Hoppa yfir valmynd
26. október 2005 Innviðaráðuneytið

Norrænar þjónustuveitur

Mynd: Frá vöggu til grafar - lífshringur
Mynd: Frá vöggu til grafar - lífshringur

Dagana 13. – 14. október sl. var haldinn hér á landi fundur norrænu þjóðanna um rafrænar þjónustuveitur en rafræn þjónustuveita er eins konar gátt inn í stjórnsýsluna sem opnar nýjar leiðir til að nálgast rafræna þjónustu á vegum ríkis og sveitarfélaga.

Danmörk, Finnland, Ísland, Noregur og Svíðþjóð hafa undanfarin ár haft með sér samráðsvettvang um rafrænar þjónustuveitur landannna. Þjóðirnar skiptast á að halda árlegan fund þar sem löndin miðla af reynslu sinni við rekstur þjónustveitnanna.

Í ár var komið að Íslandi að annast fundinn og var hann haldinn í Þjóðmenningarhúsinu í október sl. Löndin gerðu grein fyrir þróun mála og síðan var t.a.m. fjallað um þróun í átt að persónulegum síðum borgaranna á þjónustuveitunum, aðgengi fyrir alla og sameiginlega skattasíðu Norðurlandanna svo fátt eitt sé nefnt. Þá gerði Ísland grein fyrir áætlunum sínum varðandi island.is - íslenskrar þjónustuveitu, í samræmi við stefnu ríkisstjórnarinnar um upplýsingasamfélagið.

Norrænar þjónustuveitur:



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum