Hoppa yfir valmynd
12. nóvember 2002 Innviðaráðuneytið

Ráðstefna um þróunarverkefni í upplýsingatækni

Ráðstefna um þróunarverkefni í upplýsingatækni 12. nóvember 2002



Matskýrsla Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands á þróunarskólaverkefni menntamálaráðuneytis
Þróunarskólar í upplýsingatækni

Þriðjudaginn 12. nóvember hélt menntamálaráðuneytið ráðstefnu um þróunarverkefni í upplýsingatækni. Ráðstefnan var haldin í Borgartúni 6, frá kl. 12.00-16.00.

Tvö íslensk verkefni hafa verið valin í úrslit í samkeppni Evrópska skólanetsins um bestu notkun á upplýsingatækni í skólastarfi, eSchola. Yfir 700 verkefni voru send í keppnina en aðeins 18 tilnefnd til verðlauna. Höfundum íslensku verkefnanna hefur verið boðið til Stokkhólms þann 21. nóvember n.k. þar sem verðlaunin verða veitt. Annað verkefnið er frá Kennaraháskóla Íslands en hitt frá Fjölbrautaskólanum við Ármúla. Sá skóli hefur undanfarin fjögur ár tekið þátt í þróunarskólaverkefni á vegum menntamálaráðuneytisins.

Menntamálaráðherra setti ráðstefnuna og skýrði frá hvernig menntamálaráðuneytið hyggst vinna að frekari eflingu upplýsingatækni í skólastarfi í ljósi reynslunnar af þróunarskólaverkefninu. Matskýrsla Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands á þróunarskólaverkefni menntamálaráðuneytisins var kynnt og þróunarskólarnir greindu frá reynslu sinni.

Dagskrá ráðstefnunnar
12.30 Tómas Ingi Olrich, menntamálaráðherra, setur ráðstefnuna
12.40 Jón Torfi Jónasson kynnir skýrslu Félagsvísindastofnunar um mat á þróunarskólaverkefninu
13.10 Kynntar verða áætlanir menntamálaráðuneytisins um stuðning við þróun í upplýsingatækni í skólastarfi
13.30 Sagt verður frá tveimur verkefnum sem eru í úrslitum eSchola-verðlaunasamkeppninnar
13.50 Þróunarskólar kynna það sem þeir ætla að leggja áherslu á í framtíðinni
14.30 Kaffi
14.45 Umræður - vinnuhópar um möguleg samstarfsverkefni
16.00 Ráðstefnulok


Nánari upplýsingar um þróunarskólaverkefnið er að finna á vefnum menntamalaraduneyti.is.


Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum