Hoppa yfir valmynd
14. nóvember 2006 Háskóla-٫ iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið

Tillögur nefndar um fjölgun nemenda í raunvísindum og raungreinum

Haustið 2004 skipaði menntamálaráðherra starfshóp um aðgerðir til að fjölga nemendum í raunvísindum og raungreinum.

Haustið 2004 skipaði menntamálaráðherra starfshóp um aðgerðir til að fjölga nemendum í raunvísindum og raungreinum. Skipan starfshópsins var í samræmi við stefnu Vísinda- og tækniráðs, þar sem segir að menntun og árangur á sviði vísindarannsókna og nýsköpunar vegi þungt í mati á samkeppnisstöðu þjóða. Fjöldi ársverka í rannsóknum á Íslandi er hlutfallslega mikill miðað við önnur lönd og fer vaxandi. Til þess að viðhalda þessum vexti er því nauðsynlegt að tryggja að atvinnulífið hafi ávallt aðgang að vel menntuðu vinnuafli með næga sérþekkingu til þess að starfa að rannsóknum sem standast samanburð við það besta sem gerist á alþjóðlegum vettvangi. Í þeim tilgangi er afar mikilvægt að auka áhuga ungs fólks á námi og starfi í verk-, raun- og tæknigreinum.

Starfshópurinn hafði m.a. það hlutverk að:
gera tillögur um leiðir til að glæða áhuga nemenda í grunn- og framhaldsskólum á rannsóknatengdu háskólanámi. Í því samhengi skyldi nefndin fjalla um þætti sem hafa áhrif á námsval
kanna leiðir til að auka fjölbreytni og gæði kennsluefnis í raungreinum í grunn- og framhaldsskólum.

Hópurinn skilaði tillögum sínum til menntamálaráðherra í apríl 2006 og nú er unnið að því að framkvæma úrbætur þær sem hópurinn lagði til.

Ein tillaga hópsins snýr að grunnskólum þar sem lagt er til allir skólar verði hvattir til að gera formlegt mat á stöðu sinni í kennslu náttúruvísinda fyrir árslok 2006, sbr. 49. og 51. gr. laga um grunnskóla. Þar sé byggt á viðmiðum um sjálfsmat sem menntamálaráðuneytið gaf út 1997 og einkum horft á viðmiðin formlegt, greinandi, samstarfsmiðað og árangursmiðað.

Athygli skólastjóra grunnskóla er hér með vakin á þessum tillögum starfshóps menntamálaráðherra og þeim tilmælum beint til skólanna að höfð verði hliðsjón af þeim við vinnu að sjálfsmati í skólanum.




Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum