Dómsmálaráðuneytið

Mannananafnanefnd, úrskurðir 3. febrúar 2005

Ár 2005, fimmtudaginn 3. febrúar er fundur haldinn í Mannanafnanefnd, í húsakynnum Orðabókar Háskóla Íslands, Neshaga 16, Reykjavík.

Mál nr. 1/2005

Eiginnafn: Nadia (kvk)

Kveðinn er upp svohljóðandi úrskurður:

Með tilliti til fjölda nafnbera telst eiginnafnið Nadia hafa unnið sér hefð í íslensku máli, sbr. vinnulagsreglur mannanafnanefndar frá 1. júlí 2004, og uppfyllir því skilyrði 1. mgr. 5. gr. laga nr. 45/1996 um mannanöfn.

Úrskurðarorð:

Beiðni um eiginnafnið Nadia er tekin til greina og skal það fært á mannanafnaskrá.

Mál nr. 2/2005

Eiginnafn: Anastasia (kvk.)

Kveðinn er upp svohljóðandi úrskurður:

Nafnið Anastasia telst hvorki ritað í samræmi við almennar ritreglur íslensks máls né hefur það unnið sér hefð í íslensku, sbr. 1. mgr. 5. gr. laga nr. 45/1996 um mannanöfn. Beiðni um eiginnafnið Anastasia er því hafnað.

Úrskurðarorð:

Beiðni um eiginnafnið Anastasia er hafnað.

Mál nr. 3/2004

Eiginnafn: Elínbet (kvk.)

Kveðinn er upp svohljóðandi úrskurður:

Eiginnafnið Elínbet tekur eignarfallsendingu (Elínbetar) og telst að öðru leyti fullnægja 1. mgr. 5. gr. laga nr. 45/1996 um mannanöfn.

Úrskurðarorð:

Beiðni um eiginnafnið Elínbet er tekin til greina og skal það fært á mannanafnaskrá.

Mál nr. 4/2004

Millinafn: Loðmfjörð

Kveðinn er upp svohljóðandi úrskurður:

Millinafnið Loðmfjörð telst uppfylla ákvæði 6. gr. laga nr. 45/1996 um mannnöfn. Beiðni um millinafnið Loðmfjörð er því samþykkt.

Úrskurðarorð:

Beiðni um millinafnið Loðmfjörð er samþykkt og verður það fært á mannanafnaskrá.“

Mál nr. 5/2004

Eiginnafn: Amal (kvk.)

Kveðinn er upp svohljóðandi úrskurður:

Með bréfi dóms- og kirkjumálaráðuneytisins dags. 4. janúar 2005 var óskað úrskurðar mannanafnanefndar um beiðni konu um eiginnafnið Amal.

Eiginnafnið Amal tekur eignarfallsendingu (Amalar) og telst að öðru leyti fullnægja 1. mgr. 5. gr. laga nr. 45/1996 um mannanöfn.

Úrskurðarorð:

Beiðni um eiginnafnið Amal er tekin til greina og skal það fært á mannanafnaskrá.

Mál nr. 6/2004

Eiginnafn: Marri (kk.)

Kveðinn er upp svohljóðandi úrskurður:

Eiginnafnið Marri tekur eignarfallsendingu (Marra) og telst að öðru leyti fullnægja 1. mgr. 5. gr. laga nr. 45/1996 um mannanöfn.

Úrskurðarorð:

Beiðni um eiginnafnið Marri er tekin til greina og skal það fært á mannanafnaskrá.

Mál nr. 7/2004

Eiginnafn: Erykah (kvk.)

Kveðinn er upp svohljóðandi úrskurður:

Nafnið Erykah telst hvorki ritað í samræmi við almennar ritreglur íslensks máls né hefur það unnið sér hefð í íslensku, sbr. 1. mgr. 5. gr. laga nr. 45/1996 um mannanöfn. Beiðni um eiginnafnið Erykha er því hafnað.

Úrskurðarorð:

Beiðni um eiginnafnið Erykah er hafnað.Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn