Dómsmálaráðuneytið

Mannanafnanefnd, úrskurðir 18. desember 2003

Þann 18. desember 2003, var fundur haldinn í Mannanafnanefnd, í Árnagarði, Háskóla Íslands v/Suðurgötu, Reykjavík. Fundinn sátu Andri Árnason, formaður, Guðrún Kvaran og Margrét Jónsdóttir.

Eftirtalin mál voru tekin til afgreiðslu:

Mál nr. 75/2003

Eiginnafn: Tanía (kvk.)

Kveðinn er upp svohljóðandi úrskurður:

Eiginnafnið Tanía tekur eignarfallsendingu (Taníu) og telst að öðru leyti fullnægja 1. mgr. 5. gr. laga nr. 45/1996 um mannanöfn.

Úrskurðarorð:

Beiðni um eiginnafnið Tanía er tekin til greina og skal það fært á mannanafnaskrá.

Mál nr. 76/2003

Eiginnafn: Ismaíl (kk.)

Kveðinn er upp svohljóðandi úrskurður:

Nafnið Ismaíl telst hvorki ritað í samræmi við almennar ritreglur íslensks máls né hefur það unnið sér hefð í íslensku, sbr. 1. mgr. 5. gr. laga nr. 45/1996 um mannanöfn. Beiðni um eiginnafnið Ismaíl er því hafnað.

Úrskurðarorð:

Beiðni um eiginnafnið Ismaíl er hafnað.

Mál nr. 77/2003

Eiginnafn: Lúðvíka (kvk.)

Kveðinn er upp svohljóðandi úrskurður:

Eiginnafnið Lúðvíka tekur eignarfallsendingu (Lúðvíku) og telst að öðru leyti fullnægja 1. mgr. 5. gr. laga nr. 45/1996 um mannanöfn.

Úrskurðarorð:

Beiðni um eiginnafnið Lúðvíka er tekin til greina og skal það fært á mannanafnaskrá.

Mál nr. 78/2003

Eiginnafn: Doris (kvk.)

Kveðinn er upp svohljóðandi úrskurður:

Með tilliti til fjölda nafnbera telst eiginnafnið Doris hafa unnið sér hefð í íslensku máli, sbr. vinnulagsreglur mannanafnanefndar frá 7. september 2000, og uppfyllir því skilyrði 1. mgr. 5. gr. laga nr. 45/1996 um mannanöfn.

Úrskurðarorð:

Beiðni um eiginnafnið Doris er tekin til greina og skal það fært á mannanafnaskrá.

Mál nr. 79/2003

Eiginnafn: Cýrus (kk.)

Kveðinn er upp svohljóðandi úrskurður:

Nafnið Cýrus telst hvorki ritað í samræmi við almennar ritreglur íslensks máls né hefur það unnið sér hefð í íslensku, sbr. 1. mgr. 5. gr. laga nr. 45/1996 um mannanöfn. Beiðni um eiginnafnið Cýrus er því hafnað.

Úrskurðarorð:

Beiðni um eiginnafnið Cýrus er hafnað.

Mál nr. 80/2003

Eiginnafn: Julian (kk.)

Kveðinn er upp svohljóðandi úrskurður:

Nafnið Julian telst hvorki ritað í samræmi við almennar ritreglur íslensks máls né hefur það unnið sér hefð í íslensku, sbr. 1. mgr. 5. gr. laga nr. 45/1996 um mannanöfn. Beiðni um eiginnafnið Julian er því hafnað.

Úrskurðarorð:

Beiðni um eiginnafnið Julian er hafnað.

Mál nr. 81/2003

Eiginnafn: Rómeó (kk.)

Kveðinn er upp svohljóðandi úrskurður:

Eiginnafnið Rómeó tekur eignarfallsendingu (Rómeós) og telst að öðru leyti fullnægja 1. mgr. 5. gr. laga nr. 45/1996 um mannanöfn.

Úrskurðarorð:

Beiðni um eiginnafnið Rómeó er tekin til greina og skal það fært á mannanafnaskrá.

Mál nr. 82/2003

Eiginnafn: Dalía (kvk.)

Kveðinn er upp svohljóðandi úrskurður:

Eiginnafnið Dalía tekur eignarfallsendingu (Dalíu) og telst að öðru leyti fullnægja 1. mgr. 5. gr. laga nr. 45/1996 um mannanöfn.

Úrskurðarorð:

Beiðni um eiginnafnið Dalía er tekin til greina og skal það fært á mannanafnaskrá.

Mál nr. 83/2003

Eiginnafn: Aríella (kvk.)

Kveðinn er upp svohljóðandi úrskurður:

Eiginnafnið Aríella tekur eignarfallsendingu (Aríellu) og telst að öðru leyti fullnægja 1. mgr. 5. gr. laga nr. 45/1996 um mannanöfn.

Úrskurðarorð:

Beiðni um eiginnafnið Aríella er tekin til greina og skal það fært á mannanafnaskrá.

Mál nr. 84/2003

Eiginnafn: Oktavíus (kk.)

Kveðinn er upp svohljóðandi úrskurður:

Eiginnafnið Oktavíus tekur eignarfallsendingu (Oktavíusar) og telst að öðru leyti fullnægja 1. mgr. 5. gr. laga nr. 45/1996 um mannanöfn.

Úrskurðarorð:

Beiðni um eiginnafnið Oktavíus er tekin til greina og skal það fært á mannanafnaskrá.

Mál nr. 85/2003

Eiginnafn: Karkur (kk.)

Kveðinn er upp svohljóðandi úrskurður:

Eiginnafnið Karkur tekur eignarfallsendingu (Karks) og telst að öðru leyti fullnægja 1. mgr. 5. gr. laga nr. 45/1996 um mannanöfn.

Úrskurðarorð:

Beiðni um eiginnafnið Karkur er tekin til greina og skal það fært á mannanafnaskrá.

Mál nr. 86/2003

Eiginnafn: Cecilía (kvk.)

Kveðinn er upp svohljóðandi úrskurður:

Nafnið Cecilía telst hvorki ritað í samræmi við almennar ritreglur íslensks máls né hefur það unnið sér hefð í íslensku, sbr. 1. mgr. 5. gr. laga nr. 45/1996 um mannanöfn. Beiðni um eiginnafnið Cecilía er því hafnað.

Úrskurðarorð:

Beiðni um eiginnafnið Cecilía er hafnað.

Mál nr. 87/2003

Eiginnafn: Salín (kvk.)

Kveðinn er upp svohljóðandi úrskurður:

Eiginnafnið Salín tekur eignarfallsendingu (Salínar) og telst að öðru leyti fullnægja 1. mgr. 5. gr. laga nr. 45/1996 um mannanöfn.

Úrskurðarorð:

Beiðni um eiginnafnið Salín er tekin til greina og skal það fært á mannanafnaskrá.

Mál nr. 88/2003

Eiginnafn: Gutti (kk.)

Kveðinn er upp svohljóðandi úrskurður:

Eiginnafnið Gutti tekur eignarfallsendingu (Gutta) og telst að öðru leyti fullnægja 1. mgr. 5. gr. laga nr. 45/1996 um mannanöfn.

Úrskurðarorð:

Beiðni um eiginnafnið Gutti er tekin til greina og skal það fært á mannanafnaskrá.

Mál nr. 89/2003

Aðlögun eiginnafns: Konstantin verði Konstantín

Kveðinn er upp svohljóðandi úrskurður:

Með bréfi Hagstofu Íslands, þjóðskrár, dags. 6. nóvember 2003 var óskað úrskurðar mannanafnanefndar um beiðni Konstantin Shcherbak um aðlögun eiginnafns hans að íslensku máli og að eiginnafn verði Konstantín.

Með vísan til heimildar í 4. mgr. 8. gr. laga nr. 45/1996 um mannanöfn, um aðlögun kenninafna sem dregin eru af erlendum eiginnöfnum, er fallist á ofangreinda beiðni.

Úrskurðarorð:

Ofangreind beiðni um aðlögun eiginnafns, Konstantin verði Konstantín er tekin til greina.

Mál nr. 90/2003

Aðlögun kenninafns: Shcherbak verði Scherbak

Kveðinn er upp svohljóðandi úrskurður:

Með bréfi Hagstofu Íslands, þjóðskrár, dags. 6. nóvember 2003 var óskað úrskurðar mannanafnanefndar um beiðni Konstantin Shcherbak um aðlögun kenninafns hans að rússneskum framburði nafns hans Scherbak, til að auðvelda Íslendingum að bera nafnið fram.

Í 4. mgr. 8. gr. laga nr. 45/1996 um mannanöfn, er heimild til þess að laga nöfn að íslensku máli. Að mati mannanafnanefndar er telst Scherbak ekki falla að íslensku máli í skilningi 8. gr. laga nr. 45/1996 um mannanöfn og eru því ekki lagaskilyrði til að fallast á beiðni þessa.

Úrskurðarorð:

Beiðni um aðlögun Shcherbak að íslensku máli og að það verði Scherbak er hafnað.

Mál nr. 91/2003

Eiginnafn: Marían (kvk.)

Kveðinn er upp svohljóðandi úrskurður:

Eiginnafnið Marían tekur eignarfallsendingu (Maríanar) og telst að öðru leyti fullnægja 1. mgr. 5. gr. laga nr. 45/1996 um mannanöfn.

Úrskurðarorð:

Beiðni um eiginnafnið Marían er tekin til greina og skal það fært á mannanafnaskrá.

Mál nr. 92/2003

Aðlögun eiginnafns: Marian Estephany verði Marían Stefanía

Kveðinn er upp svohljóðandi úrskurður:

Með bréfi Hagstofu Íslands, þjóðskrár, dags. 8. desember 2003 var óskað úrskurðar mannanafnanefndar um beiðni séra Péturs Þórarinssonar, f.h. Ericu Patriciu Rivera Rodriguez, um aðlögun eiginnafns dóttur hennar að íslensku máli þannig að Marian Estephany verði Marían Stefanía.

Með vísan til heimildar í 4. mgr. 8. gr. laga nr. 45/1996 um mannanöfn, um aðlögun kenninafna sem dregin eru af erlendum eiginnöfnum, er fallist á ofangreinda beiðni.

Úrskurðarorð:

Ofangreind beiðni um aðlögun eiginnafns að íslensku máli, er tekin til greina.

Mál nr. 93/2003

Aðlögun eiginnafns: Lisabeth verði Lísbet

Kveðinn er upp svohljóðandi úrskurður:

Með bréfi Hagstofu Íslands, þjóðskrár, dags. 8. desember 2003 var óskað úrskurðar mannanafnanefndar um beiðni séra Péturs Þórarinssonar, f.h. Ericu Patriciu Rivera Rodriguez, um aðlögun eiginnafns dóttur hennar að íslensku máli þannig að Lisabeth verði Lísbet.

Með vísan til heimildar í 4. mgr. 8. gr. laga nr. 45/1996 um mannanöfn, um aðlögun kenninafna sem dregin eru af erlendum eiginnöfnum, er fallist á ofangreinda beiðni.

Úrskurðarorð:

Ofangreind beiðni um aðlögun eiginnafns að íslensku máli, er tekin til greina.

Mál nr. 94/2003

Aðlögun eiginnafns: Wanderley verði Valur

Kveðinn er upp svohljóðandi úrskurður:

Með bréfi Hagstofu Íslands, þjóðskrár, dags. 8. desember 2003 var óskað úrskurðar mannanafnanefndar um beiðni séra Péturs Þórarinssonar, f.h. Ericu Patriciu Rivera Rodriguez, um aðlögun eiginnafns sonar hennar að íslensku máli, þannig að Wanderley verði Valur.

Með vísan til heimildar í 4. mgr. 8. gr. laga nr. 45/1996 um mannanöfn, um aðlögun kenninafna sem dregin eru af erlendum eiginnöfnum, er fallist á ofangreinda beiðni.

Úrskurðarorð:

Ofangreind beiðni um aðlögun eiginnafns að íslensku máli, er tekin til greina.

Mál nr. 95/2003

Millinafn: Steinbekk

Kveðinn er upp svohljóðandi úrskurður:

Millinafnið Steinbekk telst uppfylla ákvæði 2. mgr. sbr. 4. mgr. 6. gr. laga nr. 45/1996 um mannnöfn. Beiðni um millinafnið Steinbekk er því samþykkt.

Úrskurðarorð:

Beiðni um millinafnið Steinbekk er samþykkt.

Mál nr. 96/2003

Aðlögun kenninafns: Raymond verði Reynisson

Kveðinn er upp svohljóðandi úrskurður:

Með bréfi dóms- og kirkjumálaráðuneytisins, dags. 5. desember 2003 var óskað úrskurðar mannanafnanefndar um beiðni Michael Edwin Handley um aðlögun kenninafns síns að erlendu eiginnafni föður, Raymond, og að kenninafn verði Reynisson.

Með vísan til heimildar í 4. mgr. 8. gr. laga nr. 45/1996 um mannanöfn, um aðlögun kenninafna sem dregin eru af erlendum eiginnöfnum, er fallist á ofangreinda beiðni.

Úrskurðarorð:

Ofangreind beiðni um aðlögun kenninafns að erlendu eiginnafni föður, Reynisson, er tekin til greina.

Mál nr. 97/2003

Aðlögun eiginnafns: Hanni verði Hanný

Kveðinn er upp svohljóðandi úrskurður:

Með bréfi dóms og kirkjumálaráðuneytisins, dags. 8. desember 2003 var óskað úrskurðar mannanafnanefndar um beiðni Hanni Heiler, um aðlögun eiginnafns hennar að íslensku máli, þannig að Hanni verði Hanný.

Með vísan til heimildar í 4. mgr. 8. gr. laga nr. 45/1996 um mannanöfn, um aðlögun kenninafna sem dregin eru af erlendum eiginnöfnum, er fallist á ofangreinda beiðni.

Úrskurðarorð:

Ofangreind beiðni um aðlögun eiginnafns að erlendu máli, er tekin til greina.

Mál nr. 98/2003

Eiginnafn: Abigail (kvk.)

Kveðinn er upp svohljóðandi úrskurður:

Eiginnafnið Abigail telst hvorki ritað í samræmi við almennar ritreglur íslensks máls né hefur það unnið sér hefð í íslensku, sbr. 1. mgr. 5. gr. laga nr. 45/1996 um mannanöfn. Beiðni um eiginnafnið Abigail er því hafnað.

Úrskurðarorð:

Beiðni um eiginnafnið Abigail er hafnað.

Fleira ekki gert.

Fundi slitið.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn