Hoppa yfir valmynd
20. nóvember 2003 Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Greiðsluafkoma ríkissjóðs janúar-október 2003. Greinargerð: 20. nóvember 2003

Nú liggja fyrir tölur um greiðsluafkomu ríkissjóðs fyrstu tíu mánuði ársins. Uppgjörið hér á eftir sýnir sjóðhreyfingar og er því ekki samanburðarhæft við ríkisreikning eða fjárlög ársins sem eru sett fram á rekstrargrunni.

Greiðsluafkoma. Handbært fé frá rekstri var neikvætt um 19,2 milljarða króna samanborið við 14,4 milljarða neikvæða stöðu á sama tíma í fyrra. Hins vegar var Fjármunahreyfingar voru hins vegar jákvæðar um 20,6 milljarða króna í ár sem er 13,6 milljörðum króna betri staða en í fyrra. Þar munar mestu um tekjur af sölu eigna ríkisins en innstreymi vegna hlutafjársölu nam um 12 milljörðum króna. Lánsfjárjöfnuður ríkissjóðs var því jákvæður á fyrstu tíu mánuðum ársins um 1½ milljarð króna samanborið við 7,3 milljarða króna neikvæða stöðu á sama tíma í fyrra.

Tekjur. Heildartekjur ríkissjóðs námu 211,6 milljörðum króna og hækkuðu um 20,6 milljarða frá sama tíma í fyrra, eða um 10,8%. Skýringin á þessari hækkun felst fyrst og fremst í auknum tekjum af sölu hlutabréfa ríkissjóðs. Skatttekjur ríkissjóðs námu 185 milljörðum króna og hækkuðu um 6,3% frá fyrra ári sem jafngildir 4,3% raunhækkun. Skýringin á þInnheimtir tekjuskattar einstaklinga námu um 44,4 milljörðum króna og hækkuðu um 5% frá fyrra ári. Til samanburðar má nefna að launavísitala Hagstofu Íslands hækkaði um 5,6% á sama tímabili. Munurinn stafar meðal annars af áhrifum aukins séreignasparnaðar sem er skattfrjáls, aukins atvinnuleysis auk þess sem laun ýmissa starfsstétta sem ekki eru með í launavísitölunni, svo sem sjómanna o.fl., hafa hækkað minna. Innheimta tryggingagjalda nam tæpum 20,7 milljörðum króna og jókst um 11,2% á milli ára. Þessi aukna innheimta endurspeglar annars vegar almennar launahækkanir og hins vegar hækkun tryggingagjaldsins um ½% sem tók gildi í byrjun þessa árs. Á hinn bóginn lækkuðu tekjur af eignarskatti um 15,9% frá fyrra ári og innheimta tekjuskatts fyrirtækja lækkaði einnig eða um 28,2%. Hér þarf hins vegar að hafa í huga að bæði eignarskattar fyrirtækja og einstaklinga voru lækkaðir um meira en helming á þessu tímabili ásamt því að tekjuskattshlutfall fyrirtækja var lækkað um 40%. Innheimta veltuskatta ríkissjóðs jókst hins vegar um 9,8% frá fyrra ári eða sem nemur 7,8% að raungildi. Þar munar mestu um 9,3% meiri innheimtu tekna af virðisaukaskatti, sem jafngildir 7,3% raunhækkun. Af öðrum óbeinum sköttum má nefna að talsverð aukning varð í innheimtu vörugjalda af ökutækjum, eða 54,9%, sem stafar fyrst og fremst af auknum innflutningi bifreiða það sem af er árinu. Auk þess jókst innheimta tekna af áfengis- og tóbaksgjaldi talsvert frá fyrra ári eða um 16,3% en um þriðjung þeirrar hækkunar má rekja til hækkunar á áfengisgjaldi af sterku áfengi svo og hækkunar á tóbaksgjaldi.

Gjöld. Greidd gjöld nema 218,7 milljörðum króna og hækka um 16,6 milljarða frá fyrra ári, eða um 6,2%. Veigamestu útgjöldin eru til félagsmála, eða 140 milljarðar, en þau vega 64% af heildarútgjöldum ríkissjóðs. Þar munar mestu um útgjöld til heilbrigðismála sem nema 57,6 milljörðum króna og hækka um 6,2 milljarða króna frá fyrra ári. Þá nema greiðslur til almannatrygginga 45,7 milljörðum og hækka um 6,6 milljarða króna. Hlutfallslega munar þar mestu um greiðslur til Atvinnuleysistryggingasjóðs sem hækka um rúman milljarð milli ára. Greiðslur til atvinnumála eru 33,2 milljarðar og hækka um rúma 3 milljarða frá fyrra ári. Skýrist hækkunin nær alfarið af hærri greiðslum til Vegagerðarinnar. Á móti vegur að vaxtagreiðslur lækka um 4,1 milljarð króna, eða sem nemur 24% milli ára. Stór flokkur spariskírteina var á gjalddaga í apríl í fyrra og skýrir það lækkun vaxtagreiðslna.

Greiðsluafkoma ríkissjóðs janúar-október

(Í milljónum króna)

1999

2000

2001

2002

2003

Innheimtar tekjur..................................

153.208

168.973

181.448

190.965

211.559

- Söluhagn. af hlutabr. og eignahl…

-389

-38

2

-3.252

-12.013

Greidd gjöld..........................................

141.940

158.594

182.677

202.110

218.708

Handbært fé frá rekstri.....................

10.882

10.341

-1.227

-14.397

-19.162

Fjármunahreyfingar............................

3.039

-955

-888

7.052

20.637

Hreinn lánsfjárjöfnuður....................

13.921

9.384

-2.115

-7.345

1.476

Afborganir lána.................................

-26.289

-34.117

-22.294

-28.558

-30.654

Innanlands......................................

-12.887

-20.583

-7.490

-10.598

-18.204

Erlendis...........................................

-13.402

-13.534

-14.804

-17.960

-12.450

Greiðslur til LSR og LH....................

-2.639

-5.000

-11.250

-7.500

-6.250

Lánsfjárjöfnuður. brúttó..................

-15.007

-29.730

-35.660

-43.403

-35.428

Lántökur..............................................

9.601

28.710

64.105

43.465

27.439

Innanlands.......................................

-2.994

6.967

12.279

11.368

24.925

Erlendis............................................

12.595

21.743

51.826

32.097

2.514

Greiðsluafkoma ríkissjóðs.............

-5.404

-1.022

28.448

61

-7.989

Lántökur ríkissjóðs námu 27,4 milljörðum króna á fyrstu tíu mánuðum ársins en afborganir voru 30,7 milljarðar. Erlend skammtímalán voru greidd niður um 9,6 milljarða og spariskírteini um 5 milljarða króna. Á móti vegur aukin lántaka í innlendum skammtímalánum, eða um 12 milljarða króna. Þá voru 6,3 milljarðar greiddir til Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins í því skyni að lækka framtíðarskuldbindingar ríkissjóðs.

Tekjur ríkissjóðs janúar-október

(Í milljónum króna)

Breyting frá fyrra ári. %

2001

2002

2003

2000

2001

2002

2003

Skatttekjur í heild...............................

168.632

174.113

185.079

10,8

7,3

3,3

6,3

Skattar á tekjur og hagnað.............

53.397

54.507

55.852

20,9

21,2

2,1

2,5

Tekjuskattur einstaklinga.................

39.782

42.298

44.434

15,3

17,1

6,3

5,0

Tekjuskattur lögaðila.......................

7.867

4.685

3.363

20,9

35,9

-40,4

-28,2

Skattur á fjármagnstekjur................

5.748

7.524

8.056

97,3

33,4

30,9

7,1

Tryggingagjöld.................................

17.333

18.646

20.732

8,6

11,4

7,6

11,2

Eignarskattar....................................

8.422

8.452

7.107

22,3

9,8

0,4

-15,9

Skattar á vöru og þjónustu..............

88.997

91.995

100.998

5,9

-0,5

3,4

9,8

Virðisaukaskattur.............................

58.308

61.558

67.255

9,6

0,7

5,6

9,3

Aðrir óbeinir skattar..........................

30.688

30.436

33.743

-0,2

-2,6

-0,8

10,9

Þar af:

Vörugjöld af ökutækjum................

2.611

2.401

3.718

-11,8

-40,8

-8,0

54,9

Vörugjöld af bensíni......................

6.294

6.274

6.388

4,8

-2,6

-0,3

1,8

Þungaskattur.................................

3.952

3.828

3.958

2,3

8,0

-3,1

3,4

Áfengisgjald og tóbaksgjald..........

7.030

7.034

8.178

4,3

-1,7

0,1

16,3

Annað............................................

10.801

10.896

11.501

-1,6

9,8

0,9

5,6

Aðrir skattar........................................

483

514

390

21,9

13,4

6,4

-24,1

Aðrar tekjur.........................................

12.817

16.852

26.480

3,7

8,6

31,5

57,1

Tekjur alls...........................................

181.448

190.965

211.559

10,3

7,4

5,2

10,8

Gjöld ríkissjóðs janúar-október

(Í milljónum króna)

Breyting frá fyrra ári. %

2001

2002

2003

2000

2001

2002

2003

Almenn mál........................................

18.690

22.049

22.534

13,6

4,6

18.0

2,2

Almenn opinber mál.........................

10.686

12.346

12.409

13,5

6,7

15.5

0,5

Löggæsla og öryggismál..................

8.004

9.703

10.124

13,9

2,1

21.2

4,3

Félagsmál..........................................

110.589

124.260

140.042

8,6

15,9

12.4

12,7

Þar af: Fræðslu- og menningarmál.....

23.561

26.373

28.545

8,6

15,2

11.9

8,2

Heilbrigðismál..........................

45.250

51.434

57.638

11,6

12,2

13.7

12,1

Almannatryggingamál..............

35.245

39.134

45.731

4,1

21,4

11.0

16,9

Atvinnumál........................................

29.071

30.143

33.197

5,5

16,9

3.7

10,1

Þar af: Landbúnaðarmál.....................

8.757

9.118

9.280

0,8

22,5

4.1

1,8

Samgöngumál..........................

13.006

13.555

15.852

9,4

14,4

4.2

16,9

Vaxtagreiðslur...................................

15.910

16.969

12.895

54,1

8,4

6.7

-24,0

Aðrar greiðslur..................................

8.421

8.689

10.041

8,9

46,3

3.2

15,6

Greiðslur alls.....................................

182.677

202.110

218.708

11,7

15,2

10.6

8,2

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum