Hoppa yfir valmynd
30. júní 2006 Háskóla-٫ iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið

Stjórn Rannsóknasjóðs 2006-2009

Menntamálaráðherra hefur skipað stjórn Rannsóknasjóðs, sbr. 4. gr. laga nr. 3/2003.

Menntamálaráðherra hefur skipað stjórn Rannsóknasjóðs, sbr. 4. gr. laga nr. 3/2003. Skipunartímin er sami og Vísinda- og tækniráðs 2006 - 2009.

Stjórnina skipa:

  • Guðrún Nordal, formaður
    Allyson Macdonald, varamaður
  • Alda Möller, aðalmaður
    Jakob Kristjánsson, varamaður
  • Unnur Þorsteinsdóttir, aðalmaður
    Magnús Gottfreðsson, varamaður
  • Ólafur Arnalds, aðalmaður
    Bryndís Brandsdóttir, varamaður
  • Bjarki Brynjarsson, aðalmaður
    Hannes Jónsson, varamaður

Hlutverk Rannsóknasjóðs er að styrkja vísindarannsóknir á Íslandi. Í þeim tilgangi styrkir sjóðurinn skilgreind rannsóknarverkefni einstaklinga, rannsóknarhópa, háskóla, rannsóknastofnana og fyrirtækja. Rannsóknasjóður veitir styrki samkvæmt almennum áherslum Vísinda- og tækniráðs og á grundvelli faglegs mats á gæðum rannsóknarverkefna, færni þeirra einstaklinga sem stunda rannsóknirnar og aðstöðu þeirra til að sinna verkefninu. Stjórn Rannsóknasjóðs er heimilt, að tillögu vísindanefndar Vísinda- og tækniráðs, að veita viðurkenningar fyrir framúrskarandi árangur í vísindarannsóknum af ráðstöfunarfé Rannsóknasjóðs. Stjórn Rannsóknasjóðs fer jafnframt með stjórn Tækjasjóðs.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum