Hrafnkell hefur lokið B.Sc. gráðu í tölvunarfræði frá Háskóla Íslands og M.Sc. gráðu í tölvunarfræði frá University of Pittsburgh og hefur auk þess víðtæka reynslu af stjórnunarstörfum. Hann hefur starfað sem framkvæmdastjóri ráðgjafarfyrirtækisins Innis ehf. frá árinu 2001 en starfaði áður um 10 ára skeið hjá Skýrr hf., síðast sem framkvæmdastjóri þjónustusviðs. Þá gegndi hann starfi framkvæmdastjóra hugbúnaðardeildar Netverks í rúm 2 ár.
Hrafnkell er kvæntur og á fjögur börn.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum