Hoppa yfir valmynd
11. nóvember 2003 Dómsmálaráðuneytið

Starfshópur skipaður um breytingu á skipan löggæslumála.

Björn Bjarnason dómsmálaráðherra hefur skipað starfshóp sem falið hefur verið það verkefni að móta og setja fram tillögur að breytingum á umdæmaskipan við löggæslu og innra starfi lögreglunnar. Tillögurnar skulu miða að því að styrkja og efla starfsemi lögreglu og sýslumanna og nýta fjármuni betur.

Fréttatilkynning
27/2003



Björn Bjarnason dómsmálaráðherra hefur skipað starfshóp sem falið hefur verið það verkefni að móta og setja fram tillögur að breytingum á umdæmaskipan við löggæslu og innra starfi lögreglunnar. Tillögurnar skulu miða að því að styrkja og efla starfsemi lögreglu og sýslumanna og nýta fjármuni betur. Enn fremur er hópnum ætlað að móta löggæsluáætlun til næstu ára, þar sem kynnt yrði forgangsröð við úrlausn verkefna og þess freistað að setja löggæslunni mælanleg markmið. Ekki er gert ráð fyrir að tillögur hópsins leiði til þess að sýslumannsembættum fækki. Í starfshópnum sitja Stefán Eiríksson skrifstofustjóri sem er formaður, Ragnheiður Ríkharðsdóttir bæjarstjóri og Skúli Magnússon dósent við lagadeild Háskóla Íslands.


Í dóms- og kirkjumálaráðuneytinu,
11. nóvember 2003.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum