Hoppa yfir valmynd
4. júlí 2003 Innviðaráðuneytið

Samgönguráðherra skoðar framkvæmdir við nýja Þjórsárbrú

Fimmtudaginn 3. júlí s.l. fór Sturla Böðvarsson samgönguráðherra ásamt Ragnhildi Hjaltadóttur ráðuneytisstjóra og Sigurbergi Björnssyni verkefnisstjóra að skoða framkvæmdir við nýja Þjórsárbrú.

Fyrst var komið við í húsakynnum Suðurlandsumdæmi Vegagerðarinnar þar sem Jón Rögnvaldsson vegamálastjóri, Gunnar Gunnarsson aðstoðarvegamálastjóri, Erlingur Freyr Jenssen deildarstjóri og Svanur G. Bjarnason rekstrarstjóri tóku á móti ráðherra og kynntu fyrir starfsfólki og sögðu frá starfseminni. Því næst var farið að Þjórsárbrú þar sem Sævar Svavarsson forstjóri Norma tók á móti ráðherra og fylgdarliði og sagði frá verkinu. Brúarsmíðin er í höndum Norma hf og starfa allt að 30 starfsmenn að þessu verkefni bæði við brúarstæðið og í vélsmiðju fyrirtækisins í Vogum. Verktakafyrirtækið Háfell sér um vegagerð að og frá brúnni en verkeftirlit er í höndum Guðmundar Björnssonar frá verkfræðistofu Björns Ólafssonar. Verkinu miðar vel áfram og gætu verklok jafnvel orðið í október eins og upphaflega var gert ráð fyrir þrátt fyrir tafir vegna samningagerðar við landeigendur í byrjun verks. Áætlað er að kostnaður við verkið endi í u.þ.b. 550 m.kr. þegar upp verður staðið. Að lokinni heimsókn að Þjórsárbrú skoðaði ráðherra framkvæmdir ofan við Flúðir og fór yfir áætlaðar framkvæmdir á svæðinu með vegagerðarmönnum.










Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum