Hoppa yfir valmynd
30. nóvember 2006 Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Greiðsluafkoma ríkissjóðs janúar-október 2006

Greiðsluuppgjör ríkissjóðs eftir fyrstu tíu mánuði ársins liggur nú fyrir. Samkvæmt uppgjörinu jókst handbært fé frá rekstri um 48,8 milljarða króna innan ársins, sem er 28,5 milljörðum hagstæðari útkoma heldur en á sama tíma í fyrra. Tekjur reyndust um 28,5 milljörðum hærri en í fyrra, ef undanskildar eru tekjur vegna sölunnar á Landssímanum hf., á meðan gjöldin hækka aðeins um 2,2 milljarða milli ára. Hreinn lánsfjárjöfnuður er jákvæður um 46,8 milljarða króna, en hann var jákvæður um 68,7 milljarða á sama tíma í fyrra.

Sjóðstreymi ríkissjóðs janúar–október

(Í milljónum króna)

2002

2003

2004

2005

2006

Innheimtar tekjur

190.965

211.559

228.745

336.643

308.354

Greidd gjöld

202.110

218.708

233.304

256.585

258.824

Tekjujöfnuður

-11.145

-7.149

-4.558

80.058

49.531

Söluhagn. af hlutabréfum og eignarhlutum

-3.252

-12.013

-

-58.033

-384

Breyting rekstrartengdra eigna og skulda

-2.167

23

1.710

-1.731

-356

Handbært fé frá rekstri

-16.533

-19.139

-2.848

20.294

48.791

Fjármunahreyfingar

9.188

20.614

9.273

48.377

-2.006

Hreinn lánsfjárjöfnuður

-7.345

1.475

6.425

68.671

46.785

Afborganir lána

-28.558

-30.654

-30.856

-61.557

-41.565

Innanlands

-10.598

-18.204

-5.678

-14.064

-18.692

Erlendis

-17.960

-12.450

-25.178

-47.493

-22.873

Greiðslur til LSR og LH

-7.500

-6.250

-6.250

-3.300

-3.300

Lánsfjárjöfnuður, brúttó

-43.403

-35.429

-30.681

3.814

1.921

Lántökur

43.465

27.439

30.408

9.048

25.961

Innanlands

11.398

22.225

13.136

9.048

21.345

Erlendis

32.067

5.214

17.272

-

4.616

Greiðsluafkoma ríkissjóðs

62

-7.989

-272

12.862

27.882

Innheimtar tekjur ríkissjóðs námu 308 ma.kr. á fyrstu tíu mánuðum ársins. Á sama tíma í fyrra voru tekjurnar 337 ma.kr. Þessi samdráttur milli ára skýrist að mestu leyti af 57 ma.kr. söluhagnaði af Landssímanum sem var tekjufærður í september 2005. Sé litið fram hjá því jukust tekjur á tímabilinu um 28,5 ma.kr. milli ára eða 10,2%. Aukningin verður 9,0% ef einnig er leiðrétt fyrir tilfærslu á innheimtum tekjuskatti lögaðila um sl. áramót. Þannig leiðrétt jukust skatttekjur og tryggingagjöld um 10,6% að nafnvirði. Á sama tíma hækkaði almennt verðlag um 6,6% og raunaukning skatttekna og tryggingargjalda var því 3,8%.

Innheimta skatta á tekjur og hagnað nam rúmum 97 ma.kr. og jókst um 16 ma.kr. frá síðasta ári, eða 20%. Tekjuskattur einstaklinga jókst um 13% og lögaðila um 65% (þá er leiðrétt fyrir fyrrgreindri tilfærslu). Innheimtur fjár­magns­tekjuskattur nam 18 ma.kr. og jókst um 1,4% milli ára, en fjármagnstekjuskattur vegna sölu Landssímans myndaði 5,6 ma.kr. tekjur fyrir ríkissjóð í september í fyrra. Sé litið fram hjá þeim eina lið jókst fjármagnstekjuskattur á tímabilinu um 48% milli ára. Innheimt tryggingagjöld jukust um tæp 17% milli ára, eða tæp 7% umfram hækkun launavísitölu á sama tíma. Inn­heimta eignarskatta nam 7,6 ma.kr. sem er þriðjungi minna en á sama tímabili í fyrra. Að mestu eru þetta stimpilgjöld eða 6 ma.kr. en innheimta þeirra á árinu hefur dregist saman um 21% frá fyrra ári, meðal annars vegna þess að dregið hefur úr skuldbreytingu lána.

Innheimta almennra veltuskatta nam 147 ma.kr. á fyrstu tíu mán­uðum ársins og jókst um 10,3% að nafnvirði frá fyrra ári eða 3,5% umfram hækkun vísitölu neysluverðs. Tekjur af virðisaukaskatti jukust um 11,5% sem jafngildir 4,6% raunaukningu. Vegna laga­breytingar í upphafi ársins sem fól í sér rýmri greiðslufrest á virðisaukaskatti og aðflutnings­gjöldum fer marktækni samanburðar við fyrra ár eftir því hvaða tímabil innan ársins er til skoðunar. Sé horft á hreyfanlegt meðaltal nokkurra mánaða kemur fram raunvöxtur tekna af sköttum sem lagðir eru á vöru og þjónustu náði hámarki í árslok 2005 en á þessu ári hefur hægt jafnt og þétt á vextinum. Aðrir veltuskattar en virðisaukaskattur nema um þriðjungi af veltusköttum í heild. Þessir skattar hafa dregist saman að raunvirði á síðustu mánuðum, og er þá miðað við hreyfanlegt meðaltal yfir nokkra mánuði.

Tekjur ríkissjóðs janúar–október 2006

Í milljónum króna

Breyting frá fyrra ári, %

2004

2005

2006

2004

2005

2006

Skatttekjur og tryggingagjöld

212.694

256.866

287.295

14,8

20,8

11,8

Skattar á tekjur og hagnað

63.767

81.199

97.368

15,4

27,3

19,9

Tekjuskattur einstaklinga

50.014

55.020

62.249

12,0

10,0

13,1

Tekjuskattur lögaðila

5.240

8.437

17.129

55,8

61,0

103,0

Skattur á fjármagnstekjur

8.514

17.741

17.990

17,5

108,4

1,4

Eignarskattar

11.305

12.114

7.627

57,2

7,2

-37,0

Skattar á vöru og þjónustu

111.202

133.175

146.878

12,1

19,8

10,3

Virðisaukaskattur

76.016

91.389

101.916

13,0

20,2

11,5

Vörugjöld af ökutækjum

5.095

8.605

8.883

37,0

68,9

3,2

Vörugjöld af bensíni

7.135

7.468

7.436

11,7

4,7

-0,4

Skattar á olíu

4.664

3.949

5.577

17,8

-15,3

41,2

Áfengisgjald og tóbaksgjald

8.429

8.948

9.291

3,1

6,2

3,8

Aðrir skattar á vöru og þjónustu

9.863

12.815

13.776

1,9

29,9

7,5

Tollar og aðflutningsgjöld

2.499

2.775

3.357

18,3

11,0

21,0

Aðrir skattar

1.252

1.385

1.504

.

10,6

8,6

Tryggingagjöld

22.669

26.219

30.560

9,3

15,7

16,6

Fjárframlög

292

339

1.207

-67,2

16,2

255,8

Aðrar tekjur

15.346

21.407

19.072

19,2

39,5

-10,9

Sala eigna

413

58.031

781

-

-

-

Tekjur alls

228.745

336.642

308.354

8,1

47,2

-8,4Greidd gjöld nema 258,8 milljörðum króna og hækka um 2,2 milljarða frá fyrra ári. Frávik eru meiri á einstökum liðum. Vaxtagreiðslur lækka um 8,2 milljarða, einkum vegna þess að stór flokkur spariskírteina var á innlausn í apríl í fyrra. Þá lækkar greiddur fjármagnstekjuskattur um 6,1 milljarð milli ára vegna sölu hlutabréfa ríkissjóðs í Landssímanum hf. í fyrra. Að vaxtagreiðslum og fjármagnstekjuskatti undanskildum hækka gjöldin um 16,6 milljarða eða 7,1%. Þar munar mest um 4,9 milljarða hækkun heilbrigðismála og 3,1 milljarð til menntamála. Þá hækka greiðslur til almannatrygginga- og velferðarmála um 2,5 milljarða og til almennrar opinberrar þjónustu um 2,3 milljarða. Greiðslur til löggæslu hækka um 1,5 milljarða, en greiðslur til atvinnumála hækka mun minna, eða um 0,8 milljarða milli ára. Heilbrigðismál og almannatryggingar vega samtals um helming af heildargreiðslum ríkissjóðs.

Gjöld ríkissjóðs janúar–október 2006

Í milljónum króna

Breyting frá fyrra ári, %

2004

2005

2006

2005

2006

Almenn opinber þjónusta

38.473

52.250

40.210

35,8

-23,0

Þar af vaxtagreiðslur

11.854

16.825

8.592

41,9

-48,9

Heilbrigðismál

61.407

65.527

70.421

6,7

7,5

Almannatryggingar og velferðarmál

55.278

58.065

60.520

5,0

4,2

Efnahags- og atvinnumál

35.541

34.243

35.034

-3,7

2,3

Menntamál

22.006

25.600

28.716

16,3

12,2

Menningar-, íþrótta- og trúmál

10.476

10.227

11.568

-2,4

13,1

Löggæsla, réttargæsla og öryggismál

7.277

7.443

8.904

2,3

19,6

Umhverfisvernd

2.663

2.857

3.093

7,3

8,2

Húsnæðis- skipulags- og veitumál

193

372

358

92,5

-3,6

Gjöld alls

233.314

256.585

258.824

10,0

0,9Lántökur ársins nema 26 milljörðum króna en afborganir lána eru 41,6 milljarðar. Mismunurinn er fjármagnaður með handbæru fé frá rekstri.

Eiginfjárframlag ríkisins í Nýsköpunarsjóði var aukið um 1 milljarð króna á árinu og 3,3 milljarðar voru greiddir til Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins í því skyni að lækka framtíðarskuldbindingar ríkissjóðs.Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira