Hoppa yfir valmynd
6. janúar 2005 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

Samningur um þjónustu við fatlaða

Samningur um þjónustu við fatlaða
Samningur um þjónustu við fatlaða

Árni Magnússon félagsmálaráðherra og Þengill Oddsson, formaður stjórnar Skálatúnsheimilisins, undirrituðu í dag samning um þjónustu Skálatúns við fatlaða.

Samningurinn sem gerður er með heimild í 14. gr. laga um málefni fatlaðra og 30. gr. laga um fjárreiður ríkisins gildir til 31. desember 2009.

Starfsemi fyrir fatlaða hefur verið rekin á Skálatúni frá árinu 1954 þegar umdæmisstúka nr. 1 hóf þar rekstur heimilis fyrir þroskaheft börn og ungmenni.

Allt frá árinu 1982 hefur Skálatún fengið framlög á fjárlögum frá félagsmálaráðuneyti en til þessa hefur ekki verið gerður formlegur samningur um þjónustu heimilisins við fatlaða og greiðslur ríkisins fyrir hana.

Með samningnum tekur Skálatún að sér að veita 45 fötluðum þjónustu í búsetu og dagþjónustu.

Markmið samningsins er að íbúar Skálatúns fái þjónustu sem geri þeim kleift að lifa eins eðlilegu og sjálfstæðu lífi og hægt er. Í þessu felst m.a. að þeir sem njóta þjónustu heimilisins við búsetu eigi kost á að búa þannig að sem best henti hverjum og einum miðað við óskir, aðstæður og þörf fyrir þjónustu. Einnig að starfsgeta þeirra sem dvelja eða vinna á heimilinu skuli efld eins og unnt er svo þeir geti starfað á almennum vinnumarkaði eða vernduðum vinnustöðum.

Árlegar greiðslur félagsmálaráðuneytisins til Skálatúns vegna samningsins eru um 255 m.kr.

Myndir frá undirskrift samningsins:

Samningur um þjónustu við fatlaða   Samningur um þjónustu við fatlaða   
       
       




Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum