Hoppa yfir valmynd
6. maí 2005 Innviðaráðuneytið

Ályktun vegna framtaks samgönguráðherra

Í ályktun sem Félag hópbifreiðaleyfishafa sendi ráðuneytinu nýlega kemur fram að félagið fagnar heilshugar framtaki Sturlu Böðvarssonar að bjóða út öll sérleyfi á Íslandi á árinu 2005.

Í ályktuninni segir:

"Aðalfundur Félags hópferðaleyfishafa fagnar heilshugar því lofsverða framtaki samgönguráðherra Hr. Sturlu Böðvarssonar að bjóða út öll sérleyfi á Íslandi nú á árinu 2005. Með þessu er ráðherra að brjóta blað í samgöngusögu okkar Íslendinga sem til lengri tíma litið mun vafalítið skila sér í aukinni samkeppni á sérleyfismarkaði sem leiða mun til aukinnar og bættrar þjónustu.
Mikið verk er fyrir hendi við að efla þessa þjónustu og þróa hana þannig að hún nýtist landsmönnum sem best og sé á samkeppnishæfu verði við einkabílinn. Vonast félagsmenn eftir því að útboðsgögnin verði skýr og gefi tilefni til að virk samkeppni myndist á þessum markaði."



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum