Hoppa yfir valmynd
10. nóvember 2006 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

Áfram lítið atvinnuleysi

Atvinnuleysið í október mælist 1% eða sama og í september sl. Atvinnuleysið var hins vegar 1,4% í október í fyrra. Þetta kemur fram í yfirliti Vinnumálastofnunar yfir atvinnuástandið sem gefið er út í dag, 10, nóvember. Alls voru 438 laus störf hjá vinnumiðlunum í lok október og hafði fækkað um 78 frá því í september. Vinnumálastofnun býst við að atvinnuleysi í nóvember aukist lítilsháttar og verði á bilinu 1% til 1,3%, enda versni atvinnuástand iðulega í nóvember.

Sjá nánar á heimasíðu Vinnumálastofnunar



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum