Dómsmálaráðuneytið

Mannanafnanefnd, úrskurðir 11. mars 2004

Mál nr. 13/2004

Eiginnafn: Skuggi (kk.)

Kveðinn er upp svohljóðandi úrskurður:

Eiginnafnið Skuggi tekur eignarfallsendingu (Skugga) og telst að öðru leyti fullnægja 1. mgr. 5. gr. laga nr. 45/1996 um mannanöfn.

Úrskurðarorð:

Beiðni um eiginnafnið Skuggi er tekin til greina og skal það fært á mannanafnaskrá.

Mál nr. 14/2004

Eiginnafn: Grímnir (kk.)

Kveðinn er upp svohljóðandi úrskurður:

Eiginnafnið Grímnir tekur eignarfallsendingu (Grímnis) og telst að öðru leyti fullnægja 1. mgr. 5. gr. laga nr. 45/1996 um mannanöfn.

Úrskurðarorð:

Beiðni um eiginnafnið Grímnir er tekin til greina og skal það fært á mannanafnaskrá.

Mál nr. 15/2004

Eiginnafn: Jónar (kk.)

Kveðinn er upp svohljóðandi úrskurður:

Eiginnafnið Jónar tekur eignarfallsendingu (Jónars) og telst að öðru leyti fullnægja 1. mgr. 5. gr. laga nr. 45/1996 um mannanöfn.

Úrskurðarorð:

Beiðni um eiginnafnið Jónar er tekin til greina og skal það fært á mannanafnaskrá.

Mál nr. 16/2004

Millinafn: Stardal

Kveðinn er upp svohljóðandi úrskurður:

Millinafnið Stardal telst uppfylla ákvæði 6. gr. laga nr. 45/1996 um mannnöfn. Beiðni um millinafnið Stardal er því samþykkt.

Úrskurðarorð:

Beiðni um millinafnið Stardal er samþykkt og verður það fært á mannanafnaskrá.

Mál nr. 17/2004

Eiginnafn: Christian (kk.)

Kveðinn er upp svohljóðandi úrskurður:

Með tilliti til fjölda nafnbera telst eiginnafnið Christian hafa unnið sér hefð í íslensku máli, sbr. vinnulagsreglur mannanafnanefndar frá 7. september 2000, og uppfyllir því skilyrði 1. mgr. 5. gr. laga nr. 45/1996 um mannanöfn.

Úrskurðarorð:

Beiðni um eiginnafnið Christian er tekin til greina og skal það fært á mannanafnaskrá.

Mál nr. 18/2004

Eiginnafn: Zophonías (kk.)

Kveðinn er upp svohljóðandi úrskurður:

Með tilliti til fjölda nafnbera telst eiginnafnið Zophonías hafa unnið sér hefð í íslensku máli, sbr. vinnulagsreglur mannanafnanefndar frá 7. september 2000, og uppfyllir því skilyrði 1. mgr. 5. gr. laga nr. 45/1996 um mannanöfn.

Úrskurðarorð:

Beiðni um eiginnafnið Zophonías er tekin til greina og skal það fært á mannanafnaskrá.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn