Hoppa yfir valmynd
29. september 2005 Innviðaráðuneytið

62 milljónum króna varið til umferðaröryggisfræðslu í grunnskólum

Ein af megin aðgerðum umferðaröryggisáætlunar samgönguráðuneytisins er komin til framkvæmda.

Samningur Umferðarstofu og Grundaskóla á Akranesi, sem undirritaður var í gær, er liður í því að ná markmiði ráðuneytisins um fækkun alvarlegra slasaðra og látinna um að jafnaði 5% á ári.

Væntur ávinningur af umferðaröryggisfræðslu í grunnskólum er fækkun látinna um 0,2 að meðaltali á ári og fækkun alvarlegra slasaðra um 1,0 að meðaltali á ári.

Samningurinn felur í sér að Grundaskóli verður móðurskóli umferðarfræðslu á grunnskólastigi og öðrum skólum til ráðgjafar á því sviði. Við skólann mun starfa verkefnisstjóri og teymi kennara sem sinnir umferðarfræðslu sérstaklega. Í störfum þeirra felst meðal annars að skipuleggja og stjórna námskeiðum og fræðslufundum fyrir kennara grunnskóla á landinu öllu. Að auki munu samningsaðilar, í samstarfi við Námsgagnastofnun, fylgja eftir og kynna nýjan umferðarvef fyrir öðrum skólum.

Samkomulag þetta er til reynslu skólaárið 2005-2006 og mun Umferðarstofa standa straum af þeim kostnaði sem hlýst af þessu verkefni og vera skólanum til ráðgjafar. Í lok tímabilsins munu fulltrúar Grundaskóla, Umferðarstofu og samgönguráðuneytis leggja mat á ávinning samstarfsins og endurskoða það með hugsanlegt framhald í huga.

Eftirfarandi tafla sýnir hvernig umferðaröryggisaðgerðum hefur verið forgangsraðað með tilliti til ávinnings:

Umferðaröryggisaðgerðir Fækkun látinna Fækkun alvarlegra slasaðra Fjármögnun 2005-2008

Hraðakstur og bílbeltanotkun

2,5

4,8

687

Leiðbeinandi hraðamerkingar

0,3

0,9

17

Eyðing svartbletta

0,5

2,3

312

Ölvun/fíkniefni við akstur

0,5

2,7

228

Umferðaröryggi í öryggisstjórnun fyrirtækja

0,1

0,6

15

Umferðaröryggi í námsskrá grunnskóla

0,2

1,0

62

Öryggisbeltanotkun í hópbifreiðum

0,0

0,3

16

Forvarnir erlendra ökumanna

0,2

1,2

47

Slysum og óhöppum v. lausagöngu búfjár fækkað með girðingum

0,1

0,7

156

Samtals

4,2

14,5

1.540 m.



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum