Hoppa yfir valmynd
5. febrúar 2004 Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Greiðsluafkoma ríkissjóðs janúar - desember 2003. Greinargerð: 5. febrúar 2004.

Nú liggja fyrir tölur um greiðsluafkomu ríkissjóðs á síðastliðnu ári. Uppgjörið hér á eftir sýnir sjóðhreyfingar og er því ekki samanburðarhæft við ríkisreikning eða rekstrargrunn fjárlaga.

Heildaryfirlit. Greiðsluafkoman er í meginatriðum í samræmi við þær efnahagsforsendur sem lágu til grundvallar í fjárlögum ársins þar sem gert var ráð fyrir að staða ríkissjóðs myndi veikjast töluvert á árinu. Þannig var handbært fé frá rekstri neikvætt um 19,1 milljarð króna í fyrra samanborið við 16,3 milljarða króna neikvæða stöðu árið 2002. Þessi útkoma er hins vegar 8½ milljarði króna hagstæðari en síðustu áætlanir gerðu ráð fyrir sem einkum má rekja til minna útstreymis gjalda.

Fjármunahreyfingar voru jákvæðar um 31 milljarð króna í fyrra sem er svipað og áætlað var en tæplega 19 milljörðum króna betri staða en árið 2002. Þar munar mestu um tekjur af sölu eigna ríkisins en innstreymi vegna hennar nam 11,4 milljörðum króna. Lánsfjárjöfnuður ríkissjóðs á árinu 2003 var því jákvæður um 11,8 milljarða króna sem er mikill viðsnúningur miðað við árið 2002 þegar lánsfjárjöfnuður var neikvæður um 4,1 milljarð króna.

Tekjur. Heildartekjur ríkissjóðs námu 259,8 milljörðum króna á árinu sem er liðlega 26 milljarða króna eða 11% hækkun frá árinu á undan. Þar munar mestu um sölu hlutabréfa ríkissjóðs í Búnaðarbanka Íslands, 10,1 milljarður, og Íslenskum aðalverktökum, 1,3 milljarðar. Þetta er tæplega 1 milljarði króna hærra en gert var ráð fyrir á fjárlögum. Skatttekjur ríkissjóðs námu 230,5 milljörðum króna og hækkuðu um 8,7% frá fyrra ári og 2 milljarða frá fjárlögum. Til samanburðar má nefna að almennt verðlag hækkaði um 2,1% frá fyrra ári þannig að skatttekjur hækkuðu að raungildi um 6½%. Þessi þróun er í takt við endurskoðaða þjóðhagsspá fjármálaráðuneytisins þar sem meðal annars er gert ráð fyrir að þjóðarútgjöld hafi aukist um 6½% að raungildi á síðasta ári.

Skattar á tekjur og hagnað hækkuðu um 12,2% milli ára. Þar af skiluðu tekjuskattar einstaklinga um 3,2 milljörðum krónum meira en árið 2002, sem er 6,1% aukning, og tekjuskattar lögaðila skiluðu einnig 3,3 milljörðum króna meira en í fyrra, sem er 48,5% aukning. Til samanburðar má nefna að launavísitala Hagstofu Íslands hækkaði um 5,6% á sama tímabili. Innheimta tryggingagjalda jókst um 12,3% á milli ára en sú aukning endurspeglar annars vegar almennar launahækkanir og hins vegar hækkun tryggingagjaldsins, um ½%, sem tók gildi í byrjun árs 2003. Tekjur af eignarskatti lækkuðu á hinn bóginn um 21,4% frá fyrra ári en bæði eignarskattar fyrirtækja og einstaklinga voru lækkaðir um meira en helming á þessu tímabili. Innheimta veltuskatta ríkissjóðs jókst um 9,1% frá 2002 eða um 6,9% að raungildi. Þar af vegur 9% aukin innheimta virðisaukaskatts þyngst en aðrir óbeinir skattar hækkuðu um svipað hlutfall. Sérstök ástæða er til að nefna að talsverð aukning varð í innheimtu vörugjalda af ökutækjum, eða 54,4%, sem endurspeglar hliðstæða aukningu í innflutningi bifreiða.

Gjöld. Greidd gjöld árið 2003 námu 268,7 milljörðum króna og hækkuðu um 21,9 milljarða frá fyrra ári, eða um 8,9%. Gjöldin voru hins vegar 10 milljörðum innan fjárheimilda og skýrist tæpur helmingur fráviksins af lægri greiðslum til samgöngumála. Veigamestu útgjöldin eru til félagsmála, eða 172,1 milljarður, en þau vega 64% af heildarútgjöldum ríkissjóðs. Þar munar mestu um útgjöld til heilbrigðismála sem námu 71,5 milljörðum króna og hækkuðu um 6,5 milljarða króna frá fyrra ári. Þá námu greiðslur til almannatrygginga 55,1 milljarði og hækkuðu um 7,5 milljarða króna eða tæplega 16%. Hlutfallslega mikil hækkun skýrist einkum af auknu atvinnuleysi og kostnaðar vegna endurákvörðunar tekjutryggingar örorkulífeyrisþega. Aðrir liðir almannatrygginga hækkuðu að meðaltali um 12% milli ára. Greiðslur til atvinnumála voru 40,9 milljarðar og hækkuðu um 4,4 milljarða frá fyrra ári. Þar munar mestu um 2,8 milljarða hækkun greiðslna til Vegagerðarinnar. Á móti vegur að vaxtagreiðslur lækkuðu um 2,8 milljarð króna, eða sem nemur 16% milli ára. Stór flokkur spariskírteina var á gjalddaga í apríl 2002 og skýrir það lækkun vaxtagreiðslna 2003.

Greiðsluafkoma ríkissjóðs janúar-desember

(Í milljónum króna)

1999

2000

2001

2002

2003

Innheimtar tekjur.............................................

194.993

207.561

220.854

233.762

259.783

- Sala eigna……………………………………..

-6.360

-88

-1.106

-3.252

-10.177

Greidd gjöld....................................................

177.964

195.411

221.305

246.810

268.714

Handbært fé frá rekstri................................

10.667

12.062

-1.557

-16.300

-19.108

Fjármunahreyfingar.....................................

15.764

3.988

-24.157

12.166

30.951

Hreinn lánsfjárjöfnuður...............................

26.431

16.050

-25.714

-4.133

11.843

Afborganir lána............................................

-35.013

-34.544

-22.407

-32.298

-30.702

Innanlands..................................................

-18.214

-21.010

-7.603

-12.217.

-18.252

Erlendis.......................................................

-16.799

-13.534

-14.804

-20.081

-12.450

Greiðslur til LSR og LH...............................

-6.000

-7.000

-12.500

-9.000

-7.500

Lánsfjárjöfnuður. brúttó.............................

-14.582

-25.494

-60.620

-45.431

-26.359

Lántökur.......................................................

14.321

25.296

61.445

42.914

24.749

Innanlands..................................................

-1.373

3.563

3.563

12.361

28.334

Erlendis......................................................

15.694

21.733

48.695

30.553

-3.584

Greiðsluafkoma ríkissjóðs..........................

-261

-198

825

-2.518

-1.610

Lántökur ríkissjóðs námu 24,7 milljörðum króna á árinu en afborganir 30,7 milljörðum. Heildarniðurgreiðsla lána nam því um 6 milljörðum króna. Þar af lækkuðu erlend lán um 16 milljarða en innlend lán jukust um 10 milljarða króna. Auk þess voru 7,5 milljarðar greiddir til Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins í því skyni að lækka framtíðarskuldbindingar ríkissjóðs við sjóðinn.

Tekjur ríkissjóðs janúar-desember

(Í milljónum króna)

Breyting frá fyrra ári. %

2001

2002

2003

2000

2001

2002

2003

Skatttekjur í heild...............................

203.252

212.049

230.539

10,9

5,3

4,3

8,7

Skattar á tekjur og hagnað.............

64.215

67.057

75.266

17,2

14,1

4,4

12,2

Tekjuskattur einstaklinga...............

50.065

52.635

55.847

15,8

16,7

5,1

6,1

Tekjuskattur lögaðila.....................

8.655

6.788

10.083

-1,4

4,8

-21,6

48,5

Skattur á fjármagnstekjur o.fl..........

5.495

7.634

9.336

95,7

7,2

38,9

22,3

Tryggingagjöld................................

20.965

22.431

25.190

11,2

9,8

7,0

12,3

Eignarskattar...................................

10.703

11.037

8.676

18,1

9,0

3,1

-21,4

Skattar á vöru og þjónustu.............

106.752

110.815

120.865

7,2

-1,0

3,8

9,1

Virðisaukaskattur..........................

69.932

73.645

80.266

9,0

1,3

5,3

9,0

Aðrir óbeinir skattar.........................

36.820

37.169

40.602

4,1

-5,0

0,9

9,2

Þar af:

Vörugjöld af ökutækjum..............

2.994

2.864

4.422

-12,1

-40,4

-4,3

54,4

Vörugjöld af bensíni.....................

7.427

7.381

7.464

5,6

-1,7

-0,6

1,1

Þungaskattur.............................

4.811

4.722

4.957

15,4

5,8

-1,8

5,0

Áfengisgjald og tóbaksgjald........

8.792

8.827

9.892

6,9

-1,5

0,4

12,1

Annað............................................

12.796

13.371

13.866

5,3

0,8

4,5

3,7

Aðrir skattar......................................

617

709

542

6,0

0

14,9

-23,6

Aðrar tekjur.........................................

17.601

21.713

29.245

-29,0

21,4

23,4

34,7

Tekjur alls...........................................

220.853

233.762

259.783

7,0

6,4

5,8

11,1

Gjöld ríkissjóðs janúar-desember

(Í milljónum króna)

Breyting frá fyrra ári. %

2001

2002

2003

2000

2001

2002

2003

Almenn mál........................................

24.119

27.119

27.672

14,9

3,3

12,4

2,0

Almenn opinber mál.........................

13.244

14.941

15.093

16,6

2,5

12,9

1,0

Löggæsla og öryggismál..................

10.875

12.178

12.579

13,0

4,2

12,0

3,3

Félagsmál..........................................

136.029

154.233

172.132

7,1

15,2

13,4

11,6

Þar af: Fræðslu- og menningarmál.....

29.220

32.588

35.314

5,4

19,3

11,5

8,4

Heilbrigðismál..........................

56.453

64.965

71.490

9,1

9,6

15,1

10,0

Almannatryggingamál..............

42.125

47.566

55.121

4,3

20,7

12,9

15,9

Atvinnumál........................................

34.342

36.451

40.947

4,4

15,2

6,1

12,3

Þar af: Landbúnaðarmál.....................

10.441

11.033

11.605

2,1

19,3

5,7

5,2

Samgöngumál..........................

15.169

16.078

18.161

9,3

14,2

6,0

13,0

Vaxtagreiðslur...................................

16.817

17.789

14.949

44,4

4,3

5,8

-16,0

Aðrar greiðslur..................................

10.006

11.218

13.015

4,9

24,3

12,1

16,0

Greiðslur alls.....................................

221.305

246.810

268.714

9,8

13,3

11,5

8,9

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira