Hoppa yfir valmynd
24. júlí 2003 Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Greiðsluafkoma ríkissjóðs janúar-júní 2003. Greinargerð: 24. júlí 2003.

Greiðsluafkoma ríkissjóðs janúar-júní 2003 (PDF 24K)


Nú liggja fyrir tölur um greiðsluafkomu ríkissjóðs á fyrri hluta ársins. Þessar tölur sýna sjóðhreyfingar og eru því ekki samanburðarhæfar við ríkisreikning eða fjárlög ársins sem eru sett fram á rekstrargrunni.

Helstu niðurstöður. Meginniðurstöður þessa hálfsársuppgjörs eru eftirfarandi: Tekjur ríkissjóðs hækka um rúma 17 milljarða króna milli ára á sama tíma og útgjöld ríkissjóðs hækka um tæplega 7 milljarða. Á tekjuhlið munar mestu um að að tekjur af sölu eigna hækkuðu um rúmlega 11 milljarða króna á milli ára. Auk þess eru vaxandi umsvif í efnahagslífinu smám saman að skila sér í auknum skatttekjum þrátt fyrir ákvarðanir stjórnvalda um verulega lækkun tekju- og eignarskatta einstaklinga og fyrirtækja á árunum 2002-2003. Á gjaldahlið munar mestu um auknar greiðslur til heilbrigðis-, trygginga- og menntamála. Á móti vega minni vaxtagreiðslur vegna niðurgreiðslu skulda ríkissjóðs að undanförnu.

Þessar tölur renna stoðum undir spá fjármálaráðuneytisins frá því í apríl sl. um að íslenskt efnahagslíf sé að taka við sér eftir skammvinna lægð og að framundan sé tímabil aukins hagvaxtar.

Greiðsluafkoma. Tekjujöfnuður ríkissjóðs á fyrri helmingi ársins 2003 var jákvæður um 2,9 milljarða króna samanborið við 7,7 milljarða neikvæða stöðu á sama tíma í fyrra. Handbært fé frá rekstri var hins vegar neikvætt um 9,2 milljarða króna í ár samanborðið við 7,7 milljarða neikvæða stöðu í fyrra. Fjármunahreyfingar voru jákvæðar um 17,6 milljarða króna í ár sem er 14,2 milljörðum betri staða en í fyrra. Jákvæðari staða skýrist nær alfarið af sölu á hlutabréfum ríkisins í Landsbanka Íslands, Búnaðarbanka Íslands og Íslenskum aðalverktökum. Þessi þróun hefur skilað sér í viðsnúningi á stöðu ríkissjóðs þar sem hreinn lánsfjárjöfnuður ríkissjóðs reyndist jákvæður um 8,4 milljarða króna á fyrstu sex mánuðum ársins 2003 samanborið við neikvæða stöðu sem nam 4,3 milljörðum króna á sama tíma í fyrra.

Tekjur. Heildartekjur ríkissjóðs námu tæplega 131 milljarði króna og hækkuðu um tæpa 17 milljarða frá sama tíma í fyrra eða um 15,3%. Þessi hækkun stafar fyrst og fremst af auknum tekjum af sölu hlutabréfa ríkisins. Skatttekjur ríkissjóðs námu 108S milljarði króna eða um 4,1% meira en á sama tíma í fyrra. Á sama tíma hækkaði almennt verðlag um tæplega 2% þannig að raunhækkun skatttekna ríkissjóðs nemur um 2,2% milli ára. Hér þarf hins vegar að hafa í huga að á þessum tíma voru skattar lækkaðir verulega. Eignarskattar einstaklinga og fyrirtækja voru lækkaðir um meira en helming og tekjuskattar fyrirtækja um 40%. Á móti vegur hækkun tryggingagjalds. Sé leiðrétt fyrir áhrifum þessara skattalækkana fæst sú niðurstaða að skatttekjur ríkissjóðs hafi hækkað um allt að 5% að raungildi milli ára. Þessar tölur benda til þess að botni hagsveiflunnar hafi verið náð um eða upp úr miðju síðasta ári og almenn umsvif í efnahagslífinu hafi eftir það smám saman farið vaxandi.

Af einstökum tekjustofnum má nefna að innheimtir tekjuskattar einstaklinga jukust um 3,7% frá því í fyrra. Þessi aukning stafar fyrst og fremst af hækkun tekna einstaklinga. Innheimta tryggingargjalda jókst mun meira eða um 8,3% á milli ára. Hér gætir auk launahækkunar áhrifa hækkunar gjaldsins um S% til þess að fjármagna hluta af fyrrnefndri lækkun tekjuskattshlutfalls fyrirtækja. Til samanburðar má nefna að launavísitalan hækkaði um 5,6% á sama tíma. Innheimta tekjuskatts fyrirtækja og eignarskatta dregst hins vegar mikið saman vegna fyrrnefndrar lækkunar. Innheimta veltuskatta ríkissjóðs hækkaði um 9,3% á milli ára eða sem nemur 7,3% að raungildi. Þar munar mestu um 8,4% meiri innheimtu tekna af virðisaukaskatti eða sem nemur 6,4% að raungildi. Innheimta virðisaukaskatts hefur smám saman tekið við sér eftir mikinn samdrátt á árinu 2001 og fram á mitt ár 2002. Af öðrum óbeinum sköttum má nefna að talsverð aukning var í innheimtu vörugjalda af ökutækjum sem stafar fyrst og fremst af auknum innflutningi bifreiða á fyrri hluta ársins. Mesta breytingin var hins vegar sú að tekjur af sölu eigna hækkuðu um rúmlega 11 milljarða króna milli ára.

Gjöld. Greidd gjöld nema 127,7 milljörðum króna og hækka um 6,7 milljarða milli ára. Hækkunin skýrist að mestu af greiðslum til heilbrigðsmála, almannatrygginga og vegagerðar. Greiðslur til sjúkrahúsa og öldrunarstofnana hækka um 2,6 milljarða, lífeyristryggingar og atvinnuleysisbætur hækka samtals um 2,4 milljarða og sjúkratryggingar um 800 m.kr. Þá hækka greiðslur til Vegagerðar um 1,1 milljarð króna. Á móti vegur að vaxtagreiðslur lækka um 2,9 milljarða milli ára, einkum þar sem stór flokkur spariskírteina var á gjalddaga í apríl 2002. Greiðslur til framhaldsskóla og háskóla hækka samtals um rúmar 800 m.kr. Aðrar breytingar milli ára eru minni.

Greiðsluafkoma ríkissjóðs janúar-júní
(Í milljónum króna)
1999
2000
2001
2002
2003
Innheimtar tekjur..................................
90.554
100.720
107.929
113.244
130.556
- Söluhagn. af hlutabr. og eignahl…
-395
0
3
-39
-12.059
Greidd gjöld..........................................
81.929
90.079
109.578
120.944
127.670
Handbært fé frá rekstri.....................
8.230
10.641
-1.646
-7.739
-9.172
Fjármunahreyfingar............................
-2.702
2.523
-2.018
3.395
17.596
Hreinn lánsfjárjöfnuður....................
5.529
13.165
-3.669
-4.343
8.424
Afborganir lána.................................
-18.063
-20.556
-21.982
-19.484
-17.952
Innanlands......................................
-8.392
-11.748
-7.229
-9.344
-5.544
Erlendis...........................................
-9.671
-8.808
-14.753
-10.140
-12.408
Greiðslur til LSR og LH....................
-1.084
-3.000
-7.500
-4.500
-3.750
Lánsfjárjöfnuður. brúttó..................
-13.619
-10.390
-33.152
-28.328
-13.279
Lántökur..............................................
8.646
9.473
31.359
24.892
14.038
Innanlands.......................................
-484
2.100
10.537
6.937
12.661
Erlendis............................................
9.130
7.373
20.822
17.955
1.377
Greiðsluafkoma ríkissjóðs.............
-4.972
-919
-1.792
-3.435
760
Lánamál. Lántökur námu 14 milljörðum króna en afborganir voru tæpar 18 milljarðar. Erlend skammtímalán voru greidd niður um 10.7 milljarða króna á fyrri helmingi ársins og spariskírteini um 4.8 milljarða. Á móti vegur aukin lántaka í innlendum skammtímalánum. eða um 12.3 milljarða króna. Þá voru greiddar 3.8 milljarðar króna til Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins í því skyni að lækka framtíðarskuldbindingar ríkissjóðs


Tekjur ríkissjóðs janúar-júní
(Í milljónum króna)
Breyting frá fyrra ári. %
2001
2002
2003
2000
2001
2002
2003
Skatttekjur í heild...............................
99.850
104.303
108.589
12,9
5,0
4,5
4,1
Skattar á tekjur og hagnað.............
34.539
35.990
35.682
21,7
16,4
4,2
-0,9
Tekjuskattur einstaklinga.................
23.671
26.784
27.772
14,9
13,4
13,2
3,7
Tekjuskattur lögaðila.......................
5.981
3.519
2.157
29,8
19,4
-41,2
-38,7
Skattur á fjármagnstekjur................
4.887
5.687
5.753
56,4
27,4
16,4
1,2
Tryggingagjöld.................................
10.026
11.059
11.973
7,3
8,1
10,3
8,3
Eignarskattar....................................
5.219
5.099
4.050
13,5
14,3
-2,3
-20,6
Skattar á vöru og þjónustu..............
49.775
51.840
56.668
9,0
-3,5
4,1
9,3
Virðisaukaskattur.............................
32.559
35.072
38.017
11,6
-3,1
7,7
8,4
Aðrir óbeinir skattar..........................
17.218
16.766
18.983
4,8
-4,1
-2,6
13,2
Þar af:
Vörugjöld af ökutækjum................
1.718
1.424
2.082
-11,4
-34,7
-17,1
46,2
Vörugjöld af bensíni......................
3.572
3.494
3.475
22,8
-7,0
-2,2
-0,5
Þungaskattur.................................
2.079
1.953
1.625
18,2
9,9
-6,1
-16,8
Áfengisgjald og tóbaksgjald..........
3.868
3.945
5.686
5,9
-8,1
2,0
44,1
Annað............................................
5.981
5.950
6.115
-2,0
9,6
-0,5
2,8
Aðrir skattar........................................
291
315
216
71,1
30,8
8,2
-31,4
Aðrar tekjur.........................................
8.077
8.941
21.967
-8,6
24,9
10,7
145,7
Tekjur alls...........................................
107.929
113.244
130.556
11,2
6,2
4,9
15,3


Gjöld ríkissjóðs janúar-júní
(Í milljónum króna)
Breyting frá fyrra ári. %
2001
2002
2003
2000
2001
2002
2003
Almenn mál........................................
11.149
12.973
13.301
19,3
1,7
16,4
2,5
Almenn opinber mál.........................
6.049
7.393
7.343
19,6
-1,1
22,2
-0,7
Löggæsla og öryggismál..................
5.102
5.580
5.958
19,0
5,2
9,3
6,8
Félagsmál..........................................
64.116
71.858
79.407
5,5
20,5
12,1
10,5
Þar af: Fræðslu- og menningarmál.....
14.850
16.609
17.785
7,6
15,8
11,8
7,1
Heilbrigðismál..........................
26.476
30.140
33.830
6,8
19,4
13,8
12,2
Almannatryggingamál..............
19.144
20.799
23.200
0,8
27,4
8,6
11,5
Atvinnumál........................................
16.636
17.244
18.092
5,0
23,5
3,6
4,9
Þar af: Landbúnaðarmál.....................
5.734
5.564
5.646
1,6
27,5
-3,0
1,5
Samgöngumál..........................
6.535
7.153
7.680
7,0
25,1
9,5
7,4
Vaxtagreiðslur...................................
12.341
13.287
10.365
30,4
37,7
7,7
-22,0
Aðrar greiðslur..................................
5.335
5.582
6.504
33,8
53,0
4,6
16,5
Greiðslur alls.....................................
109.578
120.944
127.670
9,9
21,6
10,4
5,6


Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum