Hoppa yfir valmynd
11. nóvember 2003 Innviðaráðuneytið

Ekki næg skilyrði til að lækka veggjöld í Hvalfjarðargöngum

Fulltrúar samgönguráðherra hafa skilað af sér greinargerð eftir viðræður við stjórn Spalar um hugsanlega lækkun veggjalds og aukningu á afkastagetu Hvalfjarðarganga.

Helstu niðurstöður viðræðanna eru að:

- Einkahlutafélagið Spölur taldi ekki næg skilyrði til þess að lækka veggjöld í Hvalfjarðargöngum og hafnaði þeirri málaleitan.
- Ólíklegt er að auka þurfi afkastagetu ganganna fyrir 2010 og því ekki tímabært að huga að því. Helsti flöskuhálsinn í dag er innheimta veggjaldsins. Líklegt er að finna megi leiðir til þess að hraða innheimtunni auk þess sem kanna má kosti þess að dreifa umferðarálagi í göngunum svo sem með breytilegri gjaldtöku.
- Ekki er talin ástæða til sértækra aðgeða ríkisvaldsins til lækkunar gjaldtöku.
- Fagnað er ákvörðun samgönguráðherra um að láta hefja vinnu við almenna stefnumótun um gjaldtöku af samgöngumannvirkjum.

Greinargerð fulltrúa samgönguráðherra (PDF - 143Kb)

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum