Dómsmálaráðuneytið

Mannanafnanefnd, úrskurðir 9. júlí 2003

Þann 9. júlí 2003, var fundur haldinn í Mannanafnanefnd. Fundinn sátu Andri Árnason, formaður, Guðrún Kvaran og Margrét Jónsdóttir.

 

Eftirtalin mál voru tekin til afgreiðslu:

 

 

Mál nr. 36/2003

 

Eiginnafn: Jörfi (kk.)

 

 

Kveðinn er upp svohljóðandi úrskurður:

 

Eiginnafnið Jörfi tekur eignarfallsendingu (Jörfa) og telst að öðru leyti fullnægja 1. mgr. 5. gr. laga nr. 45/1996 um mannanöfn.

 

Úrskurðarorð:

 

Beiðni um eiginnafnið Jörfi er tekin til greina og skal það fært á mannanafnaskrá.

 

 

Mál nr. 37/2003

 

Eiginnafn: Aríanna (kvk.)

 

 

Kveðinn er upp svohljóðandi úrskurður:

 

Eiginnafnið Aríanna tekur eignarfallsendingu (Aríönnu) og telst að öðru leyti fullnægja 1. mgr. 5. gr. laga nr. 45/1996 um mannanöfn.

 

Úrskurðarorð:

 

Beiðni um eiginnafnið Aríanna er tekin til greina og skal það fært á mannanafnaskrá.

 

 

 

Mál nr. 38/2003

 

Eiginnafn: Allý (kvk.)

 

 

Kveðinn er upp svohljóðandi úrskurður:

 

Eiginnafnið Allý tekur eignarfallsendingu (Allýar) og telst að öðru leyti fullnægja 1. mgr. 5. gr. laga nr. 45/1996 um mannanöfn.

 

Úrskurðarorð:

 

Beiðni um eiginnafnið Allý er tekin til greina og skal það fært á mannanafnaskrá.

 

 

 

Fleira ekki gert.

 

Fundi slitið.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn