Hoppa yfir valmynd
16. september 2004 Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Greiðsluafkoma ríkissjóðs janúar - júlí. Greinargerð: 16. september 2004

Greiðsluafkoma ríkissjóðs janúar - júlí. Greinargerð: 16. september 2004

Mánaðaruppgjör ríkissjóðs eru nú með breyttu sniði og hefur framsetning afkomuyfirlits verið færð nær almennum sjóðstreymisyfirlitum. Við samanburð á rekstrarafkomu fyrri ára verður að hafa í huga að færsla gjalda er nú nær rekstrargrunni en áður. Þetta hefur þau áhrif að gjöldin verða um 5 milljörðum króna hærri en ella sem veldur því að tölur eru ekki samanburðarhæfar milli ára. Tekjur ríkissjóðs eru hins vegar gerðar upp með sama hætti og áður.

Samkvæmt júlíuppgjöri er handbært fé frá rekstri neikvætt um 15,1 milljarð króna sem er svipuð útkoma og á sama tíma í fyrra. Áætlanir gerðu ráð fyrir um 14,3 milljarða neikvæðri stöðu. Tekjujöfnuður reyndist 1,8 milljörðum hagstæðari en áætlað var en hreyfingar á viðskiptareikningum um 2,5 milljörðum króna óhagstæðari.

Heildartekjur ríkissjóðs námu 150,4 milljörðum króna sem er tæpum 3,6 milljörðum króna meiri innheimta en gert var ráð fyrir í áætlunum. Þar af námu skatttekjur rúmlega 140,2 milljörðum og aðrar rekstrartekjur og fjárframlög rúmlega 10 milljörðum króna. Skatttekjur ríkissjóðs hækkuðu um 12,7% á þessu ári miðað við sama tímabil í fyrra sem jafngildir um 9,7% hækkun að raungildi. Skattar á tekjur og hagnað námu rúmlega 45,4 milljörðum króna og hækkuðu um 4,7 milljarða frá fyrra ári. Þar af hækkuðu tekjuskattar einstaklinga um tæpan 1 milljarð króna og innheimta skatta á tekjur og hagnað lögaðila var tæpum 3,3 milljörðum króna meiri. Innheimta tryggingagjalda nam um 15,6 milljörðum króna sem er 10,5% hærra en á sama tíma í fyrra. Til samanburðar má geta þess að launavísitala Hagstofunnar hækkaði um 4,2% á þessu tímabili og almennt verðlag um 2,8%. Innheimta eignarskatta var einnig meiri en áætlanir gerðu ráð fyrir. Hvað veltuskatta ríkissjóðs varðar þá endurspeglar innheimta þeirra ört vaxandi eftirspurn og neyslu heimila. Raunbreyting veltuskatta ríkissjóðs var 10,6% frá sama tíma í fyrra, innheimta vörugjalda af ökutækjum hækkaði um tæp 32% og þungaskattur um 14,3% að raungildi frá fyrra ári.

Gjöld fyrstu sjö mánuði ársins nema 164,1 milljarði króna og hækka um 13,3 milljarða milli ára, en að teknu tilliti til breyttrar færslu gjalda nemur hækkunin um 8 milljörðum króna.  Milli ára er mest aukning í greiðslum til almannatrygginga eða um 9,2 milljarða, til fræðslu- og menningarmála um 2,4 milljarða og um 2,2 milljarða til heilbrigðismála.  Á móti kemur að vaxtagjöldin lækka um 1,5 milljarð milli ára.  Í heild eru greiðslurnar 1,8 milljarði umfram áætlun og frávik skýrast einna helst af greiðslum til almannatrygginga sem eru 3,4 milljörðum umfram áætlun, sem að hluta til skýrist af tilfærslu milli mánaða.  Á móti vegur að vaxtagreiðslur eru 1,4 milljörðum innan heimilda. Önnur frávik eru minni.

Lántökur námu 39 milljörðum króna en afborganir voru 29 milljarðar. Þá voru greiddir 4,4 milljarðar króna til Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins í því skyni að lækka framtíðarskuldbindingar ríkissjóðs. Handbært fé ríkissjóðs lækkaði um 6,8 milljarða á fyrstu sjö mánuðum ársins.

Sjóðstreymi ríkissjóðs janúar-júlí

(Í milljónum króna)

 

 

2000

2001

2002

2003

2004

Innheimtar tekjur.............................................

114.186

122.986

131.399

147.465

150.381

Greidd gjöld....................................................

106.709

128.231

141.957

150.807

164.139

Tekjujöfnuður.................................................

7.478

-5.244

-10.558

-3.342

-13.759

Söluhagn. af hlutabr. og eingahl. ....................

0

3

-3.175

-12.059

0

Breyting rekstrartengdra eigna og skulda........

780

-2.985

-2.236

-577

-1.313

Handbært fé frá rekstri..................................

8.258

-8.226

-15.969

-15.978

-15.072

 

 

 

 

 

 

Fjármunahreyfingar.......................................

545

614

8.449

17.783

2.361

 

 

 

 

 

 

Hreinn lánsfjárjöfnuður.................................

8.803

-7.612

-7.520

1.805

-12.711

 

 

 

 

 

 

Afborganir lána..............................................

-26.399

-22.045

-19.877

-18.021

-29.142

   Innanlands....................................................

-12.909

-7.292

-9.737

-5.612

-4.139

   Erlendis.........................................................

-13.490

-14.753

-10.140

-12.409

-25.004

 

 

 

 

 

 

Greiðslur til LSR og LH.................................

-3.500

-8.750

-5.250

-4.375

-4.375

 

 

 

 

 

 

Lánsfjárjöfnuður. brúttó................................

-21.094

-38.408

-32.647

-20.591

-46.229

 

 

 

 

 

 

Lántökur.........................................................

18.855

31.859

30.324

24.245

39.386

   Innanlands....................................................

2.369

11.037

12.370

22.868

16.127

   Erlendis........................................................

16.486

20.822

17.954

1.377

23.259

 

 

 

 

 

 

Greiðsluafkoma ríkissjóðs............................

-2.242

-6.547

-2.323

3.654

-6.843

 

Tekjur ríkissjóðs janúar-júlí

(Í milljónum króna)

 

 

 

Breyting frá fyrra ári. %

 

 

 

2002

2003

2004

2001

2002

2003

2004

 

 

Skatttekjur í heild...........................

118.212

124.411

140.238

7,0

4,0

5,2

12,7

 

 

   Skattar á tekjur og hagnað.......

40.344

40.677

45.416

18,6

5,4

0,8

11,7

 

 

     Tekjuskattur einstaklinga..........

31.019

32.363

33.271

13,3

14,2

4,3

2,8

 

 

     Tekjuskattur lögaðila.................

3.607

2.525

5.783

36,1

-41,0

-30,0

129,0

 

 

     Skattur á fjármagnstekjur o.fl...

5.718

5.789

6.361

31,3

14,2

1,2

9,9

 

 

  Tryggingagjöld................................

13.080

14.165

15.646

9,6

8,6

8,3

10,5

 

 

 Eignarskattar...................................

5.514

4.645

5.501

12,5

-2,2

-15,8

18,4

 

 

  Skattar á vöru og þjónustu..........

58.909

64.569

73.399

-0,6

3,1

10,9

13,7

 

 

    Virðisaukaskattur..........................

38.474

41.908

47.764

1,2

5,7

8,9

14,0

 

 

 Aðrir óbeinir skattar.........................

20435

22.661

25.635

-3,5

-1,2

10,9

13,1

 

 

       Þar af:

 

 

 

 

 

 

 

 

 

       Vörugjöld af ökutækjum...........

1.686

2.600

3.519

-40,1

-13,8

54,2

35,3

 

 

       Vörugjöld af bensíni.................

4.198

4.191

4.744

1,8

-3,9

-0,2

13,2

 

 

       Þungaskattur.............................

2.728

2.760

3.242

7,3

-5,8

1,2

17,5

 

 

       Áfengisgjald og tóbaksgjald....

4.733

5.660

5.805

-3,9

-0,3

19,6

2,6

 

 

       Annað.......................................

7.090

7.450

8.325

7,1

1,5

5,1

11,7

 

  Aðrir skattar......................................

365

355

277

33,0

50,8

-2,7

-22,0

 

Aðrar tekjur.........................................

13.187

23.054

10.143

17,6

41,7

74,8

-56,0

 

Tekjur alls...........................................

131.399

147.465

150.381

7,7

6,8

12,2

2,0

 

 

Gjöld ríkissjóðs janúar-júlí

(Í milljónum króna)

 

 

 

 

 

 

Breyting frá fyrra ári. %

 

2002

2003

2004

2001

2002

2003

2004

 

Almenn mál........................................

15.675

15.981

16.253

9,5

12,9

1,9

1,7

 

   Almenn opinber mál.........................

9.122

8.916

8.874

8,7

17,5

-2,3

-0,5

 

   Löggæsla og öryggismál..................

6.552

7.065

7.379

10,5

7,1

7,8

4,5

 

Félagsmál..........................................

83.982

93.545

108.124

19,1

12,7

11,4

15,6

 

Þar af: Fræðslu- og menningarmál.....

19.313

20.696

23.150

15,9

11,2

7,2

11,9

 

           Heilbrigðismál..........................

35.533

39.568

41.789

17,3

15,1

11,4

5,6

 

           Almannatryggingamál..............

24.097

27.828

37.062

25,4

9,6

15,5

33,2

 

Atvinnumál........................................

21.366

22.570

22.675

23,0

5,9

5,6

0,5

 

Þar af: Landbúnaðarmál.....................

6.854

6.419

6.875

24,8

5,6

-6,3

7,1

 

           Samgöngumál..........................

9.236

10.536

10.021

25,6

7,6

14,1

-4,9

 

Vaxtagreiðslur...................................

14.522

11.278

9.757

22,5

7,8

-22,3

-13,5

 

Aðrar greiðslur..................................

6.413

7.433

7.331

53,2

4,0

15,9

-1,4

 

Greiðslur alls.....................................

141.957

150.807

164.139

20,2

10,7

6,2

8,8

 

 Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira