Hoppa yfir valmynd
1. nóvember 2006 Háskóla-٫ iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið

Nýsköpunarkeppni grunnskólanemenda

Menntamálaráðuneyti og Reykjavíkurborg bjóða öllum aðstandendum og velunnurum Nýsköpunarkeppni grunnskólanemenda til lokahófs.

Menntamálaráðuneyti og Reykjavíkurborg bjóða öllum aðstandendum og velunnurum Nýsköpunarkeppni grunnskólanemenda til lokahófs og afmælisveislu í tilefni af 15 ára afmæli keppninnar í Ráðhúsi Reykjavíkur laugardaginn 4. nóvember nk. kl: 14:00. Menntamálaráðherra, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, mun kynna breytingar á Nýsköpunarkeppni grunnskólanemenda og setja af stað Nýsköpunarkeppni grunnskólanemenda 2007. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson borgarstjóri Reykjavíkur mun flytja ávarp í tilefni 15 ára afmælis keppninnar og Hr. Ólafur Ragnar Grímsson forseti mun afhenda ungu hugvitsfólki verðlaun. Einnig verður opnuð sýning á hluta þeirra verka sem bárust í keppnina í ár frá ungum hugvitsmönnum.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum