Hoppa yfir valmynd
13. október 2004 Háskóla-٫ iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið

Styrkir handa Íslendingum til náms og rannsóknarstarfa í Þýskalandi 2005-2006

Menntamálaráðuneytinu hefur borist tilkynning um að boðnir séu fram eftirtaldir styrkir handa Íslendingum til náms og rannsóknarstarfa í Þýskalandi á námsárinu 2005-2006.

Orðsending til umsækjenda um styrki til náms í Þýskalandi.

Með umsókn þarf að fylgja vottorð um þýskukunnáttu sem þýski sendikennarinn við Háskóla Íslands, Carsten Thomas, veitir.

Hann mun halda stöðupróf í þýsku (test) fyrir umsækjendur fimmtudaginn 21. október nk. í stofu 206 í Odda kl. 18.00 - 20.00 (kl. 6 - 8). Hann mun síðan senda niðurstöður prófsins beint til ráðuneytisins.

Menntamálaráðuneytinu hefur borist tilkynning um að boðnir séu fram eftirtaldir styrkir handa Íslendingum til náms og rannsóknarstarfa í Þýskalandi á námsárinu 2005-2006:

a) Allt að fjórir styrkir til háskólanáms. Styrkirnir eru ætlaðir námsmönnum sem eru komnir nokkuð áleiðis í háskólanámi (hafa lokið prófi sambærilegu við BA- eða BS-próf) eða kandídötum til framhaldsnáms. Umsækjendur skulu vera yngri en 32 ára og ekki hafa dvalið lengur en tvö ár í Þýskalandi við upphaf styrktímabils.

b) Allt að þrír styrkir til að sækja þýskunámskeið sumarið 2005. Umsækjendur skulu hafa lokið a.m.k. tveggja ára háskólanámi, vera yngri en 32 ára og leggja stund á nám í öðrum greinum en þýsku. Einnig þurfa þeir að hafa góða undirstöðukunnáttu í þýskri tungu.

c) Nokkrir styrkir til vísindamanna til námsdvalar og rannsóknarstarfa um allt að sex mánaða skeið.

Umsóknir, ásamt staðfestum afritum prófskírteina og meðmælum, skulu sendar menntamálaráðuneytinu, Sölvhólsgötu 4, 150 Reykjavík, fyrir 20. október nk. Þó þurfa umsóknir frá vísindamönnum, sem hyggja á rannsóknardvöl í Þýskalandi frá 1. janúar 2004 að hafa borist fyrir 1. október nk.

Sérstök umsóknareyðublöð og nánari upplýsingar fást í ráðuneytinu og á vef Deutscher Akademischer Austauschdienst (DAAD) www.daad.de/en/download.html.

Menntamálaráðuneytið, 17. september 2004.



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum