Hoppa yfir valmynd
2. júní 2005 Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Greiðsluafkoma ríkissjóðs janúar - apríl 2005: Greinargerð 2. júní 2005

Greiðsluafkoma ríkissjóðs janúar - apríl 2005 (PDF 102K)

Greiðsluuppgjör ríkissjóðs fyrir fyrsta þriðjung ársins 2005 liggur nú fyrir. Samkvæmt uppgjörinu er handbært fé frá rekstri jákvætt um 13,1 milljarð króna á tímabilinu, sem er 12,9 milljörðum króna betri útkoma en á sama tímabili í fyrra og 20,5 milljörðum betri en áætlanir gerðu ráð fyrir. Tekjur reyndust 23,2 milljörðum hærri en í fyrra, á meðan að gjöldin hækka um 11,4 milljarða. Hreinn lánsfjárjöfnuður var jákvæður um 19,4 milljarða króna en var jákvæður um 0,5 milljarða í fyrra.

Innheimtar tekjur ríkissjóðs námu 114,3 milljörðum króna á fyrstu fjórum mánuðum þessa árs sem er tæplega 23,2 milljarða meiri innheimta en á sama tímabili síðasta árs eða 25,4% aukning. Þar af námu skatttekjur ríkisins 101,9 milljörðum króna sem er 21% hækkun frá í fyrra eða um 16% meiri innheimta að raungildi. Innheimta annarra rekstrartekna hækkaði einnig umtalsvert eða 78,9% frá sama tímabili í fyrra. Munar þar mestu um aukna innheimtu arðgreiðslna, einkum frá Landssímanum eða um 6,3 milljarða króna.

Innheimta skatta á tekjur og hagnað jókst talsvert eða um 18% miðað við sama tímabil á síðasta ári. Þar af jókst innheimta skatta á tekjur og hagnað einstaklinga um 9,5%, lögaðila um 2,5% og innheimta fjármagnstekjuskatta jókst enn meir eða um 53,6%. Innheimta tryggingagjalda á tímabilinu nam 10,2 milljörðum króna og hækkaði um 23,1% á milli ára. Hér ber að nefna að á sama tímabili hækkaði almennt verðlag um 4,4% og launavísitala Hagstofu Íslands um 6,7%. Hvað varðar innheimtu eignaskatta þá jókst hún einnig umtalsvert, um 2 milljarða frá sama tíma í fyrra, og endurspeglar sú hækkun fyrst og fremst aukna innheimtu stimpilgjalda, enda hefur verið mikil aukning í veltu á fasteignamarkaðinum á fyrstu fjórum mánuðum þessa árs miðað við sama tímabil í fyrra. Þó eru vísbendingar um að heldur sé að draga úr þessari aukningu en veltan á fyrsta ársfjórðungi þessa árs var t.a.m. 24,3% minni en veltan á fjórða ársfjórðungi síðasta árs. Þróun almennra veltuskatta, og þá sérstaklega virðisaukaskattsins, gefur einnig góða mynd af þróun eftirspurnar í hagkerfinu en samanlagt hækka almennir veltuskattar um 19,5% eða um 14,5% að raungildi. Þar munar mestu um tæplega 20,8% meiri innheimtu tekna af virðisaukaskatti frá fyrra ári sem er talsvert meiri hækkun en átt hefur sér stað á sama tímabili síðustu ára. Auk ofangreinds skila vörugjöld af ökutækjum og þungaskattur umtalsvert meiri tekjum en í fyrra en nýskráning bifreiða á fyrstu fjórum mánuðum þessa árs jókst um 65,3% miðað við sama tímabil fyrra árs. Að öllu samanlögðu gefa innheimtutölur fyrsta ársþriðjungs þessa árs enn frekari vísbendingar um að lítið lát virðist vera á almennri eftirspurn sem er takt við þjóðhagsspá fjármálaráðuneytisins frá 27. apríl sl.

Greidd gjöld námu 103,2 milljörðum króna og hækkuðu um 11,4 milljarða frá fyrra ári, eða um 12,4%. Vaxtagjöld hækka um 5,7 milljarða króna eða tæplega 97% þar sem stór flokkur spariskírteina var á innlausn.  Útgjöld til heilbrigðis- og tryggingamála hækka um 2,7 milljarða eða tæp 7% og til menntamála um 1 milljarð kr. eða  tæp 8%. Önnur frávik eru mun minni.

Lánahreyfingar. Afborganir lána námu 29,8 milljörðum sem skiptast þannig að 16,2 milljarðar eru vegna afborgunar erlendra langtímalána og 13,5 milljarður vegna innlausnar spariskírteina. Þá voru 1,2 milljarðar greiddir til Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins í því skyni að lækka framtíðarskuldbindingar sjóðsins. Lántökur námu 13,9 milljörðum króna. Þrátt fyrir að afborganir umfram lántökur næmu 15,9 milljörðum króna þá batnaði greiðsluafkoman um 2,3 milljarða á tímabilinu, sem skýrist af því að handbært fé frá rekstri og fjármunahreyfingar voru jákvæðar um 20,6 milljarða króna.

 

Sjóðstreymi ríkissjóðs janúar - apríl 2005

(Í milljónum króna)

 

2001

2002

2003

2004

2005

Innheimtar tekjur.............................................

72.307

77.246

91.224

91.117

114.301

Greidd gjöld....................................................

72.542

80.131

83.693

91.818

103.202

Tekjujöfnuður.................................................

-235

-2.885

7.531

-701

11.099

Söluhagn. af hlutabr. og eignahl. ....................

0

0

-10.720

0

0

Breyting rekstrartengdra eigna og skulda........

-1.209

-2.099

710

908

1.993

Handbært fé frá rekstri..................................

-1.444

-4.984

-2.479

207

13.092

 

 

 

 

 

 

Fjármunahreyfingar.......................................

-490

2.619

14.900

365

7.518

 

 

 

 

 

 

Hreinn lánsfjárjöfnuður.................................

-1.934

-2.365

12.421

536

19.356

 

 

 

 

 

 

Afborganir lána..............................................

-21.441

-16.696

-5.642

-25.018

-29.826

   Innanlands....................................................

-6.688

-6.555

-4.932

-3.170

-13.607

   Erlendis.........................................................

-14.753

-10.141

-710

-21.848

-16.219

 

 

 

 

 

 

Greiðslur til LSR og LH.................................

-5.000

-3.000

-2.500

-2.500

-1.200

 

 

 

 

 

 

Lánsfjárjöfnuður. brúttó................................

-28.375

-22.061

4.279

-26.982

-11.670

 

 

 

 

 

 

Lántökur.........................................................

29.416

26.343

-550

32.004

13.949

   Innanlands....................................................

8.683

2.190

9.141

11.618

2.169

   Erlendis........................................................

20.734

24.153

-8.591

20.386

11.780

 

 

 

 

 

 

Greiðsluafkoma ríkissjóðs............................

1.042

4.281

3.728

5.022

2.279

 

Tekjur ríkissjóðs janúar-apríl

(Í milljónum króna)

 

 

 

Breyting frá fyrra ári. %

 

 

 

2003

2004

2005

2002

2003

2004

2005

 

Skatttekjur í heild...............................

73.592

84.206

101.911

5,2

4,1

14,4

21,0

 

   Skattar á tekjur og hagnað.............

25.535

30.205

35.640

8,1

0,5

18,3

18,0

 

     Tekju­skattur einstaklinga...............

18.645

20.963

22.957

14,7

3,5

12,4

9,5

 

     Tekju­skattur lög­aðila.....................

1.040

2.952

3.024

-41,9

-39,2

183,8

2,5

 

     Skattur á fjár­magns­tekjur og fl .......

5.850

6.290

9.659

17,2

2,8

7,5

53,6

 

  Trygginga­gjöld................................

7.716

8.315

10.237

9,2

6,1

7,8

23,1

 

  Eignar­skattar...................................

2.668

3.108

5.109

-10,0

-12,8

16,5

64,4

 

  Skattar á vöru og þjónustu.............

37.489

42.442

50.738

3,9

8,0

13,2

19,5

 

     Virðis­auka­skattur..........................

24.812

28.529

34.457

7,2

7,7

15,0

20,8

 

 Aðrir óbeinir skattar.........................

12.677

13.913

16.281

-2,2

8,5

9,8

17,0

 

       Þar af:

 

 

 

 

 

 

 

 

       Vöru­gjöld af öku­tækjum..............

1.193

1.699

2.890

-24,1

44,3

42,4

70,1

 

       Vöru­gjöld af bensíni.....................

2.213

2.619

2.760

-7,4

5,5

18,3

5,4

 

       Þung­a­sk­attur.............................

1.794

2.081

2.422

-2,0

-0,1

16,0

16,4

 

       Áfengis­gjald og hagn. ÁTVR........

3.126

3.092

3.238

-3,1

31,7

-1,1

4,7

 

       Annað............................................

4.351

4.422

4.971

6,4

-5,1

1,6

12,4

 

  Aðrir skattar......................................

184

136

186

5,9

-8,0

-26,1

36,6

 

Aðrar tekjur.........................................

17.632

6.911

12.390

28,5

168,3

-60,8

79,3

 

Tekjur alls...........................................

91.224

91.117

114.301

6,8

18,1

-0,1

25,4

Gjöld ríkissjóðs janúar-apríl

(Í milljónum króna)

 

 

 

 

 

Breyting frá fyrra ári. %

 

2003

2004

2005

2002

2003

2004

2005

 

Almenn mál........................................

8.537

9.648

9.958

20,9

-2,0

13,0

3,2

 

   Almenn opinber mál.........................

4.923

5.424

5.526

19,5

1,2

10,2

1,9

 

   Löggæsla og öryggismál..................

3.614

4.224

4.432

22,7

-6,0

16,9

4,9

 

Félagsmál..........................................

52.301

60.227

64.322

13,9

11,1

15,2

6,8

 

Þar af: Fræðslu- og menningarmál.....

11.506

13.899

14.978

14,6

9,3

20,8

7,8

 

           Heilbrigðismál..........................

21.504

23.717

26.313

19,1

11,2

10,3

10,9

 

           Almannatryggingamál..............

16.368

19.101

19.390

6,3

11,8

16,7

1,5

 

Atvinnumál........................................

10.620

11.805

12.506

0,2

-1,3

11,2

5,9

 

Þar af: Landbúnaðarmál.....................

3.892

3.876

4.128

-10,1

2,1

-0,4

6,5

 

           Samgöngumál..........................

3.676

4.784

5.151

14,4

-13,5

30,1

7,7

 

Vaxtagreiðslur...................................

7.807

5.926

11.652

2,0

-20,4

-24,1

96,6

 

Aðrar greiðslur..................................

4.428

4.213

4.765

3,7

17,5

-4,9

13,1

 

Greiðslur alls.....................................

83.693

91.818

103.202

10,5

4,4

9,7

12,4

 

 



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum