Hoppa yfir valmynd
28. nóvember 2003 Innviðaráðuneytið

Fréttatilkynning

Vegna fullyrðinga Guðjóns Rúnarssonar, framkvæmdastjóra Sambands banka og verðbréfafyrirtækja í fjölmiðlum um skort á samráði við undirbúning tillagna um það stefnumið ríkisstjórnar að koma á 90% húsnæðislánum vill félagsmálaráðuneytið upplýsa eftirfarandi:

Við undirbúning tillagnanna hefur verið fundað með eftirtöldum aðilum:

    Formanni stjórnar Íslandsbanka
    Bankastjóra Íslandsbanka
    Formanni stjórnar Landsbankans.
    Tveimur bankastjórum Landsbankans
    Yfirmanni verðbréfasviðs Landsbankans
    Stjórnarformanni SPRON
    Bankastjóra Sparisjóðabankans.
    Stjórnarformaður og bankastjóri Kaupþings Búnaðarbanka höfðu ekki tök á að
    hitta ráðgjafarhópinn þegar samráð stóð yfir
    Lykilstarfsmönnum allra verðbréfdeilda banka og sparisjóða
    Framkvæmdastjórum 4 lífeyrissjóða
    Stjórnarformanni og framkvæmdastjóra Íbúðalánasjóðs
    Framkvæmdastjóra fjármálasviðs Seðlabanka Íslands
    Aðalhagfræðingi og framkvæmdastjóra hagfræðisviðs Seðlabanka Íslands
    Framkvæmdastjóra peningamálasviðs Seðlabanka Íslands
    Framkvæmdastjóra Lánasýslu ríkisins
    Verðbréfasölum íslenskra verðbréfa erlendis
    Erlendum fjárfestum
    Forstöðumanni Hagfræðistofnunar HÍ
    Sérfræðingi Hagfræðistofnunar HÍ
    5 manna stjórn Félags fasteignasala
    Fulltrúa ASÍ
    Formanni BSRB
    Aðstoðarframkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins
    Formanni neytendastamtakanna
    Formanni Stúdentaráðs HÍ
    Formanni leigjendasamtakanna
    Fulltrúa Húseigendafélagsins
    Sérfræðingi Borgarfræðaseturs.
    Skipulagsfræðingi
    Formanni Samtaka íslenskra sveitarfélaga
    Þá fundaði Árni Páll Árnason hdl með Guðjóni Rúnarssyni framkvæmdastjóra SBV
    um lögfræðileg álitaefni sem snúa að húsnæðislánakerfinu og aðkomu banka.
      Að auki var fundað formlega í tvígang með samráðshópi skipuðum fulltrúum eftirtalinna aðila:
        SBV
        Seðlabanka
        ASÍ
        BSRB
        ÍLS
        Fjármálaeftirlits
        Félags fasteignasala
        Húseigendafélagsins
        Kauphallar Íslands
        Samtaka atvinnulífsins
        Samtaka íslenskra sveitarfélaga
        Kallað var eftir athugasemdum og ábendingum fulltrúanna. Sú ósk var ítrekuð.

      Efnisorð

      Hafa samband

      Ábending / fyrirspurn
      Ruslvörn
      Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum