Hoppa yfir valmynd
4. október 2004 Innviðaráðuneytið

Samantekt á Öryggisviku sjómanna

Síðastliðinn föstudag lauk Öryggisviku sjómanna, sem haldin var, í annað sinn á Íslandi, í tengslum við alþjóðasiglingadaginn.

Föstudaginn 24.september var "Öryggisvikan" sett. Það gerði samgönguráðherra, Sturla Böðvarsson, er hann þeytti lúður skólaskipsins Sæbjargar sem lá við höfnina á Miðbakka í Reykjavík. Til stóð að samgönguráðherra væri látinn síga úr þyrlu Landhelgisgæslunnar um borð í Sæbjörgu, en það var því miður ekki hægt vegna slæms veðurs.

Veðurguðirnir voru aftur á móti hliðhollir hátíðarhöldunum á Miðbakkanum sunnudaginn þar á eftir, 26.september. Hátíðahöldin voru vel sótt, enda blíðskaparveður og margt um að vera. Í tilefni dagsins var hátíðargestum meðal annars boðið upp á að fara um borð í nokkur skip, sem lágu við bakkann. Meðal þeirra var björgunarskip Slysavarnarfélagsins Landsbjargar, hafrannsóknarskip og varðskip. Einnig var skólaskipið Sæbjörg opin gestum og þar stóðu slysavarnarkonur fyrir vöfflu- og kaffisölu eins og á öðrum hátíðisdögum.

Verðskuldaða athygli vakti líka sýning Landhelgisgæslunnar á björgun úr sjó og keppni Slysavarnarfélagsins og Landhelgisgæslunnar í flotgallasundi. Keppnin var að vonum æsispennandi og mjótt á munum, en að lokum var það Slysavarnarfélagið Landsbjörg sem hafði betur.

HPIM1630Síðastliðinn föstudag lauk svo vikunni, með ráðstefnu um öryggismál sjómanna sem haldin var í hátíðarsal Sjómannaskólans í Reykjavík. Ráðstefnan var vel sótt enda dagskráin fjölbreytt. Hér að neðan má sjá dagskrá ráðstefnunnar og glærukynningar við nokkur þeirra erinda sem flutt voru.

  • Áætlun um öryggi sjófarenda.Gísli Viggósson, Siglingastofnun Íslands
  • Skiparannsóknir. Jón Beródusson, Siglingastofnunar Íslands.
  • Hvað er sjóveiki? Hannes Petersen læknir.
  • Vinnuvistfræði fyrir sjómenn. Magnús H. Ólafsson, sjúkraþjálfari.
  • Kynning á öryggisfulltrúakerfi. Ágúst Þorsteinsson, Öryggiskeðjan ehf.
  • Notkun þjónustu- og þjálfunarhandbóka. Gísli Viggósson, Siglingastofnun Íslands.
  • Reynslan af forvörnum í fiskiskipum. Gunnar Tómasson, Þorbjörn-Fiskanes hf.
  • Reynslan af forvörnum í flutningaskipum. Eyþór H. Ólafsson, Eimskip.
  • Lokaerindi. Ásbjörn Óttarsson skipstjóri.

Öryggisvika sjómanna þóttist takast vel til og verður næst haldin árið 2006.



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum