Hoppa yfir valmynd
5. ágúst 2004 Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Greiðsluafkoma ríkissjóðs janúar - maí. Greinargerð: 5. ágúst 2004

Greiðsluafkoma ríkissjóðs janúar - maí 2004

Afkoma ríkissjóðs janúar– maí 2004

Mánaðaruppgjör ríkissjóðs eru nú með breyttu sniði og hefur framsetning afkomuyfirlits verið færð nær almennum sjóðstreymisyfirlitum. Við samanburð á rekstrarafkomu fyrri ára verður að hafa í huga að færsla gjalda er nú nær rekstrargrunni en áður. Þetta hefur þau áhrif að gjöldin verða um 5 milljörðum króna hærri en ella sem veldur því að tölur eru ekki samanburðarhæfar milli ára. Tekjur ríkissjóðs eru hins vegar gerðar á sambærilegan máta og áður.

Samkvæmt maíuppgjöri er handbært fé frá rekstri neikvætt um 1,8 milljarða króna sem er 7,7 milljörðum hagstæðari útkoma en á sama tíma í fyrra. Áætlanir gerðu ráð fyrir um 6,7 milljarða neikvæðri stöðu. Tekjujöfnuður reyndist 6,2 milljörðum hagstæðari en áætlað var en hreyfingar á viðskiptareikningum um 1,3 milljarði króna óhagstæðari.

Heildartekjur ríkissjóðs námu 109,2 milljörðum króna á fyrstu fimm mánuðum ársins. Þar af námu skatttekjur ríkissjóðs um 101,5 milljörðum króna sem er hækkun upp á 15,5% frá sama tíma í fyrra. Þessi hækkun er nokkru meiri en gert var ráð fyrir í áætlunum. Til samanburðar má nefna að almennt verðlag hækkaði um 2,4% á sama tímabili þannig að skatttekjur hækkuðu að raungildi um 12,8%. Innheimta tekjuskatta einstaklinga nam tæpum 26 milljörðum króna sem er rúmum 2,5 milljörðum króna meira en á sama tíma í fyrra og innheimta tekjuskatta lögaðila jókst um 1,3 milljarða króna. Innheimta fjármagnstekjuskatts jókst um 7,5% sem jafngildir um 5% raunhækkun milli ára og innheimta tryggingagjalda jókst rúm 12% að raungildi. Til samanburðar má geta þess að launavísitala Hagstofunnar hækkaði á sama tímabili um 4,0%. Innheimta eignarskatta jókst einnig töluvert eða um 13,4% að raungildi á milli ára og veltuskattar ríkissjóðs jukust um 14,4% eða um 11,7% að raungildi. Munar þar mestu um innheimtu tekna af virðisaukaskatti sem jókst um 16,1% svo og innheimtu vörugjalda og þungaskatts. Lítið lát virðist því vera á neyslu landsmanna og auknum umsvifum í efnahagslífinu.

Gjöld fyrstu fimm mánuði ársins námu 111,6 milljörðum króna og hækkuðu um 5,3 milljarða milli ára, en að teknu tilliti til breyttrar færslu gjalda voru þau nánast óbreytt í krónutölu milli ára. Milli ára er mest aukning í greiðslum til almannatrygginga eða um 2,1 milljarður milli ára og vega lífeyristryggingar þar þyngst. Á móti kemur að vaxtagjöldin lækka um 2,3 milljarða milli ára þar sem stór flokkur spariskírteina var á gjalddaga í febrúar 2003. Í heild eru greiðslurnar í samræmi við áætlun en frávik eru þó á einstökum liðum. Þannig eru greiðslur til almannatrygginga um 1½ milljarð umfram áætlun sem að hluta skýrist af tilfærslu milli mánaða. Á móti vegur að vaxtagreiðslur eru 1,4 milljörðum lægri en áætlað var. Önnur frávik eru minni.

Lántökur námu 41 milljarði króna en afborganir 28 milljörðum. Greiðslur til Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins í því skyni að lækka framtíðarskuldbindingar ríkissjóðs námu 3,1 milljarði króna. Greiðsluafkoma ríkissjóðs batnaði um 8½ milljarð á fyrstu fimm mánuðum ársins.

Sjóðstreymi ríkissjóðs janúar-maí

(Í milljónum króna)

2000 2001 2002 2003 2004

Innheimtar tekjur.............................................

81.013

86.064

91.868

108.695

109.171

Greidd gjöld....................................................

74.492

91.173

100.746

106.315

111.597

Tekjujöfnuður................................................

6.521

-5.109

-8.878

2.380

-2.426

Söluhagn. af hlutabr. og eignahl………...........

0

3

0

-12.059

0

Breyting rekstrartengdra eigna og skulda .......

1.315

-1.934

-1.462

173

647

Handbært fé frá rekstri................................

7.836

-7.040

-10.340

-9.506

-1.779

Fjármunahreyfingar.......................................

310

-181

2.173

16.858

1.024

Hreinn lánsfjárjöfnuður...............................

8.146

-7.221

-8.167

7.352

-775

Greiðslur til LSR og LH...............................

-2.500

-6.250

-3.750

-3.125

-3.125

Afborganir lána............................................

-19.318

-21.545

-18.348

-17.929

-28.369

Innanlands..................................................

-10.527

-6.792

-8.207

-5.521

-3.389

Erlendis.......................................................

-8.790

-14.753

-10.141

-12.408

-25.000

Lánsfjárjöfnuður. brúttó.............................

-13.672

-35.017

-30.265

-13.702

-32.269

Lántökur.......................................................

12.704

34.046

28.324

16.540

40.861

Innanlands..................................................

5.371

9.533

9.035

15.160

17.317

Erlendis......................................................

7.333

24.514

19.289

1.380

23.544

Greiðsluafkoma ríkissjóðs..........................

-968

-971

-1.941

2.838

8.593

Tekjur ríkissjóðs janúar-maí

(Í milljónum króna)

2002

2003

2004

2001

2002

2003

2004

Skatttekjur í heild...............................

84.124

87.844

101.477

5,0

5,6

4,4

15,5

Skattar á tekjur og hagnað.............

30.307

30.558

35.905

16,4

7,4

0,8

17,5

Tekjuskattur einstaklinga...............

22.381

23.296

25.866

13,4

13,6

4,2

11,0

Tekjuskattur lögaðila.....................

2.250

1.384

3.721

19,4

-38,8

-38,5

168,9

Skattur á fjármagnstekjur o.fl..........

5.678

5.878

6.318

27,4

17,2

3,5

7,5

Tryggingagjöld................................

9.118

9.478

10.891

8,1

10,4

3,9

14,9

Eignarskattar...................................

4.198

3.394

3.942

14,3

-1,9

-19,2

16,1

Skattar á vöru og þjónustu.............

40.238

44.186

50.563

-3,5

4,0

9,8

14,4

Virðisaukaskattur..........................

26.144

28.519

33.100

-3,1

7,3

9,1

16,1

Aðrir óbeinir skattar.........................

14.092

15.668

17.464

-4,1

-1,6

11,2

11,5

Þar af:

Vörugjöld af ökutækjum..............

1.089

1.588

2.297

-34,7

-20,6

45,8

44,6

Vörugjöld af bensíni.....................

2.851

2.906

3.333

-7,0

-3,6

1,9

14,7

Þungaskattur.............................

1.869

1.899

2.186

9,9

-3,6

1,6

15,1

Áfengisgjald og tóbaksgjald........

3.029

3.761

3.841

-8,1

-2,3

24,2

2,1

Annað..........................................

5.254

5.514

5.807

9,6

6,2

4,9

5,3

Aðrir skattar......................................

192

229

176

30,8

12,9

-16,1

9,3

Aðrar tekjur.........................................

7.744

20.851

7.694

24,9

21,4

169,3

-63,1

Tekjur alls...........................................

91.868

108.695

109.171

6,2

6,7

18,3

0,4

Gjöld ríkissjóðs janúar-maí

(Í milljónum króna)

2002

2003

2004

2001

2002

2003

2004

Almenn mál........................................

10.928

11.087

11.348

4,1

21,0

1,5

2,4

Almenn opinber mál.........................

6.171

6.144

6.125

-0,3

19,7

-0,4

-0,3

Löggæsla og öryggismál..................

4.757

4.943

5.224

10,4

22,6

3,9

5,7

Félagsmál..........................................

58.737

65.068

71.707

20,1

13,9

10,8

10,2

Þar af: Fræðslu- og menningarmál.....

13.169

14.238

16.161

13,4

14,5

8,1

13,5

Heilbrigðismál..........................

24.447

27.286

29.187

17,0

19,1

11,6

7,0

Almannatryggingamál..............

17.599

19.880

22.009

30,4

6,3

13,0

10,7

Atvinnumál........................................

13.865

14.482

14.910

24,0

0,2

4,5

3,0

Þar af: Landbúnaðarmál.....................

4.614

4.773

4.850

16,3

-10,1

3,4

1,6

Samgöngumál..........................

5.517

5.661

6.157

36,7

14,5

2,6

8,8

Vaxtagreiðslur...................................

12.469

10.120

8.417

37,1

2,0

-18,8

-16,8

Aðrar greiðslur..................................

4.748

5.559

5.216

50,7

3,5

17,1

-6,2

Greiðslur alls.....................................

100.746

106.315

111.597

22,1

10,5

5,5

5,0

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira