Hoppa yfir valmynd
21. janúar 2005 Innviðaráðuneytið

Öryggi farþegaskipa í innanlandssiglingum

Tekið hefur gildi reglugerð nr. 17/2005 um breytingu á reglugerð um öryggi farþegaskipa í innanlandssiglingum, nr. 666/2001.

Reglugerðin felur fyrst og fremst í sér breytingu á viðauka I, sem fjallar um björgunarbúnað fyrir farþegaskip. Reglugerðin nær til nýrra farþegaskipa, gamalla farþegaskipa sem eru lengri en 24 metrar að lengd og háhraðafarþegafara. Um er að ræða breytingu á tæknikröfum, en með reglugerðinni er innleidd tilskipun Evrópusambandsins nr. 2003/75, sem felur í sér breytingu á tilskipun nr. 98/18 um öryggisreglur og staðla fyrir farþegaskip.



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum