Hoppa yfir valmynd
18. febrúar 2003 Innviðaráðuneytið

Opnun tilboða í jarðgöng fyrir austan

Tilboð í gerð jarðganga milli Reyðarfjarðar og Fáskrúðsfjarðar, ásamt tilheyrandi vegamannvirkjum, voru opnuð hjá Vegagerðinni í gær.

Fjögur tilboð bárust og lægsta tilboðið kom sameiginlega frá verktakafyrirtækjunum Ístaki og E. Pihl & Sön upp á 3.249 milljónir króna. Vegagerðin áætlaði verktakakostnað upp á 3.160 milljónir króna, því var lægsta tilboðið 89 milljónum króna hærra.

Áætlaður verktakakostnaður 3.160.000.000 kr. - 100,0%

1. Ístak hf. E. Pihl & Sön AS 3.248.761.319 kr. - 102,8%
2. Balfour Beatty Major Projects 3.869.131.646 kr. - 122,4%
3. NCC AS, ÍAV hf. 3.908.975.357 kr. - 123,7%
4. Scandinavian Rock Group AS, Arnarfell ehf. 4.710.801.593 kr. - 149,1%


Afstöðumynd af fyrirhuguðum jarðgöngum.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum