Hoppa yfir valmynd
29. mars 2006 Innviðaráðuneytið

Drög að reglugerð um flokkun loftfara

Ráðuneytið óskar umsagna varðandi drög að reglugerð um flokkun loftfara.

Við aðild Ísland að Flugöryggistofnun Evrópu (EASA) síðastliðið sumar tóku hér gildi reglur Evrópuráðsins um lofthæfi. Ein þessara reglugerða, nr. 1702/2003, fjallar meðal annars um útgáfu og flokkun lofhæfiskírteina fyrir loftför. Þessi reglugerð stangast nokkuð á við núgildandi íslenska reglugerð nr. 281/1980 um flokkun loftfara. Nauðsynlegt er að fella gömlu reglugerðina úr gildi og gefa út nýja, sem samræmist EASA reglugerðinni og sem fjallar að auki um loftför sem ekki falla undir EASA reglugerðir.

Gert er ráð fyrir að ný reglugerð fjalli um tvennskonar loftför:

1. EASA loftför (EASA Aircraft):

Loftför sem falla undir reglur EASA um lofthæfi samkvæmt reglugerð Evrópuráðsins (EB) nr. 1592/2002. Flugmálastjórn skal eftirleiðis flokka EASA loftför samkvæmt reglugerð framkvæmdastjórnar (EB) nr. 1702/2003 (EASA Part 21) um lofthæfi og umhverfisvottun loftfara.

Samkvæmt grein 21A.173 í fyrrgreindri reglugerð flokkast lofthæfiskírteini EASA loftfara þannig:

a) Lofthæfiskírteini (Certificate of airworthiness) gefin út fyrir loftför sem sem eru í samræmi við tegundarskírteini hjá EASA.

b) Takmarkað lofthæfiskírteini (Restricted certificate of airworthiness) skal gefa út fyrir loftför sem eru í samræmi við takmarkað tegundarskírteini hjá EASA.

c) Leyfi til flugs (Permit to fly) skal gefið út fyrir loftför sem að uppfylla ekki eða hefur ekki verið sýnt fram á að uppfylli viðeigandi vottunarforskriftir en eru enga að síður hæf til öruggs flugs við skilgreindar aðstæður.

2. Önnur loftfören EASA loftför (non-EASA Aircraft):

Loftför sem ekki falla undir reglur EASA en íslensk lög og reglur gilda alfarið um. Ennfremur gildir að loftför sem eingöngu eru notuð í hernaði, við löggæslu og tollaeftirlit eða viðlíka starfsemi falla algerlega undir landslög og reglur. Þetta gildir jafnvel þó loftfar sömu gerðar sé notað við aðra starfsemi og sem slíkt falli undir reglur EASA.

Loftförum öðrum en EASA er skipt í eftirtalda megin flokka fyrir sérstakt lofthæfiskírteini:

a) Takmarkað flugleyfi:
Fyrir loftför sem ekki fullnægja viðeigandi vottunarforskriftum
ef sýnt hefur verið fram á að unnt sé að fljúga loftfarinu á öruggan hátt.

b) Heimasmíði:
Með heimasmíði loftfara er átt við nýsmíði léttra loftfara eftir eigin hönnunargögnum, eftir samþykktum gögnum, breytingu eða lagfæringu.

c) Öldungaflokkur:
Eru verksmiðjuframleidd samkvæmt forskift eða staðli sem ekki er viðurkennt af EASA, eru starfrækt við önnur skilyrði en þau voru hönnuð fyrir, eða sem upphaflega voru hönnuð til nokunar í hernaði.

Almennt eru þessi loftför eingöngu ætluð til einkaflugs en ekki til flutningaflugs (reglubundið áætlunarflug, leiguflug eða þjónustuflug), né verkflugs eða kennsluflugs og eru háð takmörkunum s.s.: Ekki er leyfilegt að flytja vörur eða fólk gegn gjaldi, flug eru venjulega takmörkuð við sjónflugsreglur (VFR), takmörk á fjölda manna um borð í loftfarinu, það skal vera merkt og flug að öllu jöfnu takmarkað við flug í íslenskri lofthelgi. Almennt er rekstur þessara loftfara óheimill yfir þéttbýlu svæði.

Umsögn óskast send ráðuneytinu eigi síðar en 28. apríl annað hvort bréfleiðis eða á tölvupóstfangið [email protected]

Drög að reglugerð um flokkun loftfara (Word - 84Kb)



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum