Hoppa yfir valmynd
26. október 2004 Háskóla-٫ iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið

Styrkir til handritarannsókna í Kaupmannahöfn

Dönsk stjórnvöld veita íslenskum fræðimanni styrk til handritarannsókna við Stofnun Árna Magnússonar (Det Arnamagnæanske Institut) í Kaupmannahöfn.

Styrkur til handritarannsókna í Kaupmannahöfn                                                                                                                         Dönsk stjórnvöld veita íslenskum fræðimanni styrk til handritarannsókna við Stofnun Árna Magnússonar (Det Arnamagnæanske Institut) í Kaupmannahöfn. Styrkurinn veitist til allt að tólf mánaða dvalar en miðast þó að jafnaði við styttri dvöl. Hann nemur nú 20.000 dönskum krónum á mánuði, auk ferðakostnaðar.

Styrkur Árna Magnússonar (Det Arnamagnæanske Stipendium)                                                                                                  Sjóðurinn Det Arnamagnæanske Legat hefur það verkefni að veita íslenskum ríkisborgurum styrk til rannsókna í Árnasafni eða öðrum söfnum í Kaupmannahöfn. Styrkir eru veittir námsmönnum og kandídötum sem hafa sýnt svo mikla þekkingu á norrænni tungu, sögu eða bókmenntum að vænta megi að þeir inni af hendi verk í þessum greinum, sem þyki skara fram úr.

Umsóknarfrestur um ofangreinda styrki á árinu 2004 er til hádegis þann 22. nóvember næstkomandi. Umsóknir ber að stíla til ritara Árnanefndar (Den Arnamagnæanske Kommission) í Kaupmannahöfn. Nánari upplýsingar um styrkina og tilhögun umsókna fást í menntamálaráðuneytinu, Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi, Stofnun Sigurðar Nordals og á skrifstofu heimspekideildar Háskóla Íslands.



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum