Hoppa yfir valmynd
3. mars 2006 Innviðaráðuneytið

Samgönguráðherrar Evrópu funda um umferðaröryggismál

Umferðaröryggismál eru í brennidepli á fundi samgönguráðherra Evrópu í Austurríki.

Sturla Böðvarsson samgönguráðherra situr nú tveggja daga fund samgönguráðherra Evrópu í Bregenz í Austurríki. Sturla flutti ávarp á fundinum og kynnti meðal annars áróðursherferð gegn hraðakstri á Íslandi. Þá fór hann yfir markmið samgönguyfirvalda á Íslandi um fækkun umferðarslysa og helstu aðgerðir sem miða að því að markmiðið náist.

Á fundinum fór samgönguráðherra Evrópusambandsins Jacques Barrot yfir árangur af átaki sem miðar að því að fækka fjölda slasaðra í umferðinni um helming fyrir árið 2010. Í dag látast um 1,2 milljónir manna um heim allan í umferðarslysum, þar af falla 40 þúsund einstaklingar í valinn í löndum Evrópusambandsins.

Austurríki sem nú gegnir formennsku í Evrópusambandinu hefur lagt mikla áherslu á að bæta umferðaröryggi. Í heimalandinu hafa þeir náð miklum árangri hvað þetta varðar, en þar hefur dauðaslysum í umferðinni fækkað um 30% frá árinu 1999. Aðgerðir sem samgönguyfirvöld í Austurríki hafa beitt í baráttuni gegn umferðarslysum voru kynntar en tilgangur fundarins er að samgönguráðherrar allra Evrópuþjóða komi saman og miðli reynslu sem vel hefur reynst í baráttunni gegn umferðarslysum.

Fyrir áhugasama má nálgast erindi Sturlu Böðvarssonar á fundinum (WORD-41KB) og glærukynningu (PPT-71KB). Þá má nálgast frekara fréttaefni af fundinum á vefsíðu Evrópusambandsins:
http://www.eu2006.at/en/News/Press_Releases/March/0203verkehrmedieninformation.html og myndir af fundinum: http://www.eu2006.at/en/Media_Service/Photos/March/0203Transport.html



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum