Hoppa yfir valmynd
5. desember 2003 Dómsmálaráðuneytið

Umsækjendur um embætti héraðsdómara

Umsóknarfrestur um tvö embætti héraðsdómara rann út 1. desember síðast liðinn. Annars vegar er um að ræða embætti héraðsdómara, sem eiga mun fast sæti við Héraðsdóm Reykjavíkur, en hins vegar embætti héraðsdómara, sem fyrst um sinn mun ekki eiga fast sæti við tiltekinn héraðsdómstól.

Fréttatilkynning
Nr. 32/ 2003


Umsóknarfrestur um tvö embætti héraðsdómara rann út 1. desember síðast liðinn. Annars vegar er um að ræða embætti héraðsdómara, sem eiga mun fast sæti við Héraðsdóm Reykjavíkur, en hins vegar embætti héraðsdómara, sem fyrst um sinn mun ekki eiga fast sæti við tiltekinn héraðsdómstól, sbr. heimild í 1.mgr. 15.gr. laga um dómstóla nr. 15/1998. Fyrsta starfsstöð síðarnefnda dómarans verður Héraðsdómur Reykjavíkur en auk starfa þar verða honum einnig falin verkefni meðal annars við Héraðsdóm Suðurlands og Héraðsdóm Vesturlands. Skipað verður í embættin frá og með 1. febrúar 2004.

Umsækjendur eru:
    Arnfríður Einarsdóttir, skrifstofustjóri við Héraðsdóm Reykjavíkur.
    Ásgeir Magnússon, hæstaréttarlögmaður.
    Brynjólfur Kjartansson, hæstaréttarlögmaður.
    Friðjón Örn Friðjónsson, hæstaréttarlögmaður.
    Indriði Þorkelsson, héraðsdómslögmaður.
    Sigrún Guðmundsdóttir, hæstaréttarlögmaður.
    Símon Sigvaldason, skrifstofustjóri Hæstaréttar Íslands.
    Skúli Magnússon, dósent við lagadeild Háskóla Íslands.


Óskað hefur verið eftir umsögn dómnefndar sem fjallar um hæfni umsækjenda um embætti héraðsdómara.


Í dóms- og kirkjumálaráðuneytinu,
5. desember 2003.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum