Hoppa yfir valmynd
10. febrúar 2004 Innviðaráðuneytið

Nýr þjónustusamningur

Þjónustusamningur við Árborg
Þjónustusamningur við Árborg

Hinn 27. janúar sl. var á Selfossi undirritaður þjónustusamningur milli Ráðgjafarstofunnar og sveitarfélagsins Árborgar.

Samkvæmt samningnum munu ráðgjafar fara árið 2004 í mars, apríl, maí, september og október á fyrirfram ákveðnum dögum til Selfoss og veita ráðgjöf á fjölskyldu-og fræðslusviði Árborgar. Einnig munu ráðgjafar veita fræðslu til starfsfólks sveitarfélagsins.

Er meginmarkmið samningsins að veita þeim sem eiga lögheimili í Árborg og eiga í verulegum greiðsluerfiðleikum aukna endurgjaldslausa þjónustu. Að þessu tilefni er sveitarfélaginu Árborg þakkað framsýnin og vænst ánægjulegs samstarfs í framtíðinni.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum