Hoppa yfir valmynd
18. desember 2003 Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Greiðsluafkoma ríkissjóðs janúar - nóvember 2003. Greinargerð: 18. desember 2003.

Nú liggja fyrir tölur um greiðsluafkomu ríkissjóðs til nóvemberloka. Uppgjörið hér á eftir sýnir sjóðhreyfingar og er því ekki samanburðarhæft við ríkisreikning eða fjárlög ársins sem eru sett fram á rekstrargrunni.

Nú liggja fyrir tölur um greiðsluafkomu ríkissjóðs til nóvemberloka. Uppgjörið hér á eftir sýnir sjóðhreyfingar og er því ekki samanburðarhæft við ríkisreikning eða fjárlög ársins sem eru sett fram á rekstrargrunni.

Greiðsluafkoma. Handbært fé frá rekstri var neikvætt um 22,2 milljarða króna samanborið við 18,1 milljarð neikvæða stöðu á sama tíma í fyrra. Hins vegar var Fjármunahreyfingar voru hins vegar jákvæðar um 20,6 milljarða króna í ár sem er 12,4 milljörðum króna betri staða en í fyrra. Þar munar mestu um tekjur af sölu eigna ríkisins en innstreymi vegna hlutafjársölu nam um 12 milljörðum króna. Lánsfjárþörf ríkissjóðs á fyrstu ellefu mánuðum ársins nam 1,6 milljörðum króna samanborið við 10 milljarða króna fyrir sama tímabil á síðasta ári.

Tekjur. Heildartekjur ríkissjóðs námu 229,4 milljörðum króna og hækkuðu um 30 milljarða frá sama tíma í fyrra, eða um 11,1%. Skýringin á þessari hækkun felst fyrst og fremst í auknum tekjum af sölu hlutabréfa ríkissjóðs. Skatttekjur ríkissjóðs námu 202,6 milljörðum króna og hækkuðu um 7,6% frá fyrra ári sem jafngildir 5,5% raunhækkun. Skýringin á þInnheimtir tekjuskattar einstaklinga námu um 49,8 milljörðum króna og hækkuðu um 5,7% frá fyrra ári. Til samanburðar má nefna að launavísitala Hagstofu Íslands hækkaði um 5,6% á sama tímabili. Innheimta tryggingagjalda jókst um 11,8% á milli ára en sú aukning endurspeglar annars vegar almennar launahækkanir og hins vegar hækkun tryggingagjaldsins um ½% sem tók gildi í byrjun þessa árs. Innheimtir tekjuskattar lögaðila hækkuðu um 17,5% en á hinn bóginn lækkuðu tekjur af eignarskatti um 21,8% frá fyrra ári. Hér þarf hins vegar að hafa í huga að bæði eignarskattar fyrirtækja og einstaklinga voru lækkaðir um meira en helming á þessu tímabili. Innheimta veltuskatta ríkissjóðs jókst hins vegar um 9,7% frá fyrra ári eða sem nemur 7,5% að raungildi. Þar munar mestu um 9,2% meiri innheimtu tekna af virðisaukaskatti, sem jafngildir 7,1% raunhækkun. Af öðrum óbeinum sköttum má nefna að talsverð aukning varð í innheimtu vörugjalda af ökutækjum, eða 52,3%. Sú aukning stafar fyrst og fremst af auknum innflutningi bifreiða en nýskráning bifreiða hefur, á fyrstu ellefu mánuðum ársins, aukist um 48,5% frá samatímabili í fyrra. Auk þess jókst innheimta tekna af áfengis- og tóbaksgjaldi talsvert frá fyrra ári eða um 13,3% en um þriðjung þeirrar hækkunar má rekja til hækkunar á áfengisgjaldi af sterku áfengi svo og hækkunar á tóbaksgjaldi.

Gjöld. Greidd gjöld nema 240,3 milljörðum króna og hækka um 19 milljarða frá fyrra ári, eða um 8,6%. Veigamestu útgjöldin eru til félagsmála, eða 153,6 milljarðar, en þau vega 64% af heildarútgjöldum ríkissjóðs. Þar munar mestu um útgjöld til heilbrigðismála sem nema 63,3 milljörðum króna og hækka um 6,9 milljarða króna frá fyrra ári. Þá nema greiðslur til almannatrygginga 50,1 milljarði og hækka um 6 milljarða króna. Hlutfallslega munar þar mestu um greiðslur til Atvinnuleysistryggingasjóðs sem hækka um 1,1 milljarð, eða 37% milli ára. Aðrir liðir almannatrygginga hækka að meðaltali um 12% milli ára. Greiðslur til atvinnumála eru 38,1 milljarður og hækka um rúma 5 milljarða frá fyrra ári. Þar munar mestu um 3,5 milljarða hækkun greiðslna til Vegagerðarinnar. Á móti vegur að vaxtagreiðslur lækka um 4,1 milljarð króna, eða sem nemur 23% milli ára. Stór flokkur spariskírteina var á gjalddaga í apríl í fyrra og skýrir það lækkun vaxtagreiðslna.

Greiðsluafkoma ríkissjóðs janúar-nóvember

(Í milljónum króna)

1999

2000

2001

2002

2003

Innheimtar tekjur..................................

173.492

184.588

196.407

206.478

229.442

- Söluhagn. af hlutabr. og eignahl…

-389

-38

2

-3.252

-11.313

Greidd gjöld..........................................

157.214

175.616

200.379

221.361

240.313

Handbært fé frá rekstri.....................

9.922

8.934

-3.974

-18.135

-22.184

Fjármunahreyfingar............................

10.929

-260

-18.735

8.120

20.553

Hreinn lánsfjárjöfnuður....................

20.851

8.673

-22.709

-10.015

-1.631

Afborganir lána.................................

-34.103

-34.445

-22.310

-32.463

-30.666

Innanlands......................................

-17.322

-20.911

-7.506

-12.382

-18.216

Erlendis...........................................

-16.781

-13.534

-14.804

-20.081

-12.450

Greiðslur til LSR og LH....................

-3.639

-5.500

-11.875

-8.250

-6.875

Lánsfjárjöfnuður. brúttó..................

-16.891

-31.269

-56.896

-50.728

-39.172

Lántökur..............................................

13.117

27.793

65.226

46.826

39.087

Innanlands.......................................

-2.577

6.060

16.529

16.054

33.367

Erlendis............................................

15.694

21.733

48.697

30.771

5.720

Greiðsluafkoma ríkissjóðs.............

-3.772

-3.478

8.332

-3.902

-86

Lántökur ríkissjóðs námu 39,2 milljörðum króna á fyrstu ellefu mánuðum ársins en afborganir voru 30,7 milljarðar. Erlend skammtímalán voru greidd niður um 6,4 milljarða og spariskírteini um 5 milljarða króna. Á móti vegur aukin lántaka í innlendum skammtímalánum, eða um tæpa 20 milljarða króna. Þá voru 6,9 milljarðar greiddir til Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins í því skyni að lækka framtíðarskuldbindingar ríkissjóðs.

Tekjur ríkissjóðs janúar-nóvember

(Í milljónum króna)

Breyting frá fyrra ári. %

2001

2002

2003

2000

2001

2002

2003

Skatttekjur í heild...............................

182.022

188.379

202.617

11,0

5,7

3,5

7,6

Skattar á tekjur og hagnað.............

56.924

59.294

63.851

18,8

14,6

4,2

7,7

Tekjuskattur einstaklinga.................

44.662

47.134

49.800

15,5

17,1

5,5

5,7

Tekjuskattur lögaðila.......................

7.107

5.102

5.996

1,3

9,3

-28,2

17,5

Skattur á fjármagnstekjur................

5.155

7.057

8.054

115,3

2,9

36,9

14,1

Tryggingagjöld.................................

19.251

20.459

22.876

9,1

11,1

6,3

11,8

Eignarskattar....................................

9.540

9.696

7.582

17,5

12,9

1,6

-21,8

Skattar á vöru og þjónustu..............

95.915

98.308

107.850

7,2

-0,5

2,5

9,7

Virðisaukaskattur.............................

62.087

64.672

70.652

9,6

1,8

4,2

9,2

Aðrir óbeinir skattar..........................

33.826

33.636

37.197

3,4

-4,4

-0,6

10,6

Þar af:

Vörugjöld af ökutækjum................

2.836

2.689

4.095

-11,3

-40,2

-5,2

52,3

Vörugjöld af bensíni......................

6.931

6.799

6.973

4,5

-0,8

-1,9

2,6

Þungaskattur.................................

4.650

4.607

4.780

14,6

5,3

-0,9

3,8

Áfengisgjald og tóbaksgjald..........

7.823

7.874

8.918

5,7

-1,7

0,7

13,3

Annað............................................

11.586

11.666

12.432

4,4

2,6

0,7

6,6

Aðrir skattar........................................

392

621

458

23,2

13,6

58,4

-26,3

Aðrar tekjur.........................................

14.385

13.554

14.008

-30,0

11,3

-5,8

3,4

Tekjur alls...........................................

196.407

206.478

229.442

6,7

6,1

5,1

11,1

Gjöld ríkissjóðs janúar-nóvember

(Í milljónum króna)

Breyting frá fyrra ári. %

2001

2002

2003

2000

2001

2002

2003

Almenn mál........................................

20.717

24.027

24.432

13,3

4,4

16,0

1,7

Almenn opinber mál.........................

11.572

13.398

13.464

13,0

3,9

15,8

0,5

Löggæsla og öryggismál..................

9.149

10.629

10.968

13,7

5,2

16,2

3,2

Félagsmál..........................................

122.195

137.368

153.551

9,9

14,7

12,4

11,8

Þar af: Fræðslu- og menningarmál.....

26.021

28.914

31.270

8,2

17,4

11,1

-9,8

Heilbrigðismál..........................

49.747

56.408

63.270

12,7

10,0

13,4

12,2

Almannatryggingamál..............

39.210

44.077

50.112

6,5

19,3

12,4

13,7

Atvinnumál........................................

31.763

32.987

38.148

4,4

17,0

3,9

15,6

Þar af: Landbúnaðarmál.....................

9.560

10.099

10.089

1,8

21,2

5,6

-0,1

Samgöngumál..........................

14.174

14.589

18.056

6,9

15,8

2,9

23,8

Vaxtagreiðslur...................................

16.551

17.600

13.502

44,4

4,7

6,3

-23,3

Aðrar greiðslur..................................

9.153

9.379

10.679

8,9

45,3

2,4

13,9

Greiðslur alls.....................................

200.379

221.361

240.313

11,7

14,1

10,5

8,6

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira