Hoppa yfir valmynd
31. október 2005 Innviðaráðuneytið

Reglugerð um flutning hergagna

Tekið hefur gildi reglugerð nr. 937/2005, um flutning hergagna með loftförum um íslenskt yfirráðasvæði.

Helsta efnisbreytingin frá reglugerð nr. 348/1983 er að leyfisveitingar eru færðar frá samgönguráðuneytinu til Flugmálastjórnar. Þannig er flutningur hergagna með loftförum um íslenskt yfirráðasvæði óheimill, nema með sérstöku leyfi Flugmálastjórnar. Í ákveðnum tilvikum ber þó Flugmálastjórn að hafa samráð við samgönguráðuneytið áður en hún veitir leyfi.

Rétt er að geta þess að reglugerðin gildir ekki um ríkisflug né loftför Landhelgisgæslu Íslands og íslenskra lögregluyfirvalda.

Reglugerðin var send til umsagnar í dóms- og kirkjumálaráðuneytið, til flugráðs og Flugmálastjórnar Íslands. Þá var hún send flugrekendum til umsagnar að beiðni flugráðs.



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum