Hoppa yfir valmynd
5. janúar 2006 Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Greiðsluafkoma ríkissjóðs janúar-nóvember 2005: Greinargerð 5. janúar 2006

Greiðsluafkoma ríkissjóðs janúar-nóvember 2005 (PDF 150K)

Greiðsluuppgjör ríkissjóðs fyrir fyrstu ellefu mánuði ársins liggur nú fyrir. Frávik frá fyrra ári og fjárlögum skýrast að miklu leyti af bókfærðum 56,8 milljarða króna söluhagnaði Landssímans hf. svo og 5,6 milljarða fjármagnstekjuskatti vegna sölunnar, sem færist bæði sem gjöld og tekjur. Samkvæmt uppgjörinu er breyting á handbæru fé frá rekstri jákvæð um 21,5 milljarða króna á tímabilinu, sem er 42,6 milljörðum betri útkoma heldur en áætlað var. Útkoman er jafnframt 29,6 milljörðum betri en á sama tíma í fyrra. Tekjurnar hækka um 55 milljarða að frátöldum söluhagnaði, á meðan gjöldin hækka um 22,9 milljarða milli ára. Hreinn lánsfjárjöfnuður er jákvæður um 70,4 milljarða króna miðað við 9,6 milljarða í fyrra. Fjármunahreyfingar eru jákvæðar um 49 milljarða. Þar munar mestu um 66 milljarða sölu Landssímans, en á móti vegur 32 milljarða lækkun vegna sérstaks samkomulags um ávöxtun fjár hjá Seðlabanka Íslands.

Heildartekjur ríkissjóðs námu 360,8 milljörðum króna og jukust um 113 milljarða króna frá sama tímabili í fyrra, eða um 45,6%. Þar af skýrir fyrrnefnd sala Landssímans 62,4 milljarða. Skatttekjur ríkissjóðs í heild námu 279,4 milljörðum króna sem er 21,3% meiri innheimta en á sama tíma í fyrra. Á sama tímabili hækkaði almennt verðlag um 4% þannig að skatttekjur jukust að raungildi um 16,6%.

Skattar á tekjur og hagnað námu tæplega 90,2 milljörðum króna á tímabilinu og jukust um ríflega 17,8 milljarða frá sama tíma í fyrra. Þar munar mest um ríflega 7,7 milljarða króna aukna innheimtu tekna af fjármagnstekjuskatti sem að mestu skýrist með sölu Landssímans hf. og svo ríflega 5,9 milljarða króna aukna innheimtu tekjuskatta einstaklinga. Innheimt tryggingagjöld jukust einnig á þessu tímabili eða um 16,4% en til samanburðar má nefna að launavísitala Hagstofunnar hækkaði um 6,7% á sama tímabili. Innheimta eignarskatta nam tæpum 14,4 milljörðum króna í nóvemberlok sem er aukning upp á 26,5% að raungildi og endurspeglar að mestu aukna innheimtu stimpilgjalda. Aðrar rekstrartekjur námu um 23 milljörðum króna og jukust um 6,1 milljarða milli ára sem skýrist einkum af arðgreiðslum frá Landssímanum hf. og sektargreiðslum olíufélaganna.

Þróun almennra veltuskatta og þá sérstaklega virðisaukaskattsins gefur góða mynd af þróun eftirspurnar í hagkerfinu en samanlagt hafa almennir veltuskattar hækkað um 19,5% frá fyrra ári, eða sem nemur 14,9% að raungildi. Þar munar mest um 21,1% meiri innheimtu tekna af virðisaukaskatti frá fyrra ári sem jafngildir 16,5% raunhækkun. Af öðrum óbeinum sköttum má nefna að umtalsverð aukning varð í innheimtu vörugjalda af ökutækjum, eða um tæp 68%. Sú aukning stafar fyrst og fremst af auknum innflutningi bifreiða en nýskráðum bifreiðum hefur fjölgað um tæplega 60% á fyrstu ellefu mánuðum ársins frá sama tímabili í fyrra. Að öllu samanlögðu gefur þessi þróun vísbendingu um að lítið lát virðist vera á almennri eftirspurn í hagkerfinu.

Greidd gjöld námu 279,9 milljörðum króna og hækka um 22,9 milljarða frá fyrra ári, en þar af skýrast 5,6 milljarðar af gjaldfærslu fjármagnstekjuskatt af söluhagnaði Símans og 4,5 milljarðar af hækkun vaxtagreiðslna þar sem stór flokkur spariskírteina kom til innlausnar í apríl. Að þessum tveimur liðum frátöldum hækka gjöldin um 12,8 milljarða eða 5,2% milli ára. Útgjöld til félagsmála, þ.e. vegna almannatrygginga, fræðslu- og heilbrigðismála, vega langþyngst í útgjöldum ríkissjóðs, eða 178,3 milljarðar sem er nálægt ⅔ af heildargjöldunum. Þar kemur fram 10,7 milljarða króna hækkun milli ára, eða rúm 6%. Innan málaflokksins munar mest um hækkun til heilbrigðismála, 3,8 milljarðar og 3,7 milljarðar vegna fræðslumála sem er 15% hækkun milli ára. Greiðslur til almannatrygginga hækka hins vegar minna, eða um 2,3 milljarða frá því í fyrra. Hækkun annarra málaflokka er mun minni og í heild lækka greiðslur til atvinnumála um 0,8 milljarða, sem skýrist alfarið af lægri greiðslum vegna samgöngumála.

Lánahreyfingar. Afborganir lána námu 61,6 milljörðum og aukast um 90% milli ára. Þær skiptast þannig að 47,5 milljarðar eru vegna afborgana erlendra lána og 14,1 milljarðar vegna spariskírteina. Nýjar lántökur nema aðeins 7,7 milljörðum og eru allar innanlands. Að auki var 5,1 milljarður greiddur til Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins í því skyni að lækka framtíðarskuldbindingar sjóðsins. Handbært fé ríkissjóðs hækkaði um 11,4 milljarða frá áramótum fram til nóvemberloka.

Sjóðstreymi ríkissjóðs janúar - nóvember 2005

(í milljónum króna)

2001

2002

2003

2004

2005

Innheimtar tekjur................................................

196.407

206.478

229.442

247.748

360.791

Greidd gjöld.......................................................

200.379

221.362

240.313

256.960

279.860

Tekjujöfnuður...................................................

-3.972

-14.884

-10.871

-9.213

80.931

Söluhagn. af hlutabr. og eignahl. ............

-3

-3.252

-11.313

0

-58.088

Breyting rekstrartengdra eigna og skulda..

-2.885

-1.465

-503

1.036

-1.382

Handbært fé frá rekstri.................................

-6.860

-19.601

-22.687

-8.177

21.461

Fjármunahreyfingar.......................................

-15.851

9.585

21.056

17.734

48.960

Hreinn lánsfjárjöfnuður.................................

-22.711

-10.016

-1.631

9.557

70.420

Afborganir lána..............................................

-22.310

-32.463

-30.666

-32.321

-61.597

Innanlands....................................................

-7.506

-12.382

-18.216

-7.138

-14.089

Erlendis.........................................................

-14.804

-20.081

-12.450

-25.183

-47.508

Greiðslur til LSR og LH.................................

-11.875

-8.250

-6.875

-6.875

-5.132

Lánsfjárjöfnuður, brúttó................................

-56.895

-50.728

-39.172

-29.639

3.691

Lántökur............................................................

65.227

46.826

39.087

27.567

7.734

Innanlands....................................................

16.532

16.054

33.367

11.440

7.734

Erlendis........................................................

48.695

30.772

5.720

16.127

-

Greiðsluafkoma ríkissjóðs............................

8.332

-3.902

-86

-2.072

11.425


 

Tekjur ríkissjóðs janúar – nóvember 2005

 

Í milljónum króna

Breyting frá fyrra ári, %

2003

2004

2005

2002

2003

2004

2005

Skatttekjur í heild.............................

202.617

230.302

279.380

3,5

7,6

13,7

21,3

  Skattar á tekjur og hagnað............

63.850

72.353

90.167

4,2

7,7

13,3

24,6

     Tekjuskattur einstaklinga...............

49.800

55.627

61.543

7,0

5,7

11,7

10,6

     Tekjuskattur lögaðila......................

5.996

7.830

11.978

-28,0

17,5

30,6

53,0

     Skattur á fjármagnstekjur o.fl.........

8.054

8.896

16.645

22,4

14,1

10,5

87,1

  Tryggingagjöld................................

22.716

25.048

29.151

7,1

11,0

10,3

16,4

  Eignarskattar...................................

7.582

10.931

14.381

1,6

-21,8

44,2

31,6

  Skattar á vöru og þjónustu............

107.849

121.531

145.180

2,5

9,7

12,7

19,5

     Virðisaukaskattur...........................

70.652

79.903

96.785

4,2

9,2

13,1

21,1

 Aðrir óbeinir skattar...........................

37.197

41.628

48.395

-0,6

10,6

11,9

16,3

       Þar af:

       Vörugjöld af ökutækjum...............

4.095

5.585

9.378

-5,2

52,3

36,4

67,9

       Vörugjöld af bensíni.....................

6.973

7.859

8.261

-1,9

2,6

12,7

5,1

       Þungaskattur...............................

4.781

5.683

3.993

-0,9

3,8

18,9

-29,7

       Áfengisgjald og tóbaksgjald.........

8.918

9.180

9.782

0,7

13,3

2,9

6,6

       Annað..........................................

12.430

13.321

16.981

0,7

6,5

7,2

27,5

Aðrir skattar......................................

618

439

501

14,8

-0,5

-29,0

14,1

Aðrar tekjur.......................................

26.825

17.445

81.411

25,8

48,2

-35,0

366,7

Tekjur alls.........................................

229.442

247.748

360.791

5,1

11,1

8,0

45,6


 

Gjöld ríkissjóðs janúar – nóvember 2005

 

Í milljónum króna

Breyting frá fyrra ári. %

2003

2004

2005

2002

2003

2004

2005

Almenn mál.....................................

24.432

26.434

27.697

16,0

1,7

8,2

4,8

Almenn opinber mál.........................

13.464

14.211

15.169

15,8

0,5

5,5

6,7

Löggæsla og öryggismál..................

10.968

12.223

12.527

16,2

3,2

11,4

2,5

Félagsmál........................................

153.551

167.645

178.333

12,4

11,8

9,2

6,4

Þar af:

Fræðslu- og menningamál...

31.270

35.433

39.102

11,1

8,1

13,3

10,4

Heilbrigðismál.........................

63.270

68.655

72.424

13,4

12,2

8,5

5,5

Almannatryggingamál.............

50.112

53.739

56.050

12,4

13,7

7,2

4,3

Atvinnumál......................................

38.148

38.887

38.124

3,9

15,6

1,9

-2,0

Þar af:

Landbúnaðarmál....................

10.089

10.653

10.756

5,6

-0,1

5,6

1,0

Samgöngumál........................

18.056

18.902

17.719

2,9

23,8

4,7

-6,3

Vaxtagreiðslur.................................

13.502

12.681

17.203

6,3

-23,3

-6,1

35,7

Aðrar greiðslur................................

10.679

11.324

18.503

2,5

13,9

6,0

63,4

Greiðslur alls...................................

240.313

256.972

279.860

10,5

8,6

6,9

8,9


 

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira