Dómsmálaráðuneytið

Mannanafnanefnd, úrskurðir 26. janúar 2006

Fundargerð

Fundur í mannanafnanefnd haldinn fimmtudaginn 26. janúar 2006. Mætt voru Kolbrún Linda Ísleifsdóttir (KLÍ), Baldur Sigurðsson (BS) og Erlendur Jónsson (EJ).

 

Eftirfarandi mál voru tekin fyrir:

 

1.

 

Ár 2006, fimmtudaginn 26. janúar, er fundur haldinn í mannanafnanefnd. Fyrir er tekið

mál nr. 1/2006

 

Eiginnafn:                         Apríl Eik (kvk.)

   

Kveðinn er upp svohljóðandi úrskurður:

 

Eiginnafnið Eik (kvk.) er á mannanafnaskrá og þarf því ekki að fjalla um það í manna-nafnanefnd.

 

Skráning ættarnafna og kenninafna samkvæmt ákvæðum 7. og 8. gr. laga nr. 45/1996 fer fram hjá Hagstofu Íslands og þarf því ekki að fjalla um kenninafnið [...] í nefndinni.

 

Á undanförnum árum hafa margar beiðnir um skráningu eiginnafnsins Apríl (kvk.) komið til úrskurðar mannanafnanefndar. Síðast var fjallað um nafnið Apríl í úrskurði nefndar-innar nr. 110/2005 þann 25. nóvember 2005. Einnig var fjallað um nafnið í úrskurðum mannanafnanefndar nr. 33/1992, 53/1998, 45/2000, 46/2000 og 68/2000 og var nafninu hafnað í öllum tilvikum.

 

Þrátt fyrir ofangreinda úrskurði um eiginnafnið Apríl var ákveðið að fresta afgreiðslu máls þessa til frekari skoðunar og gagnaöflunar.

 

Úrskurðarorð:

 

Beiðni um skráningu eiginnafnsins Apríl (kvk.) er frestað.

 

 2.

 

Ár 2006, fimmtudaginn 26. janúar, er fundur haldinn í mannanafnanefnd. Fyrir er tekið

mál nr. 2/2006

 

Eiginnafn:                         Kilían  (kk.)

 

Kveðinn er upp svohljóðandi úrskurður:

 

Eiginnafnið Kilían tekur íslenska eignarfallsendingu (Kilíans) og telst að öðru leyti uppfylla ákvæði 5. gr. laga nr. 45/1996 um mannanöfn. Kilían telst vera annar ritháttur eigin-nafnsins Kiljan og skal fært sem slíkt á mannanafnaskrá.

 

Úrskurðarorð:

 

Beiðni um ritháttinn Kilían (kk.) er samþykkt og skal nafnið fært á mannanafnaskrá sem ritmynd eiginnafnsins Kiljan.

 

 


3.

 

Ár 2006, fimmtudaginn 26. janúar, er fundur haldinn í mannanafnanefnd. Fyrir er tekið

mál nr. 3/2006

 

Eiginnafn:                         Daley (kvk.)

 

Kveðinn er upp svohljóðandi úrskurður:

 

Eiginnafnið Daley tekur íslenska eignarfallsendingu (Daleyjar) og telst að öðru leyti uppfylla ákvæði 5. gr. laga nr. 45/1996 um mannanöfn.

 

Úrskurðarorð:

 

Beiðni um eiginnafnið Daley (kvk.) er samþykkt og skal nafnið fært á mannanafnaskrá.

 

 

4.

 

Ár 2006, fimmtudaginn 26. janúar, er fundur haldinn í mannanafnanefnd. Fyrir er tekið

mál nr. 4/2006

 

Eiginnafn:                          Naranja (kvk.)

 

Kveðinn er upp svohljóðandi úrskurður:

 

Eiginnafnið Naranja tekur íslenska eignarfallsendingu (Narönju) og telst að öðru leyti uppfylla ákvæði 5. gr. laga nr. 45/1996 um mannanöfn.

 

Úrskurðarorð:

 

Beiðni um eiginnafnið Naranja (kvk.) er samþykkt en nafnið skal þó ekki fært á manna-nafnaskrá fyrr en beiðni um skráningu þess (skírnarskýrsla eða tilkynning um nafngjöf) hefur borist Hagstofu Íslands.

 

 5.

 

Ár 2006, fimmtudaginn 26. janúar, er fundur haldinn í mannanafnanefnd. Fyrir er tekið

mál nr. 5/2006

 

Eiginnafn:                         Bill (kk.)

  

Kveðinn er upp svohljóðandi úrskurður:

 

Í beiðni er óskað eftir millinafninu Bill en í símtali við úrskurðarbeiðanda kom fram að í reynd er óskað eftir nafninu Bill (kk.) sem síðara eiginnafni.

 

Eiginnafnið Bill tekur íslenska eignarfallsendingu (Bills) og telst að öðru leyti uppfylla ákvæði 5. gr. laga nr. 45/1996 um mannanöfn.

 

Úrskurðarorð:

 

Beiðni um eiginnafnið Bill (kk.) er samþykkt og skal nafnið fært á mannanafnaskrá.

 

 6.

 

Ár 2006, fimmtudaginn 26. janúar, er fundur haldinn í mannanafnanefnd. Fyrir er tekið

mál nr. 6/2006

 

Millinafn:                           Birgis

 

Kveðinn er upp svohljóðandi úrskurður:

 

Í beiðni dóms- og kirkjumálaráðuneytisins er óskað eftir eiginnafninu Birgis en í umsókn um nafnbreytingu, dags. 12. janúar 2006, kemur fram óskað er eftir millinafninu Birgis. Í símtali við umsækjanda [...] kom einnig fram að sótt er um millinafnið Birgis. Mannanafnanefnd afgreiðir því málið í samræmi við óskir umsækjenda.

 

Nafnið Birgis er ekki á mannanafnaskrá, hvorki sem eiginnafn drengja eða stúlkna né sem millinafn.

 

Millinafnið Birgis uppfyllir ákvæði 2. mgr. 6. gr. laga nr. 45/1996 um millinöfn. Það telst ekki hafa unnið sér hefð sem eiginnafn karls þrátt fyrir að einn núlifandi maður beri nafn-ið sem síðara eiginnafn samkvæmt þjóðskrá en þar er um að ræða náfrænda barnsins, [...].

 

Úrskurðarorð:

 

Beiðni um millinafnið Birgis er samþykkt og skal nafnið fært á mannanafnaskrá.

 

 


7.

 

Ár 2006, fimmtudaginn 26. janúar, er fundur haldinn í mannanafnanefnd. Fyrir er tekið

mál nr. 7/2006

 

Eiginnafn (ritháttur):           Júdith  (kvk.)

  

Öll skilyrði 1. mgr. 5. gr. laga nr. 45/1996 um mannanöfn þurfa að vera uppfyllt svo að mögulegt sé að samþykkja nýtt eiginnafn og færa það á mannanafnaskrá. Hið sama gildir um rithátt nafna. Skilyrðin eru þessi: (1) Eiginnafn skal geta tekið íslenska eignarfalls-endingu eða hafa unnið sér hefð í íslensku máli. (2) Nafnið má ekki brjóta í bág við íslenskt málkerfi. (3) Það skal ritað í samræmi við almennar ritreglur íslensks máls nema hefð sé fyrir öðrum rithætti þess.

 

Með almennum ritreglum íslensks máls er vísað til auglýsinga nr. 132/1974 og 261/1977 um íslenska stafsetningu.

 

Túlkun mannanafnanefndar á hugtakinu hefð í 1. mgr. 5. gr. og 2. og 4. mgr. 6. gr. laga nr. 45/1996 um mannanöfn styðst við eftirfarandi vinnulagsreglur sem nefndin setti sér á fundi 1. júlí 2004:

1.  Ungt tökunafn telst hafa unnið sér hefð í íslensku máli ef það fullnægir einhverju

eftirfarandi skilyrða:

  1. Það er nú borið af a.m.k. 15 Íslendingum (með Íslendingum er átt við þá íslensku ríkisborgara sem eiga eða hafa átt lögheimili hér á landi);
  2. Það er nú borið af 10–14 Íslendingum og hinn elsti þeirra hefur náð a.m.k. 30 ára aldri;
  3. Það er nú borið af 5–9 Íslendingum og hinn elsti þeirra hefur náð a.m.k. 60 ára aldri;
  4. Það er nú borið af 1–4 Íslendingum og kemur þegar fyrir í manntalinu 1910;
  5. Það er ekki borið af neinum Íslendingi nú en kemur a.m.k. fyrir í tveimur manntölum frá 1703–1910.

 

Eiginnafnið Júdit (kvk.) hefur verið á mannanafnaskrá frá upphafi. Rithátturinn Judith telst ekki í samræmi við almennar ritreglur íslensks máls en kom inn á mannanafnaskrá sem venjuhelgaður ritháttur af Júdit í samræmi við ofangreindar vinnulagsreglur.

 

Rithátturinn Júdith telst ekki í samræmi við almennar ritreglur íslensks máls og ekki er hefð fyrir þessum rithætti þar sem enginn Íslendingur ber nafnið sem fyrsta eða annað nafn. Rithátturinn Júdith uppfyllir þar af leiðandi ekki öll ákvæði tilvitnaðrar greinar laga nr. 45/1996 og því er ekki mögulegt að fallast á það.

 

Úrskurðarorð:

 

Beiðni um ritháttinn Júdith (kvk.) er hafnað.

 

 


8.

 

Ár 2006, fimmtudaginn 26. janúar er fundur haldinn í mannanafnanefnd. Fyrir er tekið

mál nr. 8/2006

 

Eiginnafn:                         Tóki (kk.)

 

Kveðinn er upp svohljóðandi úrskurður:

 

Eiginnafnið Tóki tekur íslenska eignarfallsendingu (Tóka) og telst að öðru leyti uppfylla ákvæði 5. gr. laga nr. 45/1996 um mannanöfn.

 

Úrskurðarorð:

 

Beiðni um eiginnafnið Tóki (kk.) er samþykkt og skal nafnið fært á mannanafnaskrá.

 

 

9.

 

Ár 2006, fimmtudaginn 26. janúar er fundur haldinn í mannanafnanefnd. Fyrir er tekið

mál nr. 9/2006

 

Eiginnafn (ritháttur):           Mikhael (kk.)

  

Kveðinn er upp svohljóðandi úrskurður:

 

Öll skilyrði 1. mgr. 5. gr. laga nr. 45/1996 um mannanöfn þurfa að vera uppfyllt svo að mögulegt sé að samþykkja nýtt eiginnafn og færa það á mannanafnaskrá. Hið sama gildir um rithátt nafna. Skilyrðin eru þessi: (1) Eiginnafn skal geta tekið íslenska eignarfalls-endingu eða hafa unnið sér hefð í íslensku máli. (2) Nafnið má ekki brjóta í bág við íslenskt málkerfi. (3) Það skal ritað í samræmi við almennar ritreglur íslensks máls nema hefð sé fyrir öðrum rithætti þess.

 

Með almennum ritreglum íslensks máls er vísað til auglýsinga nr. 132/1974 og 261/1977 um íslenska stafsetningu.

 

Túlkun mannanafnanefndar á hugtakinu hefð í 1. mgr. 5. gr. og 2. og 4. mgr. 6. gr. laga nr. 45/1996 um mannanöfn styðst við eftirfarandi vinnulagsreglur sem nefndin setti sér á fundi 1. júlí 2004:

1.  Ungt tökunafn telst hafa unnið sér hefð í íslensku máli ef það fullnægir einhverju

eftirfarandi skilyrða:

  1. Það er nú borið af a.m.k. 15 Íslendingum (með Íslendingum er átt við þá íslensku ríkisborgara sem eiga eða hafa átt lögheimili hér á landi);
  2. Það er nú borið af 10–14 Íslendingum og hinn elsti þeirra hefur náð a.m.k. 30 ára aldri;
  3. Það er nú borið af 5–9 Íslendingum og hinn elsti þeirra hefur náð a.m.k. 60 ára aldri;
  4. Það er nú borið af 1–4 Íslendingum og kemur þegar fyrir í manntalinu 1910;
  5. Það er ekki borið af neinum Íslendingi nú en kemur a.m.k. fyrir í tveimur manntölum frá 1703–1910.

 

Rithátturinn Mikhael telst ekki í samræmi við almennar ritreglur íslensks máls. Ekki er hefð fyrir þessum rithætti þar sem aðeins tveir Íslendingar bera nafnið sem fyrsta eða annað nafn og er sá eldri fæddur árið 1982, sbr. ofangreindar vinnulagsreglur. Ritháttur-inn Mikhael uppfyllir þ.a.l. ekki öll ákvæði tilvitnaðrar greinar laga nr. 45/1996 og því er ekki mögulegt að fallast á það. Hins vegar skal bent á að eiginnöfnin Mikael og Michael eru bæði á mannanafnaskrá.

 

Úrskurðarorð:

 

Beiðni um ritháttinn Mikhael (kk.) er hafnað.

 

 

10.

 

Ár 2006, fimmtudaginn 26. janúar er fundur haldinn í mannanafnanefnd. Fyrir er tekið

mál nr. 101/2005

 

Eiginnafn:                         Hnikarr (kk.)

 

Kveðinn er upp svohljóðandi úrskurður:

 

Mál þetta var tekið fyrir á fundi mannanafnanefndar 31. október 2005 og var afgreiðslu þess þá frestað til frekari skoðunar og gagnaöflunar, jafnvel þótt eiginnafninu Hnikarr hafi margsinnis verið hafnað með úrskurðum mannanafnanefndar.

 

Ekki hefur reynst unnt að ljúka afgreiðslu málsins vegna anna nefndarmanna þótt langur tími sé liðinn frá því að málið var síðast til umfjöllunar á formlegum fundi í mannanafna-nefnd. Verður málið tekið fyrir á næsta fundi nefndarinnar og stefnt að afgreiðslu þess á þeim fundi.

 

Úrskurðarorð:

 

Beiðni um skráningu eiginnafnsins Hnikarr (kk.) er frestað áfram.

 

 

- - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - -

Fleira var ekki tekið fyrir og fundi slitið.

 Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn