Hoppa yfir valmynd
/ Utanríkisráðuneytið

Aðstoð við Afganistan - II.

Nr. 023

FRÉTTATILKYNNING
frá utanríkisráðuneytinu


Í janúar sl. ákvað ríkisstjórnin að veita aðstoð við Afganistan í því formi að Flugfélagið Atlanta sá um flutninga frá Evrópu á tækjum, varningi og lyfjum til hjálparstarfs þar. Atlanta flaug tvær ferðir í þessu skyni í byrjun febrúarmánaðar. Þessi aðstoð Íslands hefur almennt mælst vel fyrir. Ríkisstjórnin ákvað á fundi sínum í dag að veita frekari aðstoð af sama toga. Á næstunni verður m.a. flogið með varning og lyf frá Króatíu og Egyptalandi til Afganistan og Pakistan.Utanríkisráðuneytið
Reykjavík, 22. mars 2002


Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn


Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira