Hoppa yfir valmynd
22. september 2006 Dómsmálaráðuneytið

Alþjóðleg þróun á sviði refsiréttar.

Björn Bjarnason, dóms- og kirkjumálaráðherra flutti ræðu við upphaf málþings Lögfræðingafélags Íslands á Hótel Sögu í dag, 22. september, um tillögur að frumvarpi til laga um meðferð sakamála. Ráðherra ræddi alþjóðlega þróun á sviði refsiréttar og sagði þunga í umræðum innan Evrópusambandsins um að skapa evrópsk refsiréttarsvæði.

Björn Bjarnason, dóms- og kirkjumálaráðherra flutti ræðu við upphaf málþings Lögfræðingafélags Íslands á Hótel Sögu í dag, 22. september, um tillögur að frumvarpi til laga um meðferð sakamála. Ráðherra ræddi alþjóðlega þróun á sviði refsiréttar og sagði þunga í umræðum innan Evrópusambandsins um að skapa evrópsk refsiréttarsvæði. Taldi ráðherra líklegt, að til yrði slíkt svæði sambærilegt við evrusvæðið, þau ríki, sem vildu ganga lengst til samstarfs myndu gera það en önnur standa þar fyrir utan. Íslendingar hefðu kynnst stigbundnu samstarfi af þessu tagi með aðild að Schengensamningnum.

Ráðherra vék að skýrslu sérfræðinga Evrópusambandsins um hryðjuverkavarnir á Íslandi, en þeir teldu hér skorta heimildir til forvirkra aðgerða af hálfu lögreglu, það er að íslensk lögregla gæti ekki rannsakað mál, án þess að um væri að ræða rökstuddan grun um afbrot. Síðan sagði dóms- og kirkjumálaráðherra orðrétt:

„Ýmsar leiðir eru færar til að ná þeim markmiðum, sem sérfræðingar Evrópusambandsins lýsa. Ákveða þarf skipulag og yfirstjórn þeirra lögreglusveita, sem hefðu heimildir til forvirkra aðgerða. Setja þarf í lög ákvæði um efnislegar heimildir þessara lögreglumanna og síðan þarf að lögbinda eftirlit af hálfu alþingis með störfum þeirra. Danir hafa tekið á þessum álitaefnum í réttarfarslögum sínum en Norðmenn hafa sett sérstök lög um öryggisþjónustu lögreglunnar."

Ræða ráðherra fylgir hér í heild.

Reykjavík 22. september 2006



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum