Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Mál nr. 10/2004. Ákvörðun kærunefndar útboðsmála:

Ákvörðun kærunefndar útboðsmála 6. mars 2004

í máli nr. 10/2004:

Keflavíkurverktakar hf.

gegn

Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar

Með bréfi 27. febrúar 2004, sem barst kærunefnd útboðsmála 29. febrúar s.á., kæra Keflavíkurverktakar þá ákvörðun kærða að ógilda tilboð kæranda í alútboði bílakjallara, byggingarreits og endurnýjun Laugavegs, auðkennt „0323/BÍL ".

Kærandi gerir þær kröfur að útboð Innkaupastofnunar Reykjavíkurborgar í alútboði bílakjallara, byggingarrétts og endurnýjun Laugavegar, merkt 0323/BÍL verði ógilt með öllu og kærða gert að bjóða út innkaupin á nýjan leik. Kærandi gerir jafnframt þær kröfur að samningsgerð vegna útboðsins verði stöðvuð þar til endanlega hefur verið skorið úr kæru. Kærandi fer loks fram á að kærði greiði kæranda kostnað við að hafa kæruna uppi.

Kærða var gefinn frestur til kl. 12.00 þann 5. mars 2004 að koma sínum sjónarmiðum að fyrir kærunefnd útboðsmála. Með bréfi, dags. 5. mars 2004, krafðist þess að hafnað verði öllum kröfum kæranda.

Eins og málið liggur fyrir telur nefndin rétt að taka afstöðu til krafna kæranda um stöðvun útboðsins, en láta úrlausn um kröfur kæranda að öðru leyti bíða endanlegs úrskurðar.

Að virtum öllum gögnum málsins þykja nægileg efni til að verða við kröfu kæranda um að stöðva samningsgerð Innkaupastofnunar Reykjavíkurborgar í framhaldi af alútboði bílakjallari, byggingarreitur og endurnýjun Laugavegar, auðkennt „0323/BÍL" þar til endanlega hefur verið skorið að öllu leyti úr kæru hans.

Ákvörðunarorð:

Samningsgerð Innkaupastofnunar Reykjavíkurborgar í framhaldi af alútboði bílakjallari, byggingarreitur og endurnýjun Laugavegar, auðkennt „0323/BÍL" er stöðvuð þar til endanlega hefur verið skorið úr kæru kæranda.

Reykjavík, 6.

mars 2004

Páll Sigurðsson

Sigfús Jónsson

Rétt endurrit staðfestir,

Reykjavík, 6.

mars 2004.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn