Hoppa yfir valmynd
22. september 2006 Innviðaráðuneytið

Öryggisvika sjómanna hefst á mánudag

Öryggisvika sjómanna verður sett næstkomandi mánudag. Hún er nú haldin í þriðja sinn. Þema vikunnar er tæknileg samvinna útgerða, áhafna og aðila í landi.

Öryggisvikan verður sett mánudaginn 25. september um borð í Sæbjörgu sem hýsir Slysavarnaskóla sjómanna og verður Sturla Böðvarsson samgönguráðherra viðstaddur. Meðal dagskráratriða má nefna að miðvikudaginn 27. september verður efnt til ráðstefnu þar sem öryggismál sjómanna verða í brennidepli.

Fimmtudaginn 28. september verða stjórnendur og áhafnir íslenskra fiskiskipa hvattar til að efna til björgunaræfinga um borð í skipunum. Vaktstöð siglinga mun senda skipunum hvatningu til að efna til æfinganna kl. 13 þann dag og hún mun einnig taka við staðfestingum frá skipunum um að æfingar hafi verið haldnar.

Sjá nánar í auglýsingu hér.



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum