Hoppa yfir valmynd
31. janúar 2006 Innviðaráðuneytið

Drög til umsagnar varðandi ökugerði

Að undanförnu hefur mikið verið rætt um hvort setja eigi það sem skilyrði fyrir útgáfu ökuskírteinis að umsækjandi hafi lokið námi í svokölluðu ökugerði.

Tilgangur ökugerðis er að gefa nemendum kost á að æfa akstur við erfið skilyrði, t.d. í hálku og lausamöl.

Nú liggja fyrir drög að breytingum á reglugerð nr. 501/1997 um ökuskírteini og reglugerð nr. 327/1999 um löggildingu ökukennara og starfsleyfi ökukennara.

Í drögunum er meðal annars gert ráð fyrir að:

  • Kennsla og þjónusta í ökugerði verði undir stjórn löggilts ökukennara og í samræmi við nýja námsskrá Svía eða sambærileg.
  • Kröfur verði settar um hæfni kennara í ökugerði.
  • Hámarksverð fyrir kennslu í ökuverði verði ákveðið í reglugerð.

Miðað er við að kennsla í ökugerði verði skilyrði fyrir útgáfu nýs ökuskírteinis frá og með 1. janúar 2009. Ennfremur er gert ráð fyrir að aðilar á markaði sjái um að koma upp slíkri aðstöðu og veita þjónustuna. Gjald fyrir þessa kennslu taki mið af því, en hugsanlega sé hægt að draga úr öðrum þáttum ökunáms til þess að draga úr kostnaðarauka við námið.

Samgönguráðuneytið telur mjög mikilvægt að fá álit þeirra sem málið varðar á þessum tillögum og óskar eftir umsögnum um drögin. Frestur til að skila inn umsögnum er til 1. mars 2006.

Drög að breytingum á reglugerð nr. nr. 501/1997 um ökuskírteini og reglugerð nr. 327/1999 um löggildingu ökukennara og starfsleyfi ökukennara (WORD - 23KB).

Rök fyrir breytingum á reglugerð nr. nr. 501/1997 um ökuskírteini og reglugerð nr. 327/1999 um löggildingu ökukennara og starfsleyfi ökukennara (WORD - 23KB).

Umsagnir sendist með tölvupósti á [email protected] eða til Samgönguráðuneytis, Hafnarhúsinu v/Tryggvagötu, 150 Reykjavík.



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum