Dómsmálaráðuneytið

Mannanafnanefnd, úrskurðir 6. apríl 2004

Mál nr. 19/2004

Eiginnafn: Himinbjörg (kvk.)

Kveðinn er upp svohljóðandi úrskurður:

Eiginnafnið Himinbjörg tekur eignarfallsendingu (Himinbjargar) og telst að öðru leyti fullnægja 1. mgr. 5. gr. laga nr. 45/1996 um mannanöfn.

Úrskurðarorð:

Beiðni um eiginnafnið Himinbjörg er tekin til greina og skal það fært á mannanafnaskrá.

Mál nr. 20/2004

Eiginnafn: Mizt (kvk.)

Kveðinn er upp svohljóðandi úrskurður:

Nafnið Mizt telst hvorki ritað í samræmi við almennar ritreglur íslensks máls né hefur það unnið sér hefð í íslensku, sbr. 1. mgr. 5. gr. laga nr. 45/1996 um mannanöfn. Beiðni um eiginnafnið Mizt er því hafnað.

Úrskurðarorð:

Beiðni um eiginnafnið Mizt er hafnað.

Mál nr. 21/2004

Eiginnafn: Díómedes (kk.)

Kveðinn er upp svohljóðandi úrskurður:

Eiginnafnið Díómedes tekur eignarfallsendingu (Díómedesar) og telst að öðru leyti fullnægja 1. mgr. 5. gr. laga nr. 45/1996 um mannanöfn.

Úrskurðarorð:

Beiðni um eiginnafnið Díómedes er tekin til greina og skal það fært á mannanafnaskrá.

Mál nr. 22/2004

Eiginnafn: Daniel (kk)

Kveðinn er upp svohljóðandi úrskurður:

Nafnið Daniel telst hvorki ritað í samræmi við almennar ritreglur íslensks máls né hefur það unnið sér hefð í íslensku, sbr. 1. mgr. 5. gr. laga nr. 45/1996 um mannanöfn. Beiðni um eiginnafnið Daniel er því hafnað.

Úrskurðarorð:

Beiðni um eiginnafnið Daniel er hafnað.

Mál nr. 23/2004

Eiginnafn: Tindar (kk.)

Kveðinn er upp svohljóðandi úrskurður:

Eiginnafnið Tindar tekur eignarfallsendingu (Tindars) og telst að öðru leyti fullnægja 1. mgr. 5. gr. laga nr. 45/1996 um mannanöfn.

Úrskurðarorð:

Beiðni um eiginnafnið Tindar er tekin til greina og skal það fært á mannanafnaskrá.

Mál nr. 24/2004

Aðlögun eiginnafns: Rose verði Rós

Kveðinn er upp svohljóðandi úrskurður:

Með bréfi xxx dags. 22. mars 2004 var óskað úrskurðar mannanafnanefndar um beiðni xxx um aðlögun eiginnafns hennar að íslensku máli og að eiginnafn verði Margrét Rós.

Með vísan til heimildar í 4. mgr. 8. gr. laga nr. 45/1996 um mannanöfn, um aðlögun kenninafna sem dregin eru af erlendum eiginnöfnum, er fallist á ofangreinda beiðni.

Úrskurðarorð:

Ofangreind beiðni um aðlögun eiginnafns, Rose verði Rós er tekin til greina.

Mál nr. 25/2004

Aðlögun eiginnafns: Maria-Victoría verði María Victoría

Kveðinn er upp svohljóðandi úrskurður:

Með bréfi xxx, dags. 19. mars 2004 var óskað úrskurðar mannanafnanefndar um beiðni xxx um aðlögun eiginnafns hennar að íslensku máli og að eiginnafn verði María Victoría.

Með vísan til heimildar í 4. mgr. 8. gr. laga nr. 45/1996 um mannanöfn, um aðlögun kenninafna sem dregin eru af erlendum eiginnöfnum, er fallist á ofangreinda beiðni.

Úrskurðarorð:

Ofangreind beiðni um aðlögun eiginnafns, Maria-Victoria verði María Victoría er tekin til greina.

Mál nr. 26/2004

Aðlögun kenninafns: Alexandre verði Alexandersdóttir

Kveðinn er upp svohljóðandi úrskurður:

Með bréfi xxx, dags. 19. mars 2004 var óskað úrskurðar mannanafnanefndar um beiðni xxx um aðlögun kenninafns hennar að erlendu eiginnafni föður, Alexandre og kenninafn verði Alexandersdóttir.

Með vísan til heimildar í 4. mgr. 8. gr. laga nr. 45/1996 um mannanöfn, um aðlögun kenninafna sem dregin eru af erlendum eiginnöfnum, er fallist á ofangreinda beiðni.

Úrskurðarorð:

Ofangreind beiðni um aðlögun kenninafns, Alexandre verði Alexandersdóttir er tekin til greina.

Mál nr. 27/2004

Aðlögun kenninafns: George verði Georgsson

Kveðinn er upp svohljóðandi úrskurður:

Með bréfi xxx, dags. 19. mars 2004 var óskað úrskurðar mannanafnanefndar um beiðni xxx um aðlögun kenninafns hans að erlendu eiginnafni föður, George og kenninafn verði Georgsson.

Með vísan til heimildar í 4. mgr. 8. gr. laga nr. 45/1996 um mannanöfn, um aðlögun kenninafna sem dregin eru af erlendum eiginnöfnum, er fallist á ofangreinda beiðni.

Úrskurðarorð:

Ofangreind beiðni um aðlögun kenninafns, George verði Georgsson er tekin til greina.

Mál nr. 28/2004

Eiginnafn: Vígmar (kk.)

Kveðinn er upp svohljóðandi úrskurður:

Eiginnafnið Vígmar tekur eignarfallsendingu (Vígmars) og telst að öðru leyti fullnægja 1. mgr. 5. gr. laga nr. 45/1996 um mannanöfn.

Úrskurðarorð:

Beiðni um eiginnafnið Vígmar er tekin til greina og skal það fært á mannanafnaskrá.

---

Fleira ekki gert.

Fundi slitið.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn