Hoppa yfir valmynd
29. desember 2006 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

Uppreiknuð tekju- og eignamörk vegna félagslegra leiguíbúða

Í reglugerð um lánveitingar til leiguíbúða, ráðstöfun þeirra og rekstur, nr. 873/2001, er við hækkun á tekju- og eignamörkum miðað við hækkun á neysluverðsvísitölu. Í reglugerðinni er miðað við árlega hækkun neysluverðsvísitölu 1. janúar ár hvert og kveðið á um að félagsmálaráðherra skuli láta reikna viðmiðunarfjárhæðirnar í upphafi hvers árs og birta nýjar fjárhæðir.

Við útreikning á tekju- og eignamörkum er miðað við hækkun á neysluverðsvísitölu frá 1. janúar 2006 til 1. janúar 2007. Samkvæmt gögnum frá Hagstofu Íslands nemur hækkunin 6,95%.

Frá og með 1. janúar 2007 eru uppreiknuð tekju- og eignamörk skv. 23. og 24. gr. reglugerðar um lánveitingar til leiguíbúða, ráðstöfun þeirra og rekstur, nr. 873/2001, eftirfarandi:

  • Tekjur fyrir einstakling 2.686.000 kr.
  • Tekjur fyrir hvert barn að 20 ára aldri sem býr á heimilinu 450.000 kr.
  • Tekjur fyrir hjón og sambúðarfólk 3.760.000 kr.
  • Eignamörk verða 2.899.000 kr.


Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum