Dómsmálaráðuneytið

Mannanafnanefnd, úrskurðir 22. september 2004

Þann 22. september 2004, var fundur haldinn í Mannanafnanefnd, í húsnæði Orðabókar Háskólans, Nesvegi 16, Reykjavík.

Fundinn sátu Andri Árnason, formaður, Guðrún Kvaran og Margrét Jónsdóttir.

Eftirtalin mál voru tekin til afgreiðslu:

Mál nr. 69/2004

Eiginnafn: Nóvember (kk.)

Kveðinn er upp svohljóðandi úrskurður:

Eiginnafnið Nóvember tekur eignarfallsendingu (Nóvembers) og telst að öðru leyti fullnægja 1. mgr. 5. gr. laga nr. 45/1996 um mannanöfn.

Úrskurðarorð:

Beiðni um eiginnafnið Nóvember er tekin til greina og skal það fært á mannanafnaskrá.

Mál nr. 70/2004

Eiginnafn: Villy (kk.)

Kveðinn er upp svohljóðandi úrskurður:

Nafnið Villy telst hvorki ritað í samræmi við almennar ritreglur íslensks máls né hefur það unnið sér hefð í íslensku, sbr. 1. mgr. 5. gr. laga nr. 45/1996 um mannanöfn. Beiðni um eiginnafnið Villy er því hafnað.

Úrskurðarorð:

Beiðni um eiginnafnið Villy er hafnað.

Mál nr. 71/2004

Aðlögun eiginnafns: Evgueni verði Eugene

Kveðinn er upp svohljóðandi úrskurður:

Með bréfi dóms- og kirkjumálaráðuneytisins dags. 20. ágúst 2004 var óskað úrskurðar mannanafnanefndar um beiðni Evgueni Indoukaev um aðlögun erlends eiginnafns hans að íslensku máli, þannig að Evgueni verði Eugene.

Nafnið Eugene telst hvorki ritað í samræmi við almennar ritreglur íslensks máls né hefur það unnið sér hefð í íslensku, sbr. 1. mgr. 5. gr. laga nr. 45/1996 um mannanöfn. Beiðni um eiginnafnið Eugeneer því hafnað.

Úrskurðarorð:

Beiðni um aðlögun eiginnafns, þannig að Evgueni verði Eugene er hafnað.

Mál nr. 72/2004

Eiginnafn: Orfeus (kk.)

Kveðinn er upp svohljóðandi úrskurður:

Eiginnafnið Orfeus tekur eignarfallsendingu (Orfeusar) og telst að öðru leyti fullnægja 1. mgr. 5. gr. laga nr. 45/1996 um mannanöfn.

Úrskurðarorð:

Beiðni um eiginnafnið Orfeus er tekin til greina og skal það fært á mannanafnaskrá.

Mál nr. 73/2004

Eiginnafn: Kirsten (kvk.)

Kveðinn er upp svohljóðandi úrskurður:

Með tilliti til fjölda nafnbera í fyrri manntölum telst nafnið Kirsten hefðað í íslensku máli í skilningi e. liðar 1. tl. vinnulagsreglna mannanafnanefndar frá 1. júlí 2004 og skal nafnið fært á mannanafnaskrá.

Úrskurðarorð:

Beiðni um eiginnafnið Kirsten er tekin til greina og skal það fært á mannanafnaskrá.

Mál nr. 74/2004

Eiginnafn: Nicole (kvk.)

Kveðinn er upp svohljóðandi úrskurður:

Með tilliti til fjölda nafnbera í fyrri manntölum telst nafnið Nicole hefðað í íslensku máli í skilningi e. liðar 1. tl. vinnulagsreglna mannanafnanefndar frá 1. júlí 2004 og skal nafnið fært á mannanafnaskrá.

Úrskurðarorð:

Beiðni um eiginnafnið Nicole er tekin til greina og skal það fært á mannanafnaskrá.

Mál nr. 75/2004

Eiginnafn: Grace (kvk.)

Kveðinn er upp svohljóðandi úrskurður:

Með bréfi dóms- og kirkjumálaráðuneytisins dags. 7. september 2004 var óskað úrskurðar mannanafnanefndar um beiðni Ingibjargar Huld Þorsteinsdóttur þess efnis að hún fái að taka upp eiginnafnið Grace.

Nafnið Grace telst hvorki ritað í samræmi við almennar ritreglur íslensks máls né hefur það unnið sér hefð í íslensku, sbr. 1. mgr. 5. gr. laga nr. 45/1996 um mannanöfn. Beiðni um eiginnafnið Grace er því hafnað.

Úrskurðarorð:

Beiðni um eiginnafnið Grace er hafnað

Mál nr. 76/2004

Eiginnafn: Váli (kk.)

Kveðinn er upp svohljóðandi úrskurður:

Eiginnafnið Váli tekur eignarfallsendingu (Vála) og telst að öðru leyti fullnægja 1. mgr. 5. gr. laga nr. 45/1996 um mannanöfn.

Úrskurðarorð:

Beiðni um eiginnafnið Váli er tekin til greina og skal það fært á mannanafnaskrá.

Mál nr. 77/2004

Eiginnafn: Grét (kvk.)

Kveðinn er upp svohljóðandi úrskurður:

Eiginnafnið Grét tekur eignarfallsendingu (Grétar) og telst að öðru leyti fullnægja 1. mgr. 5. gr. laga nr. 45/1996 um mannanöfn. Miðað er við að beyging nafnsins sé eins í öllum föllum nema eignarfalli, þ.e. Grét.

Úrskurðarorð:

Beiðni um eiginnafnið Grét er tekin til greina og skal það fært á mannanafnaskrá.

Mál nr. 78/2004

Eiginnafn: Maj (kvk)

Kveðinn er upp svohljóðandi úrskurður:

Með tilliti til fjölda nafnbera í fyrri manntölum telst nafnið Maj hefðað í íslensku máli í skilningi e. liðar 1. tl. vinnulagsreglna mannanafnanefndar frá 1. júlí 2004 og skal nafnið fært á mannanafnaskrá.

Úrskurðarorð:

Beiðni um eiginnafnið Maj er tekin til greina og skal það fært á mannanafnaskrá.

---

Beiðni um endurupptöku á úrskurði mannanafnanefndar nr. 45/1998 vegna eiginnafnsins Annalísa (kvk.)

Kveðinn er upp svohljóðandi úrskurður:

Með tölvubréfi dags. xxxxxxx sl. óskuðu xxxxxxxxxxxx eftir því að nefndin tæki til úrskurðar beiðni um eiginnafnið Annalísa. Mannafnanefnd hefur í úrskurði sínum, nr. 45/1998 hafnað beiðni um eiginnafnið Annalísa. Samkvæmt 1. mgr. 5. gr. laga nr. 45/1996 um mannanöfn má eiginnafn ekki brjóta í bága við íslensk málkerfi. Að mati mannanafnanefndar er það talið fara gegn viðurkenndum nafnmyndunarreglum í íslensku málkerfi að skeyta saman tveimur eiginnöfnum, en eiginnöfnin Anna og Lísa eru þegar á skrá yfir eiginnöfn stúlkna. Þá telst nafnið Annalísa er ekki hefðað í íslensku máli, sbr. til hliðsjónar vinnulagsreglur mannanafnanefndar frá 1. júlí 2004, sbr. 1. mgr. 5. gr. laganna.

Samkvæmt framansögðu teljast ekki hafa komið fram neinar nýjar upplýsingar varðandi nafnið Annalísa sem gefa nefndinni tilefni til að endurupptaka fyrri úrskurð sinn. Er beiðni um endurupptöku því hafnað.

Úrskurðarorð:

Beiðni um endurupptöku á úrskurði mannanafnanefndar nr. 45/1998 vegna eiginnafnsins Annalísa er hafnað.

Fleira ekki gert, fundi slitið.Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn