Hoppa yfir valmynd
11. september 2003 Innviðaráðuneytið

Nýir þjónustusamningar hjá Ráðgjafarstofu

Framkvæmdastjórn Ráðgjafarstofu um fjármál heimilanna ákvað í lok síðasta árs að kanna vilja og áhuga fleiri sveitarfélaga en koma að gildandi samkomulagi. Það eru Reykjavíkurborg ásamt Sambandi íslenskra sveitarfélaga sem koma að samkomulaginu. Jafnframt var ákveðið að stefna að nánara samstarfi við aðila sem tengjast fjármálum heimilanna m.a. kreditkortafyrirtækjum, tryggingarfélögum og fleirum. Markmiðið með þessu er að styrkja starfsemina, sem sýnt hefur að mikil þörf er fyrir af heimilum í landinu.

Afrakstur þessa er að nú hefur verið gengið frá þjónustusamningum við eftirfarandi sveitarfélög:

  • Akureyrarkaupstað-gengið var frá þjónustusamningi í byrjun árs 2003 og hefur verið fest í sessi fast samstarf Ráðgjafarstofunnar og fjölskyldudeildar Akureyrarkaupstaðar.
  • Kópavogsbæ-nú nýverið var gengið frá þjónustusamningi við Kópavogsbæ sem gildir til áramóta.

Er mjög jákvætt að sveitarfélög séu áhugasöm um nánara og öflugra samstarf við Ráðgjafarstofuna og mun áfram vera kannaður vilji fleiri sveitarfélaga.

Eftirfarandi fyrirtæki og samtök hafa styrkt Ráðgjafarstofuna með framlögum:
  • Samband íslenskra tryggingarfélaga-styrkti Ráðgjafarstofuna vegna starfsáranna 2003 og 2004.
  • Europay-ákvað að styrkja Ráðgjafarstofuna vegna starfsársins 2003.

Er öllum ofangreindum aðilum þakkað þeirra framlag og því fagnað að þeir séu komnir í hóp stuðningsaðila Ráðgjafarstofu um fjármál heimilanna. Forsenda fyrir öflugu og árangursríku starfi stofunnar eru einmitt traustir bakhjarlar.

Áfram mun verða haldið að kanna vilja og áhuga fleiri sveitarfélaga og aðila sem koma með beinum eða óbeinum hætti að fjármálum heimilanna.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum