Hoppa yfir valmynd
29. september 2006 Dómsmálaráðuneytið

Umsækjendur um embætti sýslumannsins í Keflavík

Umsóknarfrestur um embætti sýslumannsins í Keflavík rann út 22. september sl. Tólf umsóknir bárust.

Umsóknarfrestur um embætti sýslumannsins í Keflavík rann út 22. september sl. Tólf umsóknir bárust, og eru umsækjendur eftirtaldir:

Árni H. Björnsson, deildarstjóri og löglærður fulltrúi hjá sýslumanninum í Keflavík,

Ásgeir Eiríksson, löglærður fulltrúi og staðgengill sýslumanns hjá sýslumanninum í Keflavík,

Benedikt Ólafsson, hæstaréttarlögmaður,

Bogi Hjálmtýsson, löglærður fulltrúi og staðgengill sýslumanns hjá sýslumanninum í Hafnarfirði,

Guðgeir Eyjólfsson, sýslumaður á Siglufirði

Guðmundur Kristjánsson, hæstaréttarlögmaður,

Halldór Frímannsson, héraðsdómslögmaður,

Margrét María Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri Jafnréttisstofu,

Ragna Gestsdóttir, lögfræðingur hjá Íbúðalánasjóði,

Þórólfur Halldórsson, sýslumaður á Patreksfirði,

Þuríður Árnadóttir, deildarstjóri og löglærður fulltrúi hjá sýslumanninum í Reykjavík,

Úlfar Lúðvíksson, skrifstofustjóri og staðgengill sýslumanns hjá sýslumanninum í Reykjavík.

Reykjavík 29. september 2006



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum